20.000 undirskriftir komnar á Kjósum.is – hvatning til enn meiri árangurs

Kl. 14.00 í dag náði fjöldi þeirra, sem skora á Alþingi og forseta Íslands að samþykkja ekki Icesave-III, tölunni 20.000.

Þetta hefur gengið mun hraðar nú, hjá okkur sem eigum aðild að Samstöðu þjóðar gegn Icesave, en í söfnun InDefence-hópsins, þ.e. framan af í þeirri undirskriftasöfnun, sem hófst í desember 2009. Þar tók sú söfnun reyndar mikinn kipp, þegar menn gátu horft á lokaumræðurnar um málið á Alþingi 30. desember og eftir samþykkt ólaganna, allt til þess er forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar 5. janúar 2010.

Það er við hæfi, að komnar séu 20.000 undirskriftir nákvæmlega um leið og þingfundur er settur í Alþingi kl. 14.00 í dag. Þar verður Icesave-málið á dagskrá; fjármálaráðherrann er búinn að lýsa því yfir, að hann vilji ekki þjóðaratkvæðagreiðslu, og nú er það þeim mun fremur þjóðarinnar (sem ætlazt er til að borgi óútfylltan ofurskuldarvíxil!) að krefjast réttar síns að segja nei við þessum ömurlega gerningi, sem bindur okkur í skuldafjötra næstu áratugina, nema þjóð og forseti og aftur þjóðin bjargi hér málum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Styður ekki þjóðaratkvæði um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

20222 Undirskriftir þeirr sem ekki halda áfram að kóa með græðigisfíklunum. Hvenær fara þjónarnir að nema þjóðina?

Júlíus Björnsson, 15.2.2011 kl. 14:25

2 Smámynd: Elle_

Nú er ICESAVE-STJÓRNIN orðin skíthrædd.  Kannski þau verði eins logandi hrædd við okkur og þau eru við Evrópuveldin??  Mætti ég hinsvegar hryggja ICESAVE-STJÓRNINA og hollustumenn ICESAVE glæpsins?: Forsetinn okkar er lýðræðiselskandi og fádæma vitur maður.  Hann er líka í landinu og ekki á förum. 

Elle_, 15.2.2011 kl. 22:47

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

26547 Undirskriftir

Júlíus Björnsson, 15.2.2011 kl. 22:50

4 identicon

Steingrímur hlýtur að vera einn vitgrannasti maður allra tíma. Og það segi ég ekki honum til álösunar, heldur okkur hinum, sem greinilega þurfum að horfast í augu við okkur sjálf, og passa okkur að vanda betur valið á þeim sem við kjósum til valda, að dæma menn eftir einhverju raunverulegu, ekki hysmi og tómum orðum sem ekkert fylgir...sama hvað þeir þykjast standa fyrir.

Hvernig getur maðurinn, sem barðist svo mjög fyrir að Svavarssamningurinn yrði samþykktur, og játaði sig svo sigraðan af þjóðinni, og sparaði sá sigur þjóðarinnar milljarða á milljarða ofan......nú farið fram með nákvænlega sama söng, nákvæmlega, nákvæmlega sama svipinn, í nákvæmlega sama anda, jafn fullviss um að hann sé alvitur en þjóðin safn fífla. Á svona maður að hafa völd í lýðræðisríki? 

Þetta er sorglegt og við skulum passa okkur að endurtaka aldrei þau mistök að kjósa vanvita. Og meðan við höfum ráðrúm til. Förum á http://www.kjosum.is  !!!!!

Baráttukveðjur, 

fyrrum kjósandi Steingríms.

Tómas (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 23:18

5 Smámynd: Elle_

Já, lítur út fyrir að hann hafi bara verið svona útsmoginn í blekkingum og lygum, eða misst vitið.  Kaus hann líka í síðasta sinn, var svo vitlaus að halda að hann væri heiðarlegur og traustur!????  Og að hann og hans meðspilendur í glæpnum skuli dirfast að haga sér eins þau viti.  

Elle_, 15.2.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband