Hver sagði þetta?

  • Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka. Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu [með Icesave-3] þar til skuldin er greidd. Þetta er leitt, því það ýtir undir núverandi tísku að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir.

Hvar voru öll þessi ummæli? Jú, í leiðara Financial Times 15. desember sl., en hann fjallaði um Icesave-málið.

Eftirfarandi grein af Vísisbloggi undirritaðs 15. des. sl. virðist vera full þörf á að endurbirta, ekki sízt fyrir stjórnmálastéttina og alla þá fjölmiðlamenn, henni háða, sem ólæsir virðast á grundvallarstaðreyndir þessa máls. En heimsblaðið í Lundúnum hefur ítrekað tekið málstað Íslendinga, þótt okkar eigin Icesave-stjórnvöld geri það ekki!

Greinin getur ennfremur hjálpað þeim mikla meirihluta manna, sem ekki þekkja Icesave-III-samninginn nýja og hafa því ekki myndað sér skoðun á honum.

Icesave-3 var birtur á netinu í nótt. Financial Times tekur málstað Íslendinga

„Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka," segir í leiðara Financial Times í dag og fjallar þar um Icesave-málið.

Fyrst skal þess þó getið, að hópur sem kallar sig Samtök áhugafólks um opna stjórnsýslu hlóð í nótt pdf-afritum af Icesave3-samningnum á vefsíðuna www.icesave3.wordpress.com, og þar má nálgast skjölin, sjá einnig (með þeim sundurliðuðum) á vefsíðu Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave.

En lítum aftur á endursögn Vísis.is á leiðaranum í FT:

  • Í leiðaranum segir að engin ágreiningur sé um að tryggingarsjóður innistæðna á Íslandi er ábyrgur fyrir Icesave-innlögnum í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn hafi hinsvegar reynst algerlega ófær um að ráða við fall eins af stórum bönkunum á Íslandi, hvað þá þeirra allra þriggja. Deilan sé um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga reikninginn sem tryggingarsjóðurinn geti ekki. Bretar og Hollendingar krefjist ríkisábyrgðar á endurgreiðslum á innistæðunum sem skoluðust niður með falli Landsbankans.
  • Í leiðaranum er síðan fjallað um hið nýja samkomulag í Icesave-deilunni sem er mun betra fyrir Íslendinga en sá samningur sem þjóðin hafnaði í mars s.l. Eftir sem áður muni Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu þar til skuldin er greidd.
  • Financial Times telur þetta leitt, því það ýtir undir núverandi tísku um að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir. Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Bresk og hollensk stjórnvöld myndu aldrei endurgreiða kröfur erlendra innistæðueigenda sem næmu þriðjungi af landsframleiðslu þeirra, færi svo að einn af stóru bönkunum í löndunum tveimur yrði gjaldþrota. (Feitletrun JVJ.)
Þá segir í leiðaranum "að kannski sé það best fyrir Íslendinga að samþykkja hinn nýja Icesave-samning, í ljósi þeirra bolabragða sem þeir hafa mátt sæta, hversu ófullnægjandi sem hann er."

Það er ekki nýtt, að Financial Times tali þarna um "bolabrögð" af hendi Bretastjórnar (sem incidentally var kölluð Jón boli í gamla daga), því að eins talaði þetta virta blað um sama mál fyrir tíu mánuðum, sbr. þetta rapport mitt á mínu enska vefsetri: The Bullying Brown.

„Íslendingar eiga betra skilið en þeir fengu," segir í leiðaranum, sem nánar er rakinn hér á Vísir.is: Leiðari FT: Blessum íslensku þjóðina. En mikið er það gott, að ýmsir eru að sansast. Okkur skjátlaðist, segir gamli Icesave-sinninn Guðmundur Andri Thorsson og á við þann minnihluta landsmanna sem vildi "ljúka Icesave." Jafnvel Steingrímur J. var með afar fréttnæma yfirlýsingu í gær, sem virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá vandlega þjálfuðum Rúvurum.

En ekki gera Bretar það endasleppt við okkur: Bretar og ESB á barmi viðskiptastríðs við Ísland og Færeyjar, þetta er ein nýjasta fréttin á Vísir.is, en þarna er verið að segja frá fréttaflutningi The Independent, en ESB vill að Bretar og Norðmenn hirði 90% alls makrílafla í NA-Atlantshafi á næsta ári.

Stundum er gott að rifja upp gamla hluti. Þó er þessi grein aðeins fjögurra vikna gömul. En glæný grein birtist svo heldur seinna í kvöld.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband