16.2.2011 | 17:37
NIÐURSTAÐA OKKAR ER SKÝR, STEINGRÍMUR.
Nú fyrir skömmu á þessum drungalega og skýjaða degi kusu ótrúlega 44 alþingismenn ICESAVE nauðungina yfir æsku landsins í 3ja sinn og gerðu daginn kolsvartan og niðurlægjandi fyrir foreldra þeirra. Líka fyrir gamalmenni sem hafa miklar áhyggjur af afkomu og velferð afkomenda sinna. Og alþingi bætti ofan á skömmina og felldi 2 tillögur um að málið færi í dóm þjóðarinnar. Maður er næstum orðlaus yfir endalausri ósvífni helferðarstjórnarinnar.
Steingrímur heldur fram að niðurstaða alþingismanna og ICESAVE-STJÓRNARINNAR sé skýr. Eins og við vitum það ekki. Hefur það farið framhjá nokkrum manni að nánast það eina sem ríkisstjórnin hefur unnið við sl. 2 ár hefur verið að eyða skattpeningum okkar í bankana og vinna að því dag og nótt að gera gamalmenni og æsku landsins að skuldaþrælum evrópskra stórvelda? Við bjuggumst vel við þessari útkomu um ICESAVE frá ykkur, Steingrímur.
Nú fari vonandi að sjá fyrir endann á ICESAVE, segirðu Steingrímur. Já, Steingrímur, en ekki með þeim hætti sem þú vilt. Nú hafa nefnilega yfir 33700 manns á minna en 5 dögum skrifað undir undirskriftalista þar sem heitið er á forsetann að synja ómennskri kúgun ykkar gegn landsmönnum. Við erum líka stálheppin að vera með lýðræðissinnaðan og mennskan forseta við völd og erfitt verður að trúa öðru en að sá mæti og vitri maður synji andstjórnarskrárlegri og kolólöglegri niðurstöðu ykkar, ÓLÖGUM YKKAR.
Elle Ericsson.
Skýr niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, stofnuð í febrúar 2010. Félagsmenn eru 82. Netfang: thjodarheidur@gmail.com
ÓPÓLITÍSK SAMTÖK
UMSAGNIR UM
ICESAVE 3
Frá fjárlaganefnd alþingis (ekki lokið)
Umsögn alþingis
Unnið af GAM Management hf [GAMMA]
10. janúar 2011
Umsögn GAMMA
Unnið af IFS Greiningu
11. janúar 2011
Umsögn IFS
Unnið af InDefence
10. janúar 2011
Umsögn InDefence
Frá Seðlabanka Íslands
10. janúar 2011
Umsögn SÍ
FORGANGSKRÖFUR
Í ÞROTABÚ
LANDSBANKA ÍSLANDS?
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
30. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað frá LEX /
Eiríki Elísi Þorlákssyni hrl.
31. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað
samninganefndar um Icesave samninga
15. júlí, 2009
Minnisblaðið
Tölvupóstur um
evrópskar tilskipanir
frá Jan Marten
Ódagsett
Tölvupósturinn
Lögfræðiálit
Prof. Mr. Dr. P.S.R.F Mathijsen,
Brussels
28. júlí 2009
Lögfræðiálitið
Tölvupóstur
frá Gary Roberts
til Indriða Þorlákssonar
22. júlí 2009
Tölvupósturinn
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
6. ágúst 2009
fjármálaeftirlitsins(FSA)
1. júní 08.
og Helgu Melkorku Óttarsdóttur hdl.
Directive 94/19 EC
Nýjustu færslur
- Fremstum allra hefði Lofti Altice Þorsteinssyni borið hæsta v...
- Guðni Th. Jóhannesson beitti sér ÞVERT GEGN hagsmunum og laga...
- ICESAVE-sinnar reyna enn að krafsa yfir eigin atlögur að hags...
- Minnisstæð ummæli Icesave-áhangenda (meðal þeirra voru Dagur ...
- Icesave í boði EES
- Það þarf glöggskyggni, skilning og nennu til að kynna sér að ...
- Úr Icesave-sögunni: Þorvaldur vildi borga ICESAVE, þó það vær...
- Icesave-samningar Svavars, Steingríms J. og Jóhönnu voru ...
- Prófessorum getur skjöplazt
- Fróðlegur Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Loga í Sjónva...
Bloggvinir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Elle_
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Guðni Karl Harðarson
- Halldór Björgvin Jóhannsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Sveinsson
- Jón Baldur Lorange
- Axel Jóhann Axelsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Sigurður Sigurðsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Benedikt Gunnar Ófeigsson
- Tryggvi Helgason
- Júlíus Björnsson
- Ívar Pálsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Guðmundur Júlíusson
- Haraldur Hansson
- Benedikta E
- Ragnhildur Kolka
- Sigurður Þórðarson
- Guðbjörn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Sigurður Jónsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Gunnlaugur I.
- Gunnar Heiðarsson
- Kolbrún Hilmars
- Páll Vilhjálmsson
- Rafn Gíslason
- Kristinn Ásgrímsson
- Sigurjón Þórðarson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Tómas
- Haraldur Baldursson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Óli Björn Kárason
- Halla Rut
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Þórhallur Heimisson
- Magnús Óskar Ingvarsson
- Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Axel Þór Kolbeinsson
- Helga Þórðardóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Óskarsson
- Gústaf Níelsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Bjarni Kristjánsson
- Baldur Hermannsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- K.H.S.
- Elís Már Kjartansson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Þórarinn Baldursson
- Valdimar H Jóhannesson
- Frosti Sigurjónsson
- Valan
- Árni Karl Ellertsson
- Birgitta Jónsdóttir
- S. Einar Sigurðsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Ríkharðsson
- Halldór Jónsson
- Ísleifur Gíslason
- Bjarni Jónsson
- Einar Björn Bjarnason
- Geir Ágústsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- G.Helga Ingadóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Óskar Arnórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Sverrir Stormsker
- Linda
- Emil Örn Kristjánsson
- Þórður Guðmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Vésteinn Valgarðsson
- Ketill Sigurjónsson
- Hreinn Sigurðsson
- Pétur Harðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Heimssýn
- Valdimar Samúelsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Guðrún Brynjólfsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Frjálshyggjufélagið
- Birgir Viðar Halldórsson
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Magnús Ágústsson
- Libertad
- Átak gegn einelti
- Kristinn D Gissurarson
- Jónas Pétur Hreinsson
- Gróa Hreinsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Vilhjálmur Stefánsson
- Jónas Örn Jónasson
- Samstaða þjóðar
- Þórður Einarsson
- Tryggvi Þórarinsson
- Jón Lárusson
- Sigurður Alfreð Herlufsen
- Högni Snær Hauksson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Snorri Magnússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Bændur og landbúnaður
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Menning og listir
- Sjómenn og sjávarútvegur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Mínir tenglar
- Frétta-knippi Mbl.is um Icesave Mikilvægt er að eiga aðgang að sem flestum Icesave-fréttum á einum stað
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Frá mér sjálfum:
Ég skora á Forseta Íslands hr. Ólaf Ragnar Grímsson að senda Icesave lög III til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Íslenska þjóðin hafnaði samningi Icesave II með svo afgerandi hætti (98%) að mjög sterk rök eru fyrir því að langflestir kjósenda voru að hafna öllum Icesave samningum. Enda gefur núverandi áskorun á kjosum.is sömu niðurstöðu. En þar eru yfir 33.000 manns þegar búin að setja nafn sitt inn þegar að þetta er skrifað.
Að sjálfsögðu á íslenska þjóðin að fá að hafa ákvörðunarvald á þeim samningum sem múlbindur þjóðina og æsku hennar langt fram í framtíðina.
Icesave- samningarnir eru líklegir til að valda þjóðinni verulegum ánauðum um komandi tíð. Íslenska þjóðin á að hafa vald til þess að ákveða hvort að slíkir gífurlegu fjármunir sem greiðslur á Icesave verða eigi að lenda á þjóðinni að greiða í stað þess að þeir aðilar sem urðu þessari meintu skuld valdandi eigi sjálfir að endurgreiða hana, hverjir svo sem fjármunir hennar eru eða verða.
Ef einhver á að kalla slíkt yfir þjóðina er það hún sjálf fari svo hún ákveði að samþykkja samningana.
Því heitum við á þig, virðulegi Forseti, að neita ofangreindum lögum samþykkis og að beina þeim til þjóðaratkvæðis.
Guðni Karl Harðarson, 16.2.2011 kl. 17:46
Blessuð Elle.
Takk fyrir góða áeggjan, núna er boltinn hjá forsetanum.
Hann mun standa með þjóðinni, ekki nema honum hafi verið hótað á þann hátt að hann verði að svíkja.
Nú, þá reynir á réttarríkið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2011 kl. 17:46
Hvílík niðurlæging, Guðni og Ómar, ekki það að okkur hafi neitt brugðið við ósvífnina. Nú veltur málið á forsetanum. Nú eða á Hæstarétti þarnæst.
Elle_, 16.2.2011 kl. 18:28
Sem betur fer höfum við í fyrsta sinn forseta á Bessastöðum sem stendur þétt með þjóðinni þegar hún þarf að verjast svívirðilegum árásum ríkisstjórna. Við setjum allt okkar traust á forsetann, hann er eini maðurinn í hópi stjórnvalda sem þorir að standa á sannfæringu sinni fyrir hönd þjóðarinnar.
Það er athyglisvert að 11 af þeim 44 þingmönnum sem samþykktu IceSave samninginn á alþingi í dag, vilja líka að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og greiddu því ferli atkvæði sitt tvisvar áður en þeir samþykktu samninginn. Forsetinn hlýtur að skoða það vel að tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu voru naumlega felldar í tvígang. Það skiptir gríðarlega miklu máli!
corvus corax, 16.2.2011 kl. 18:32
Já, 30 alþingismenn vildu málið í dóm þjóðarinnar. Það var tæpt.
35115 manns hafa nú skrifað undir á minna en 5 dögum. Og það þrátt fyrir nokkrar, minnst 2, árásir á undirskriftasíðuna.
NEI VIÐ ICESAVE3: Ásmundur Einar Daðason (JÁ VIÐ ICESAVE2), Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Pétur H. Blöndal, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari.
Ögmundur Jónasson sagði NEI við bæði ICESAVE1 og ICESAVE2. Nú hefur hann glatast.
FORSETINN HLÝTUR AÐ SYNJA: SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON.
VONBRIGÐI: ÞÓR SAARI.
Elle_, 16.2.2011 kl. 19:40
Steingrímur er búinn að segja ykkur þetta: Þjóðin er fífl.. ekki treystandi, aðeins Steingrímur og hvíti engilinn vita hvað er í gangi, það hefur sýnt sig trekk í trekk, eins og td með fyrsta samninginn
Það er ekki eins og vinstri grænir séu kommúnistar og mannhatarar sem eru búnir að maka yfir sig grænu slími.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 22:33
Já, helmingur alþingis heldur víst að við séum fífl og forsjárhyggjan og vanvirðingin orðin óþolandi. Hvíti engillinn??? Hvílíkur engill. Og get ég bætt við KJAFTÆÐI BJARNA BEN: EKKERT GLEÐIEFNI.
Nú eru tæpl. 37 þúsund manns skráðir.
Elle_, 17.2.2011 kl. 00:27
Sigmundur Davíð kom með frábær rök gegn þeim sem segja að þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki viðeigandi í málum eins og Icesave. Hann sagði efnislega:
Icesave-bagginn er skuldbinding sem brýtur gegn öllum lögum. Hvaða mál henta betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en skuldbinding sem verið er að þvinga yfir þjóð, sem engin heimild er til í lögum fyrir?
Theódór Norðkvist, 17.2.2011 kl. 00:47
Vel mælt, Theódór (og Sigmundur Davíð!). Hjartans þakkir fyrir þessa grein, Elle, og fyrir innlegg ykkar, Guðni Karl, Ómar og corvus corax. Við í þjóðarheiðri heitum öll á forseta Íslands að skjóta þessu máli undir úrskurð þjóðarinnar.
Jón Valur Jensson, 17.2.2011 kl. 03:10
Við í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave ...
Jón Valur Jensson, 17.2.2011 kl. 03:13
Nú eru undirskriftirnar orðnar 37.099 á Kjósum.is.
Jón Valur Jensson, 17.2.2011 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.