11.2.2011 | 15:27
Þjóðaratkvæði um Icesave eða þjóðarkönnun ?
Meiri hluti Íslendinga er örugglega andvígur Icesave-klafanum sem ESB-sinnarnir ætla að leggja á almenning. Sumir ætlast til að Alþingi taki ákvörðun um að leggja málið fyrir í almennri kosningu, en auðvitað verður það ekki gert þar sem úrslitin eru augljós. Að auki eru vankantar á aðkomu Alþingis að þjóðaratkvæði.
Alþingi hefur ekki nema mjög takmarkaða stjórnarskrár-heimild til að efna til þjóðaratkvæðis. Þetta sjá menn strax ef þeir lesa Stjórnarskrána. Samkvæmt 11. grein er Alþingi heimilt að efna til þjóðaratkvæðis um að leysa forsetann frá embætti. Þetta er eina heimildin sem Alþingi hefur samkvæmt Stjórnarskránni, að efna til þjóðaratkvæðis, fyrir utan ákvæði 79. greinar hennar um "breytingu á kirkjuskipun ríkisins". Alþingi hefur hins vegar ótakmarkaða heimild til að efna til þjóðarkönnunar.
Þjóðaratkvæði leiðir til úrskurðar en þjóðarkönnun leiðir til álits. Sumir muna sjálfsagt eftir áliti Hæstaréttar um kosningarnar til Stjórnlaga-þingsins. Það var síðan Landskjörstjórn sem felldi úrskurð og afturkallaði kjörbréfin, ekki Hæstiréttur.
Ef svo ólíklega fer, að Alþingi ákveði að kosið skuli um Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar í almennri kosningu, vera úrslitin ekki bindandi. Þetta er munurinn á áliti og úrskurði. Þótt þjóðarkönnun fari fram og 99% kjósenda greiði atkvæði gegn, getur Alþingi ákveðið að samþykkja Icesave-kröfurnar. Allt er þetta samkvæmt Stjórnarskránni. Þetta segir 48. í grein:
- »48. grein. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.«
Niðurstaða úr þjóðarkönnun fellur undir þetta ákvæði. Niðurstaðan er álit en ekki úrskurður. Þess vegna eru bara tveir raunhæfir kostir í Icesave-málinu. Annaðhvort verður Alþingi að hafna ábyrgðum á Icesave-samningum ríkisstjórnarinnar eða forsetinn verður að neita ábyrgðarlögum um Icesave staðfestingar, ef Alþingi hefur ekki vit og vilja að taka rétta ákvörðun.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Undirskriftarsöfnun gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Athugasemdir
skrifa undir hvar
gisli (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 15:41
Gísli, um slóð undirskrifta-söfnunarinnar verður tilkynnt þegar útlit síðunnar hefur verið endanlega ákveðið. Allur tæknilegur búnaður er tilbúinn.
Þú getur væntanlega skrifað undir í kvöld eða á morgun. Á bloggi Þjóðarheiðurs og víðar mun birtast tilkynning um málið, en það er ekki ennþá tímabært.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 16:34
mjög gott að heyra ,takk
ransý (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 18:39
Undirskriftasíðan verður hér:
http://kjósum.is/
Vinsamlega hafið biðlund á meðan við stillum strengi.
Undirskriftasíðan verður virk seint í kvöld eða á morgun.
Samstaða þjóðar gegn Icesave
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 19:01
Hver var afstaða Forsetans þegar hann vísaði þessu til þjóðarinnar síðastÖ
Hafa þær forsendur breyst? Ég man ekki eftir því að hann hafi talað um upphæðina sem ástæðu.
Júlíus Björnsson, 11.2.2011 kl. 19:35
Meiri hluti Íslendinga er örugglega andvígur Icesave-klafanum sem ESB-sinnarnir ætla að leggja á almenning. Sumir ætlast til að Alþingi taki ákvörðun um að leggja málið fyrir í almennri kosningu, en auðvitað verður það ekki gert þar sem úrslitin eru augljós.
Það er nátturulega bara fáránlegt að alþingi geti komið aftur og aftur með sama málið þegar þjóðin er búin að hafna því, þar sem þjóðin er búin að hafna því þá á þetta mál að fara í þjóðaratkvæði aftur án efa, það á ekki að þurfa neitunarvaldið frá forseta til að koma því til okkar, kjósendanna sem hafa hafnað þessu.
Alþingi hefur ekki umboð þjóðarinnar til að halda áfram með þetta mál (man einhver eftir Maastricht hjá Írunum, kjósa aftur og aftur með smá breyttu orðalagi þangað til að það verður bara samþykkt)...
Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.2.2011 kl. 19:41
Undirsskriftasöfnunin gegn Icesave er hafin. Þetta er texti áskorunarinnar:
http://kjósum.is/Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 22:26
kjósum.is
Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2011 kl. 06:08
Langar að spyrja ef einhver veit hvaða aldurstakmark er .Er það 18 ár eins og kosningaraldurinn?
josef asmundsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 19:06
Því miður er það svo Jósef, að einungis þeir sem eru fæddir 1993 eða fyrr geta tekið þátt í áskoruninni. Þú verður að bæta það upp með að fá alla ættingja þína og vini til að skrifa undir.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.