Leikur að kulnuðum glóðum kommúnismans

 

Það er rétt hjá Hr. Jóhönnu að trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar er enginn ! Hins vegar er það ekki ímyndar-vandi, eins og Sossunum er gjarnt að halda fram. Vantrú á Icesave-stjórninni stafar af getuleysi hennar og yfirgangi. 

 

Hagsmunir almennings eru fyrir borð bornir í hverju málinu á fætur öðru. Hugsunarlaust óðagot og ofstækisfull einsýni einkenna öll störf valdstjórnarinnar. Icesave-málið er dæmigert fyrir lotningu ríkisstjórnarinnar fyrir erlendu valdi. Við bætist sú framandi hugmyndafræði, sem báðir stjórnarflokkarnir tilbiðja.

 

Að kenna öðrum um eigin mistök hefur verið aðalsmerki Hr. Jóhönnu alla þá áratugi sem hún hefur setið við ríkisjötuna. Um vöntun á trúverðugleika ríkisstjórnarinnar sagði hún:

 

  • »Því er hins vegar ekki að leyna að sá óróleiki sem verið hefur í samstarfi við hluta þingflokks Vinstri grænna hefur skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Vegna órofa samstöðu innan Samfylkingarinnar og traust samstarf við formann og stærsta hluta VG hefur þetta hins vegar ekki stöðvað framgang mikilvægra mála ríkisstjórnarinnar.«

 

Hver eru þessi mikilvægu mál sem Hr. Jóhanna segir að ekki hafi tekist að stöðva ? Getur verið að hún telji mikilvægt að fórna sjálfstæði landsins sem friðþægingu á altari heims-kommúnismans ? Getur verið að Hr. Jóhanna telji Icesave-kröfurnar vera gott tækifæri til að beygja sig – sú líkamsrækt sem forsætisráðherra landsins kýs heldst ?

 

Hr. Jóhanna verður örugglega sannspá, þegar hún lýsir ótta sínum um endalok ríkisstjórnarinnar. Leikur hennar að »kulnuðum glóðum kommúnismans« er engin leikur heldur dauðans alvara. Íslendinga vegna ætti hún að láta þessum leik lokið.

 

Loftur Altice Þorsteinsson. 


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu þingmenn meirihlutans á alþingi sem almenningur í landinu ber einhverja virðingu fyrir er hin svokallaða "órólega deild" sem ein heldur uppi hugsjónum vinstri mennskunnar þar. Aðrir Vinstri Grænir og Samfylkingin eins og hún leggur sig eru einfaldlega ekki vinstri menn, heldur hægri hræsnarar sem skreyta sig með stolnum vinstri fjöðrum, eins og verk þeirra sanna. Olaf Palme hefði fyrirlitið þau.

Ólafur (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 16:52

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við erum líklega ekki alveg samstíga Ólafur. Hér er mitt viðhorf til "órólegu deildarinnar":

Leiksýning í boði Vinstri-grænna.

http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1136206/

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.1.2011 kl. 17:02

3 identicon

Ég vil sjá nýja ríkisstjórn sem Lilja Mósesdóttir og Birgitta leiða saman. Birgitta kemur með eldmóðinn, frumleikan og sköpunarkraftinn. Við erum þegar að fá heimsins flottustu fjölmiðlalög, þökk sé henni, sem munu skila landinu ótakmörkuðum tekjum þegar fram í sækir, því ótal fjölmiðlar munu vilja vera hér og borga okkur fyrir hýsingu. Birgitta er líka orðin heimsþekkt baráttukona fyrir mannréttindum og ef heldur áfram sem horfir gæti hún fyrr eða síðar fengið friðarverðlaun nóbels, því hennar eldur slokknar ekki né kulnar. Hún er aftur á móti stundum of fljótfær, og ekki best menntuð í heiminu, þó hún hafi reynsluna, og þar kemur Lilja inn í myndina með leiðsögn og pólítíska yfirsýn, og til að bremsa hana af á réttum stöðum, en Lilja er í raun mikil hófsemdarkona og diplómat, þó hún sé ekki tilbúin að svíkja samvisku sína fyrir flokk sem hefur svikið stefnu sína. Jón Gnarr væri líka fínn þarna inn í með hugmyndaauðgi og sköpunarkraft. Hann er búinn að finna stórsniðuga leið til að láta ísbjörninn fjármagna sig sjálfan og fá umhverfisverndaráhugamenn til að koma til landsins í stórauknu máli um leið og þeir fjármagna þessa hugmynd hans. Og hann er "svalur" og myndi ná að draga fleiri að til að færa fjölmiðlastarfsemi sína hingað til lands, sérstaklega ef hann fengi Björk Guðmundsdóttur vinkonu sína til margra ára í lið með sér.

PS: Munum að ef ekki væri fyrir "órólegu deildina" væri Ísland skuldbundið og múlbundið í Icesave  !!! Þau björguðu því hreinlega þjóðinni frá ævarandi skuldafangelsi, og verður minnst fyrir það í sögubókum um Ísland í framtíðinni!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Nói (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 17:57

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég held að þú sért draumóramaður Nói, en það er gott að þú lætur hugann reika.

Það er rétt að "órólega deildin" var með í breytingunum á Icesave-I, en hvar voru þeir þegar kom að Icesave-II og hvar munu þeir standa þegar kemur að Icesave-III ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.1.2011 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband