Icesave-flokkarnir þrír ætla að fella allar tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu í þinginu!

Sú fyrsta var felld í fjárlaganefnd í dag, jafnvel Kristján Þór Júlíusson tók þátt í því þrátt fyrir friðunarhjal sitt um daginn! Er það satt, sem ýmsir telja, að hann geri ekkert sem hinn ESB-hlynnti Samherji vill ekki? Aðeins tveir þingmenn, Þór Saari og Höskuldur Þórhallsson, greiddu atkvæði með tillögunni í þessari stóru þingnefnd, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á þrjá fulltrúa, en ríkisstjórnin auðvitað meirihlutann.

Andstætt þessu lýðræðis-óttaslegna liði – því sitjandi alþingi sem nýtur um 7% trausts meðal þjóðarinnar – og þrátt fyrir einhæfan áróður stjórnvalda og ríkisfjölmiðla um þetta sem "betra" – gott ef ekki "gott" frumvarp! – segist meirihluti aðspurðra í nýlegum skoðanakönnunum (síðast rúm 62% í dag) vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Ef þjóðinni er ætlað að borga fyrir skuldir óreiðumanna, þá verður ekki fram hjá því gengið, að hún á að fá að segja sitt um þann ásetning alþingismanna – þeirra sem sýnt hafa sig reiðubúna til að svíkja af Íslendingum margvísleg lagaleg réttindi í þessu ömurlega Bretavinnumáli. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæði felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er því alveg ljóst að búið er að banga frá einhverjum "baktjaldasamningi" fyrst enginn setur sig upp á móti því sem vitað er að er skoðun meirihluta þjóðarinnar.

Það er því alveg ljóst að nú veltur þetta á Ólafi og þá einnig spurningin um það hvort hann sé að sitja sitt síðasta tímabil sem forseti.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 01:47

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú mættir nú alveg skýra betur fyrri setningu þína hér, Óskar.

Jón Valur Jensson, 15.2.2011 kl. 01:54

3 identicon

Lifum við í lýðræðisríki? Er þörf á byltingu? Hafa hlutir eins og Svavarssamningurinn (nýja Icesave virðist eingöngu jákvætt, í augum skammsýns fólks, afþví erlendir stjórnmálaprófessorar, (ég þekki tvo þeirra persónulega), eru nú þegar farnir að stúdera þann samning sem einn versta samning mannkynssögunnar...og því áhugaverðan), og málefni lítilmagnans hér á landi sýnt að þessu fólk sé treystandi fyrir starfi sínu, eða sé raunverulegir fulltrúar þeirra hugsjóna sem þau þykjast vera að berjast fyrir? Er þetta vinstri stjórn? Eða eru þau ekki vinstri menn frekar en að Bjarni Benediktsson sé "Sjálfstæðismaður" í orðsins bókstaflegu merkingu? Eigum við betra skilið? Erum við gáfaðri og betri þjóð en það sem endurspeglast í ríkisstjórn okkar? Gefur þessi stjórn ranga mynd af okkur? Viljum við eitthvað betra? Trúum við á lýðræði? Erum við tilbúin að berjast fyrir lýðræði? Viljum við frekar deyja sem þrælar, eða berjast fyrir frelsið?

Guð blessi Ísland...

Nýtt Vonarafl (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 02:06

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Upplýstu okkur um þessa stjórnmálafræðiprófessora, Vonarafl.

Nú verða ALLIR, allt frá einörðum, skynsömum föðurlandsvinum til aumustu hugleysingja og svikara, að lesa þá frábæru grein og sannkölluðu brýningu sem birtist nú eftir miðnættið á þessu Moggabloggi: vala.blog.is. Orkusprauta fyrir baráttudaginn!

Jón Valur Jensson, 15.2.2011 kl. 02:11

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þess má geta að Ásbjörn Óttarsson fulltrúi Sjálfstæðismanna var á opnum fundi Sambands Ungra Sjálfstæðismanna í kvöld spurður út í afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði að þetta hefði verið rætt lítillega innan þingflokksins í dag en sökum tímaskorts hafi þurft að fresta því til morguns móta sameiginlega afstöðu. Enn fremur sagðist hann ekki útiloka það fyrirfram að hann myndi styðja þjóðaratkvæðagreiðslu, en gat ekki gefið skýrara svar að svo stöddu.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2011 kl. 02:15

6 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Takk fyrir fróðleikinn, Guðmundur. –JVJ.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 15.2.2011 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband