19.12.2010 | 09:50
Skoðanakannanir um Icesave-III
Þær hafa nokkrar farið fram, ekki með vísindalegasta móti, en gefa þó sínar vísbendingar um afstöðu hlustenda útvarpsstöðva, og þátttakendur bærilega margir. Á síðustu tveimur vikum hafa farið fram slíkar kannanir hjá tveimur útvarpsstöðvum. Hjá Útvarpi Sögu var sú fyrsta þessi: Ert þú sammála forseta Íslands um að efna aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave-samkomulags?. Og þessi var önnur: Er ríkisstjórnin að virða að vettugi þjóðarviljann með nýjum Icesave samningi? Hér er sú þriðja: Telur þú að þingið eigi að samþykkja nýja Icesave samkomulagið?. Og loks sú fjórða: Á ríkisstjórnin að axla ábyrgð vegna Icesave-málsins?
Lítum á niðurstöðurnar:
Ert þú sammála forseta Íslands um að efna aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave-samkomulags?
Já sögðu 91,02%. Nei: 8,15%. Hlutlaus: 0,83%. Þátttakendur 730.
Er ríkisstjórnin að virða að vettugi þjóðarviljann með nýjum Icesave-samningi?
Já sögðu 78,4%. Nei: 19,53%. Hlutlaus: 2,07%. Þátttakendur 339.
Telur þú að þingið eigi að samþykkja nýja Icesave-samkomulagið?
Já sögðu 22,2%. Nei: 76,04%. Hlutlaus: 1,76%. Þátttakendur 634.
Á ríkisstjórnin að axla ábyrgð vegna Icesave málsins?
Já sögðu 75,65%. Nei: 20,68%. Hlutlaus: 3,66%. Þátttakendur 387.
Og í könnun birtri 10. desember kom í ljós að 54% lízt ILLA á Icesave3-samninginn samkvæmt nýrri Bylgju/Vísis-könnun, en einungis 24% lízt "vel" á hann og 22% "sæmilega". Hlustendur Bylgjunnar virðast heldur stjórnarsinnaðri en hlustendur Útvarps sögu; samt varð niðurstaðan þessi!
Icesave-sinnaðir þingmenn finna því ekki stuðning við stefnu sína í þessum könnunum, ekki frekar en í úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave 6. marz 2010 né í þeirri niðurstöðu skoðanakönnunar MMR, sem birt var tveimur dögum seinna og sýndi að hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Skoðanakannanir | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þessa samantekt, hún gefur sterkar vísbendingar um að Íslendingar vilja ekkert með nýjustu Icesave tilraunina hafa frá stjórnvöldum, vonum að stjórnarandastaðan og forsetinn standi í lappirnar í þessu máli því ekki gerir ríkisstjórnin það!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.12.2010 kl. 11:53
Fréttablaðið mánudaginn 13. desember:
Axel Þór Kolbeinsson, 19.12.2010 kl. 12:50
Stóra samhengið er að skuldir Íslenskra heimila er til komnar vegna veðskorts [lítils eignfé] og okurvaxta þarfar Íslenska séreignar fjármálgeirans vegna áhættu fjárfestinga m.a. í UK.
Minnst 55,9% geta ekki bætt á sig meiri skuldum til að liðka fyrir áframhaldi áhættu þörf séreignar rekstraforma með Íslenskrar kennitölur erlendis.
Erlendis eru bókhaldsreglur þannig að veðlán lengri en 5 ár er örugg, þess vegna er áætlað verðbætur fram í tíman, afskrifaðar. Það er til að þess að eiga á móti rýrnunar krónunnar eða viðhaldkostnaði langtímasjóðsins.
Afskrift er depreciation: devaluation, reduction in value (of an item or a currency)
Afskrifa: diminish in value over a period of time. ▶reduce the recorded value of (an asset) over a predetermined period.
Ekki bara fasteigninir, heldur líka veðbréf á peninga upphæðir.
Þegar banki reiknar vexti reiknar sér fyrst fjármagnsleigur tekjur til að eignfæra : kallast grunnvextir, síðan koma afskriftir vegna áhættu, í tilfelli langtíma fasteignalána almenning 25 ár til 45 ár er þess áhætta einungis bundin við verðbólgu það er þeim hluta hækkunar almenns verðlags sem engin innstæða er fyrir.
Þar sem bönkum er skylt að fylgja verðbólgumarkmiðum Seðlabanka, þá gildir um afskriftir langtíma lána að þá eru eru t.d .um 3,4% max, á ári í UK.
Ef grunnvextir eru 2,0% þá verða nafnvextir með afskriftum 5,5%.
Þess hluti vaxtanna 3,5% er debiteraðir á vaxtatekjur á færðir til lækkunar eiginfjár. Inná að svokallaðan biðsjóð eða jöfnunarsjóð. Þegar lánið er greitt upp eftir 25 ár þá eru raunverulegar verðbætur reiknaður út og mismununar tekna verðbóta og réttra fært til hækkunar á eignfé ef þörf þykir.
Þetta þarf ekki að kenna ábyrgum bönkum Nýlenduveldanna, sem var ekki tjaldað til einnar nætur.
Hinsvegar þegar alþjóðleg úttekt var gerð á veðsöfnum sjóðanna á Íslandi 2004 til 2005 sannaðist að hér var afskriftum mjög ábótavant og fé á biðsjóðum hafði verið greitt út í bónusa og hlutahafa hagnað: í alþjóðlegum samanburði öruggra langtíma sjóða.
Þess vegna neyddust erlendir ábyrgir bankar að krefjast niðurgreiðslu skulda, til að að leika á regluverk EU, í framhaldi leifði UK Kaupthing og Landsbanka [ekki Glitni] að fjármagna sig á almenningi innan þeirra efnahagslögsögu næstu 30 mánuði. Enda búnir græða vel á skuldnautum Íslenskum síðustu áratugina.
Tilgangurinn var að tryggja þeirra UK vildarvini fyrir hruninu sem lá í loftinu 2004 -2005.
Tilskipun 94 bannar Ríki að ganga í ábyrgð fyrir séreignarbaka og þeirra séreignar tryggingarkerfi. Enda mundi Ríki sem gerði slíkt skekkja samkeppni gagnvart séreignarbönkum Ríkja sem ekki búa við slíka ábyrgð.
Fjárlæsir borga ekki skuldir óreiðumanna, ósiðspilltir eða með réttlætið á hreinu gera það ekki heldur. Skoðanir 55,9% slíkra vegur þyngra en óraunsæi hinna.
UK ber á byrgð á því að leifa útibúin þegar hrunið lá fyrir. Ekkert ríki með öllum mjalla gerir ráð fyrir veldisvísislegri hækkun raunvirðis fasteigna næstu 30 árin í alþjóðlegum samanburði.
Júlíus Björnsson, 20.12.2010 kl. 15:46
Áhugaverð tölfræði. Ég skil ekki hvernig núverandi ríkisstjórn getur leyft sér þá hluti sem þeir leyfa sér þúna. Þ.e.a.s. að skrifa undir Icesave á meðan íslenska þjóðin er í stórum meirihluta gegn því.
Andri Steinn Hilmarsson (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.