Nýjustu fréttir af forsetanum í tengslum við Icesave-III-frumvarpið

Frétt frá í gærmorgun: "Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna í dag að ekki sé tímabært að ræða um hvort Icesave fari í þjóðaratkvæði nú. Það sé ákvörðun sem hann muni taka í febrúar. Viðtalið er tekið við forsetann í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, nánar til tekið í Abu Dhabi." – Mbl.is sagði frá.

Forsetinn telur, að Alþingi afgreiði ekki frumvarpið fyrr en í lok janúar eða byrjun febrúar.

  • Í viðtali Marks Barton á sjónvarpsstöð Bloomberg við Ólaf Ragnar hinn 26. nóvember sl. sagði forsetinn að það væri í höndum kjósenda að ákveða hvort greiða ætti skuldbindingarnar. Ef íslenskur almenningur ætti að greiða fyrir gjaldþrot einkabanka þá eigi hann einnig að eiga lokaorðið varðandi greiðslur. (Mbl.is.)

En í Bloomberg-viðtalinu í gær neitaði forsetinn að tjá sig frekar um þessi orð sín og kvað málið "í pólitískum farvegi nú." Þetta sé eitthvað sem hann ræði hvorki við íslenska fjölmiðla né aðra (skv. Mbl.is).

Greinilega fer Ólafur Ragnar varlega í málið, en hann er líka maður til að taka þjóðholla afstöðu og hafna þeim gerræðis-stjórnarháttum, sem að tilefnislausu felast í beinni andstöðu við réttarhyggju Jóns Sigurðssonar forseta og hina fornkveðnu viðmiðun: Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Forsetinn tjáir sig um Icesave í Abu Dhabi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæll Jón Valur - Gott hjá forseta vorum - Hann kunngjörir landi og lýð og allri heimsbygðinni  að hann - Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslenska lýðveldisins  stendur vaktina ótrauður - Hann kann þetta hann Ólafur Ragnar Grímsson.

Jóhanna og Steingrímur - ættu að halda sig á mottunni..............................

Benedikta E, 21.12.2010 kl. 12:20

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Árið 2009 fóru vinsældir Ólafs Ragnars með gólflistum nú dansar hann á toppnum. Ekki yrði ég hissa þótt hann verði valinn maður ársins.

Ragnhildur Kolka, 22.12.2010 kl. 10:18

3 Smámynd: Elle_

Ekki yrði ég heldur hissa.  Hann ætti það skilið framar öðrum.

Elle_, 22.12.2010 kl. 12:11

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Tek undir það. Gott að þú fylgist með Jón Valur,eins og þín er von og vísa.´Mig dreymdi draum fyrir 2 náttum. Almennt er ég ekki að velta þeim fyrir mér eða kalla drauma einhvern fyrirboða,sem þó er vel þekkt og margir þýða þá. En eitthvað sagði mér að fljótlega heyrði ég e.hv. merkilegt frá forseta vorum.  Ég get aðeins sagt það úr draumnum að ég,varð (að mér fannst) að flýta mér um borð í Súðina gömlu (strandferða skip),sem var að leggja frá bryggju,með forsetahjónin innanborðs. Ég átti erindi og bar það upp. Ég varð alla vega ánægð. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 23.12.2010 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband