Ögrun Icesave-stjórnarinnar við forseta Lýðveldisins

Að gera enn einn Icesave-samninginn er ófyrirleitin ögrun við forseta landsins Ólaf Ragnar Grímsson. Við fjölmörg tækifæri og oft á erlendum vettvangi hefur Ólafur Ragnar sagt skýrt og greinilega, að Íslendingar ætla ekki að greiða Icesave – ætla ekki að gefa eftir fyrir forsendu-lausum kröfum nýlenduveldanna og efnahagslegum kúgunum.

Þrátt fyrir glæsilega höfnun þjóðarinnar í þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010 og marg-ítrekaðar yfirlýsingar forsetans um að hann muni vísa Icesave-lögum til úrskurðar almennings, kemur Icesave-stjórnin með nýgjan Icesave-samning. Ekki er hægt að líta öðruvísi á, en að ríkistjórnin sé vísvitandi að ögra forsetanum.

Nú hefur Ólafur Ragnar stigið fram enn einu sinni og engin þarf að velkjastí vafa um að hann er að tala til Alþingis. Allir sem fylgst hafa með störfum Ólafs Ragnars vita að hann kemur ekki fram nema hann hafi til þess góða ástæðu. Fáir skynja betur hið rétta augnablik. Um leið og hann sendir Gordon Brown viðeigandi skilaboð, er hann líka að ávíta ríkisstjórnina. Hann segir:

  • »Vilji Gordon Brown vera heiðvirður maður ætti hann að biðjast afsökunar á því að segja umheiminum að Ísland væri gjaldþrota land.«

Icesave-stjórnin ætti líka að biðja Íslendinga afsökunar á að vera í þjónustu Gordons Brown. Ef Steingrímur og Hr. Jóhanna væru heiðvirt fólk, myndu þau víkja tafarlaust í valdastólunum og óska eftir Alþingiskosningum. Ólafur Ragnar minnti á þá staðreynd að þjóðaratkvæðið hafði margar afleiðingar sem allar eru jákvæðar fyrir lýðræðið, fyrir ímynd Íslands og efnahag þess. Hann sagði:

  • »In the end the referendum turned out to be a very good decision for ourdemocracy, for the country, for our economic position and for our relationship with Great Britain, the Netherlands and the world.«

Ef þjóðinni tekst að hrekja Icesave-stjórnina frá völdum, munum við sameiginlega leysa þau vandamál sem við blasa. Auk þess að hrekjanýlenduveldin af höndum okkar, munum við hafna hugmyndum um innlimun landsins í Evrópuríkið. Við munum hefja nýgja sókn til hagsældar fyriralmenning.

Loftur Altice Þorsteinsson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

                   Takk fyrir Loftur nú og ævinlega,þörfnumst þinna eiginleika á Alþingi , Heill forseta vorum. 

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2011 kl. 18:21

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð greinargerð og það má vera víst að eins verður farið í ESB málum ef stjórni hefði tækifæri á því. þeir munu reyna aftur og aftur. Við erum búinn að neita þessu Icesafe máli og munum aftur ef þörf er með.

Valdimar Samúelsson, 18.1.2011 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband