28.1.2011 | 16:29
Ekki bara formgallar á kosningunni til stjórnlagaþings !
Hr. Jóhanna neitar að biðjast afsökunar á formgöllum kosningaranna. Alveg virðist hafa farið fram hjá forsætisráðherranum, að ríkisstjórnin sen hún er í forsæti fyrir er einmitt framkvæma-armur stjórnkerfisins. Kosningarnar heyra því sannanlega undir forsætisráðherra.
Þetta er sami hrokinn hjá Hr. Jóhönnu og kemur fram hjá Ögmundi Jónassyni sem titlaður er innanríkisráðherra. Ögmundur segist enga ábyrgð bera á kosninga-klúðrinu. Er nokkur staðar að finna ábyrgð í stjórnkerfinu ?
Sossarnir hafa þá fráleitu skoðun að almenningur í landinu sé ábyrgur fyrir aulahætti stjórnkerfisins. Þetta viðhorf hefur komið fram hjá fjölmörgum foringjum stjórnarflokkanna. Það er þess vegna sem þeim finnst sjálfsagt að leggja Icesave-klafann á almenning.
Annars má nefna að gallar á kosningunum voru ekki bara þeir formgallar á framkvæmdinni sem gerðu kosningarnar ógildar. Einnig var um eftirfarandi efnisgalla að ræða:
1. Kynjahlutfall. Ákvæðið um jafnt hlutfall kynja á meðal fulltrúa á Stjórnlagaþingi var skýrt brot á mannréttindum. Það er ekki eðlilegra að setja svona ákvæði í kosningalög en varðandi aldur, eignastöðu eða að sköllóttir skuli vera jafnmargir og þeir sem eru hærðir um höfuðið.
2. Atkvæðamagn. Í öllum venjulegum kosningum, þar sem haft er við hönd lýðræði, gildir sú regla að þeir hljóta kosningu sem flest atkvæði hljóta. Þessi einfalda regla var ekki virt í kosningu til Stjórnlagaþings. Margir þeirra sem fengu úthlutað (ólöglegum) kjörbréfum fengu færri atkvæði en þeir sem ekki fengu kjörbréf.
3. Alvöru kynning. Í öllum kosningum hlýtur það að vera grunnforsenda, að kjósendur viti um hvað er kosið. Því var ekki að heilsa í ógildu kosningunum til Stjórnlagaþingsins. Sú kynning sem fram fór var beinlínis hlægileg, eða skipti það ríkisstjórnina engu máli hverjir veldust á þingið ?
Er ástæða til að þetta vanhæfa fólk sem situr í ríkisstjórn sitji þar öllu lengur ? Er tjónið sem það hefur valdið þjóðinni ekki orðið nóg ? Fólk sem hvorki hefur ábyrgðar-tilfinningu né siðferðiskennd á hvergi að vera í forustu fyrir annað fólk.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Biðst ekki afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Löggæsla, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það að kunna að taka ábyrgð er frumskylda þess að teljast fullorðinn einstaklingur, í öllum menningarheimum hér á jörð, og hefur alltaf verið. Sá sem gerist það ekki, telst ekki fullorðinn, eitthvað hefur farið úrskeiðis, og viðkomandi aldrei tekið út eðlilegan þroska. Margir ná áttræðisaldri án þess að fullorðnast. Barnanna er sakleysið, ábyrgðin hinna fullorðnu. Hin "sí-saklausa" Jóhanna er einfaldlega ekki fullorðinn manneskja, heldur eitthvað minna en það.
Að kunna að biðjast afsökunar er aðalatriðið sem skilur að siðmenntaðan einstaklinginn og ósiðmenntaðan. Þannig er það út um allan heim, meðal allra þjóða og menningarheima, á öllum tímum. Siðmenntaður heldri herramaður segir "afsakið" ef hann rekst utan í þig á götu. Götudrengurinn riðst framúr þér. Kurteis starfskraftur segir "Afsakið" ef hann gerir mistök. Manneskja sem er ekki starfi sínu vaxin gerir það ekki. Góður eiginmaður segir "fyrirgefðu mér", ef hann særir óvart tilfinningar konu sinnar, ruddi sem ætti frekar að vera einn gerir það ekki.
Það er frumskilyrði til farsælla stjórnmála að stjórnmálamenn okkar séu siðmenntað fólk, en ekki barbarar og hellisbúar, götustrákar og portkonur sem kunna enga mannasiði. En þetta lið kann þá ekki, tekur því ekki ábyrgð, enda ekki fullorðið, og telst því ekki siðmenntað. Með örfáum undantekningum eins og hinni virðulegu frú Lilju Mósesdóttir, þeirri kurteisu, hámenntuðu, fullorðnu, reisulegu, virðulegu og siðmenntuðu frú, sem baðst afsökunar með reisn, og sem götustúlkan Jóhanna, hin ruddalega og ófágaða, sem kann enga mannasiði og hefur enga ábyrgðartilfinningu bliknar í samanburði við.
næturvaktin (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 03:16
Allt rétt hjá þér Næturvakt. Þakka athugasemdina.
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.1.2011 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.