Mótspyrnan gegn nýjustu Icesave-svikunum er rétt að byrja

Í skugga fréttar af sístritandi manni í Bretavinnunni: Icesave samningur á morgun?, ættu menn að kynna sér vel það, sem fram hefur komið í fjölda greina á vef Þjóðarheiðurs og nú síðast í samantektinni NB, NB, NB: Afhjúpandi upplýsingar um Icesave-málið á WikiLeaks! Þar koma bellibrögð brezkra stjórnvalda og íhlutun í okkar innanríkismál skýrt í ljós.

En ætla menn að láta það yfir sig ganga að leyfa stjórnvöldum þessa ólögmætu samninga?

Vera má, að Íslendingar séu seinþreyttir til vandræða, jafnvel til sumra nauðsynjahluta, en þeir sönnuðu það í blysförinni til Bessastaða og í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. marz sl., að þeir láta ekki stjórnvöld endalaust vaða yfir sig og sinn fæðingarrétt til landsins og hafsins gæða.

Verum minnug þess, að Bretar hafa gert kröfu til ríkisábyrgðar á öllum Icesave-greiðslum og fengu hjá okkar eigin Icesave-stjórnvöldum uppáskrift fyrir því að gera megi kröfu til eigna ríkisins, ef greiðslur verða ekki inntar af hendi. Meðal þeirra eigna eru til dæmis Landsvirkjun, allt hennar virkjananet og jafnvel ónotaðar orkulindir, sem og þær umfram-fiskveiðiheimildir sem ríkisstjórnin ætlar sér að hafa drjúgar tekjur af í náinni framtíð!

Við stoppum þessa menn af, Íslendingar, og forsetinn bregzt okkur ekki.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Þú ert sannur landvarnamaður og lætur ekki deigan síga. 

Takk fyrir dugnaðinn Jón minn.

Sigurður Þórðarson, 8.12.2010 kl. 15:10

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvernig á að stoppa geggjað fólk af sem er í háum stöðum og hagar sér eins og ofurdrukkinn ækumaður á bíl?

Það má ekki rassskella það og eiginlega er allt bannað. Lögin gilda fyrir alla nema Íslenska Bretaþræla.

Bretaþrælarnir treysta á að íslenska fólkið sé þægt og veltamdið.

Án gríns er þetta vægast sagt óhugnaleg þróun og meðvitundarleysi hjá fólki sem fær borgað fyrir að vera ábyrgt fyrir landinu...

Óskar Arnórsson, 8.12.2010 kl. 17:24

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartans þakkir fyrir velviljuð orð, Sigurður, sem ég veit reyndar ekki hvort ég rís undir. Maður bara reynir sitt, það þurfum við öll að gera.

Óskar, þetta er samt athyglisvert grín hjá þér; og þessu gríni fylgir alvara.

Jón Valur Jensson, 8.12.2010 kl. 23:37

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fólk er ekki búið að venja sig við þessa tegund af ofbeldi sem það er beitt. Lýðræði þarf að fara að gera ráð fyrir ofbeldi á vegum yfirvalda á skýrar og ótvíræðan máta.

Maður hefði vitað miklu betur hvernig á að bregðast við ef Steingrímur og Jóhanna hefðu bara labbað um göturnar og skemmt sér við að berja á almenningi með basebolltré undir vernd lögreglunnar...

Eiginlega hefði verið auðveldara að sætta sig svoleiðis hegðun frá bæði norninni og ranghugmyndasérfræðingnum, honum Steingrími.

Þau bæði eru alls ekki frá sömu plánetu og ég, þó sú staðreynd skýri í sjálfu sér ekkert...

Ég skil núna af hverju bæði vopnaðar og óvopnaðar andspyrnuhreyfingar verða til í ýmsum löndum...skil það bara mjög vel.

Óskar Arnórsson, 9.12.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband