31.000 undirskriftir og Icesave-stjórnin í örvæntingarfullu kapphlaupi við almenning

Á 5 dögum hefur þessi söfnun gengið miklu hraðar en hjá InDefence 2009-10. Þetta veldur stjórnarsinnum skelfingu, Kjósum.is virðist eina skýringin á frávikum frá þingsköpum með maraþon-þingfundi í gær og til kl. 2.35 í nótt. Þá var þingfundi loks slitið og ekkert eftir nema atkvæðagreiðslan, sem átti að verða kl. 14 í dag (og þar gera menn grein fyrir atkvæðum sínum, þeir sem vilja). En jafnvel þetta dugði þeim ekki, nú hefur þingfundi verið flýtt um hálftíma, svo mikill er asinn og ofurhræðslan við raust almennings!

Birgir Ármannsson og fleiri þingmenn knúðu á um svör þingforseta og leiðtoga stjórnarflokkanna við þeirri spurningu, hvaða asi réði því, að þingfundir væru keyrðir svo óhóflega hratt fram í þessu máli, þegar þó hagur Íslands gæti þvert á móti verið sá að fara sér hægt í þessu máli – eins og borgað hefur sig óneitanlega hingað til – og bíða t.d. upplýsinga um það, hvernig þrotabúi Landsbankans reiðir af í málaferlum og í söluferli mikilvægra eigna í vor og sumar.

Er ekki skýringin sú, að þeir í Icesave-stjórninni eru einfaldlega í sinni Bretavinnu og alltaf reiðubúnir vinna þar í spreng í akkorði og mesta kappsmál að láta það sjást alla leiðina til Lundúna, Amsterdam og Brussel?

Sú skýring er reyndar nærtækust, eins og Birgir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Vigdís Hauksdóttir og fleiri þingmenn bentu á í umræðunum í nótt, að stjórnvöld óttast umfram allt þessa undirskriftasöfnun og vilja freista þess að afgreiða málið áður en árangurinn af henni verði enn meiri en orðinn er. En fölsk væru þau hugsanlegu "rök" að árangur Samstöðu-hópsins hafi reynzt minni en hjá InDefence, því að þvert á móti hefur áhuginn og árangurinn verið miklu meiri fyrstu dagana í þessari áskriftasöfnun en í hinni fyrri. Stuðlum öll að því, að enn bætist fjöldi manna við í dag og næstu daga!

Nú, kl. 12.58, náðist upp í töluna 31.007 áskorendur. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Umræðu lokið um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband