Hvers konar njóli er þessi Vilmundur Jósefsson, að hvetja til að Íslendingar gangist við forsendulausum Icesave-kröfum nýlenduveldanna. Finnst þessum formanni SA gáfulegt að beygja sig fyrir fjárkúgun til að óskilgreindir aðilar geti tekið erlend lán? Hverra hagsmuna eru Samtök atvinnulífsins að gæta?
Allir landsmenn vita að Icesave-stjórnin lagði hart að stjórn SA, að hún beitti sér gagnvart þingmönnum stjórnarandstöðunnar og reyndi að fá þá til að fallast á fyrirætlanir um undanlátsemi í Icesave-málinu. Að enginn stjórnarþingmaður vildi ræða málið við Vilmund Jósefsson, er hól um þá þingmenn en ekki að sama skapi um þennan Vilmund, auðmjúkan þjón Evrópuríkisins.
Fullyrðingar Vilmundar um erfiðleika Landsvirkjunar eru rangar, því að fyrirtækið er ekki í erfiðleikum með fjármögnun. Hins vegar verður varla um áframhaldandi samvinnu að ræða við Evrópska fjárfestingarbankann, vegna þess að hann er tregur til að lána í Bandaríkjadölum (USD).
Landsvirkjun vill taka lán í USD vegna þess að 70% tekna fyrirtækisins er í Bandaríkjadölum og eðlilega er hagkvæmara að taka erlend lán í þeim gjaldmiðli. Hægt er að taka gjaldmiðla-tryggingar, en því fylgir kosnaður og Evrópski fjárfestingarbankinn verður að taka þann kostnað á sig, með lægri vöxtum. Á vef Landsvirkjunar er hægt að sjá staðfestingu á þessari stöðu:
»Landsvirkjun gerði í ársbyrjun 2008 Bandaríkjadal að starfrækslumynt fyrirtækisins á grundvelli alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS), enda eru um 70% tekna hennar í þeirri mynt ásamt stórum hluta skuldanna. Landsvirkjun hefur fyrir vikið sloppið við hin gríðarlegu gengisáhrif sem íslensk fyrirtæki hafa almennt orðið fyrir við fall krónunnar. Innlendar tekjur og rekstrarkostnaður Landsvirkjunar eru í jafnvægi og gengisáhætta Landsvirkjunar vegna krónunnar er því óveruleg.«
Vilmundur segir:
»Einkafyrirtæki semji yfirleitt um lán hjá einkabönkum á meðan opinber fyrirtæki semji um lán hjá bönkum eins og NIB og Evrópska fjárfestingarbankann.«
Þetta er merkingarlaus alhæfing hjá Vilmundi. Fyrirtæki af öllu tagi taka lán þar sem lánskjörin eru hagstæðust. Er ekki furðulegt að formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins skuli ekki vita þetta ? Auðvitað veit aulinn þetta, en hann heldur að almenningur taki mark á svona blekkingum.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Vonast eftir samkomulagi sem fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Loftur, gæti verið að einhver baklæg öfl vilji koma Icesave ábyrgðinni á íslenska ríkissjóðinn til þess að hámarka eignir þrotabús gamla Landsbankans í þágu annarra kröfuhafa?
Kolbrún Hilmars, 6.12.2010 kl. 16:16
Það verður gaman að fella þessa vitleysu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Elís Már Kjartansson, 6.12.2010 kl. 16:41
Þessi hugmynd getur vel staðist Kolbrún, þótt ég hafi engar upplýsingar sem staðfesta hana. Valdakerfið er svo rotið að undirmál eru stunduð í hverju skúmaskoti.
Elís, ég heyri að hugur er í öllum að fella nýgja Icesave-samninga, ef þeir verða dregnir upp á borðið. Ef forsetinn fær duglega hvatningu með undirskriftalista, þá skrifar hann ekki undir þótt samningarnir fái 63 atkvæði á Alþingi.
Loftur Altice Þorsteinsson, 6.12.2010 kl. 17:20
Ríkisábyrgð á ICESAVE væri jafnmikið gegn lögum þó 99% þjóðarinnar segðu JÁ við nauðunginni og þ.a.l. ofbeldi gegn minnihlutanum. Stjórnarskráin á að verja minnihlutann gegn ofbeldi meirihlutans og forsetinn mætti hafa það í huga. Synja verður öllum ICESAVE samningum.
Elle_, 6.12.2010 kl. 17:47
Takk fyrir góða grein Loftur.
Það væri fróðlegt að vita hvað stór prósent af síðustu 5 virkjunum Landsvirkjunar hafi verið fjármagnaðar af þessum opinberum sjóðum?? Ef það er óverulegt þá er um beina lygi hjá Vilmundi, ekki heimsku, og því ætti maðurinn að stingast inn fyrir að styðja breta með lygum.
Til dæmis var Kárahnjúkavirkjun fjármögnuð af einkabönkum. Í einni skýrslunni segir þetta, "þátttöku erlendra banka í stóru sambankaláni Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar, segir forstjóri Landsvirkjunar. Umrætt lán er upp á 400 milljónir Bandaríkjadala, stærsta sambankalán sem tekið hefur verið af íslenskum aðila á alþjóðlegum bankamarkaði. "
Nauðsynlegt að afhjúpa þetta fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2010 kl. 19:39
Blessuð Elle.
Meirihluti þjóðar getur ekki samþykkt lög sem ganga gegn stjórnarskrá, og eða alþjóðlegum sáttmálum, til dæmis mannréttindasáttmálum.
ICEsave er andstætt núgildandi lögum um ríkisábyrgðir, tilefni þess er ólöglegt og ríkið má ekki taka pening úr lögbundnum verkefnum eins og heilsugæslu, til þess að fjármagna skattgreiðslurnar til breta. Eina spurningin er, það er ef málatilbúnaður stenst lög um ríkisábyrgð, er að leggja á viðbótarskatt, eins og til dæmis viðlagasjóðsgjald, og nota svipaðan rökstuðning. Sé samt ekki alveg neyðina sem þeir myndu nota sem réttlætingu, Loftur afhjúpar hér líklegast einu röksemd sem eftir stendur hjá þessu liði.
Vilji menn ganga gegn stjórnarskránni, þá dugar ekki 99,99% stuðningur, lög eru lög. Það þarf fyrst að breyta stjórnarskránni á þann lögformlega hátt sem um er kveðið í henni, samþykkja rjúfa þing og samþykkja aftur (er það ekki annars?).
Og þá þarf sú breyting að standast alþjóðlega sáttmála. Til dæmis gæti fólk á Húsavík kært niðurskurð í heilbrigðisþjónustu héraðsins til mannréttindadómsstóls Evrópu, og notað þau rök að meirihluti þjóðarinnar hafi kosið að greiða ólöglegar greiðslur til breta, í stað þess að nota skattpening Þingeyinga í nauðsynlega grunnþjónustu. Og svo framvegis, fletirnir eru óendanlega margir.
Því enn og aftur gleyma menn því að stjórnvöld geta ekki gengið gegn gildandi lögum, nema breytum þeim fyrst. Og fara eftir alþjóðlegum leikreglum.
Eini hugsanlegi vafinn væri ef skýrt samkomulag hefði legið fyrir ómótmælt, strax við inngönguna í EES, að íslenska ríkið myndi ábyrgjast starfsemi einkabanka um allt evrópska efnahagssvæðið. En ef slík ábyrgð væri ótakmörkuð, þá stæðist hún ekki mannréttindi, og færi út fyrir valdsvið ráðamanna, þeir mega jú ekki gera hvað sem er, þó þeir undirriti samning þar um.
Þannig að þetta er alltaf vafaatriði, jafnvel þó EES samningurinn væri með stjórnvöldum. En þegar hann er skýr á um bæði neyðarrétt þjóða, sem ver þær gegn öfgatúlkun á mismunareglunni, og lögin um innlánstryggingu eru skýr um að ríkisábyrgð sé andstæð þeim, þá er lagaflöturinn enginn, og því alltaf um gjörtapað mál að ræða.
Þess vegna er það svo mikill barnaskapur að tala í þeim tón að einhver hætta sé á ferðum, verði þetta samþykkt, þá verður aðeins glatt í höllinni. Ég sé til dæmis Jón Steinar í anda, glotta og semja höfnun Hæstaréttar á ICEsave lögunum, að þau stæðust ekki gildandi lög.
"Ekki verður séð að krafa breta styðjist við Evrópsk lög, og engan hafa þeir dóm um réttmæti krafna sinna, en slíkt er grunnforsenda réttarríkis, og hefur verið í gildi frá dögum Hammurabis í Babylon, frá því um 1.700 fyrir Krist. Ógjörningur er að halda fram að lögmönnum íslenskra og breskra stjórnvalda hafi ekki verið kunnugt um tilvist þessarar réttarreglu, að kröfu má eigi innheimta án þess að dómur liggi fyrir um lögmæti hennar ....".
Eða eitthvað í þessum dúr.
Við eigum að hætta þessum barlómi, og hlæja, núverandi tal um ICEsave samkomulag er óráðsmannahjal.
Sem engin fullorðin manneskja á að taka hið minnsta mark á. Gangi hún eftir, þá munu lögin vinna sína vinnu. Og fella sinn dóm.
En það er alltí lagi að hía á þetta fólk, og það gerir Loftur á þann hátt að enginn þorir að mæta honum með rökum. Því þau eru ekki til.
Aumingja greyin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2010 kl. 19:57
Ómar, maður getur ekki búist við að stjórnmálamenn sem hafa hvorki vit né æru til að standa gegn fjárkúgun, heldur biðja endalaust eins og vitstola væru á hnjánum um að fá nú að halda lífi í ruglinu og borga fyrir það, og engar smáupphæðir, geti skilið eigin stjórnarskrá:
77. gr. íslensku STJÓRNARSKRÁRINNAR:
Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.
Elle_, 6.12.2010 kl. 22:21
Alveg rétt hjá Elle, sbr. þetta um þingræðu þar um: stjórnarskrárbrot!
Jón Valur Jensson, 7.12.2010 kl. 00:03
Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri, ávallt !
Loftur !
Þakka þér fyrir; snarpa greinina, sem ofanflettinguna, af gjörráðum þeirra Vilmundar, og SA slektis hans.
En; talandi um Landsvirkjun, ætti ekki 1 Kílówatt rafmagns, að fara meir, en orðið er, til Suðvestur- hornsins, af Suðurlandi, gott fólk. Fremur; þurfum við, að stuðla að áframhaldandi iðnvæðingu - í léttari; sem og þyngri kantinum, hér úti á landsbyggðinni, á komandi áratugum, gott fólk.
Grisjun þéttbýlis; í Reykjavík og nágrenni, eru höfuð forsendur áframhaldandi búsetu, í landinu, sbr. eflingu : Vestfjarða, Norð- Vesturlands - Rangárvalla- og Skaftafellssýslna, svo dæmi séu tekin, gott fólk.
Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 00:09
Óskar, það er einkenni þjóðar að hafa sameiginlega hagsmuni. Þar sem við búum í harðbýlu landi, eru oftast ekki margir kostar um staðsetningu stórfyrirtækja. Þetta á sérstaklega við um stóriðju, sem selur afurðir sínar til annara landa. Vegalengdir til hafnar eða flugvallar, eru því oft afgerandi fyrir hagkvæmni fjárfestinga.
Ég er sammála því að mikilvægt er að efla landsbyggðina með sköpun atvinnu. Hvort það er gert á grundvelli raforku eða með öðru móti skiptir ekki máli. Þeir sem horfa með öfund til þess að raforka framleidd í heimahéraði er flutt til notkunar í öðru, ættu að líta á málið sem Íslendingar.
Þær raflínur sem í dag eru notaðar til að flytja raforkuna burt, verða hugsanlega notaðar á morgun til að flytja raforku til baka. Það að vera ein þjóð í þessu landi, merkir að almenningi er heimilt að flytja búsetu sína innan landsins. Það merkir líka að fyrirtæki er hægt að flytja um set.
Þessa augljósu kosti þjóðríkisins er nú reynt að eyðileggja með yfirþjóðlegum samtökum. Evrópska efnahagssvæðið hefur nú þegar valdið okkur miklu tjóni. Með yfirráðum Evrópuríkisins yrði tjónið óbætanlegt.
Eyðing þjóðríkisins leiðir til firringar einstaklinga. Þegar menn hætta að finna til samkenndar með öðrum, er skammt í upplausn samfélags og tortímingar sjálfsins. Með öðrum orðum Ragnarök verða ekki lengur hugtak, heldur raunvera.
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.12.2010 kl. 12:28
Komið þið sæl; að nýju !
Loftur !
Um leið; og ég vil þakka þér fyrir, greinargóð andsvörin - við minni ályktun, vil ég ítreka mikilvægi þess, að borgríkið við miðbik Faxaflóans, dragi smám saman, úr óæskilegum vexti sínum, þó ekki væri, nema af jarðfræðilegum ástæðum, sem ógnum sjávrflóða, framtíðarinnar.
Því brýnni; er dreifing byggðar, um land víðast, en,........... svo kann samt að fara, að við þurfum ekkert, að vera að velta þessum kostum fyrir okkur, þar sem liðónýtt stjórnarfarið, er að hrekja dugandi fólk, af landi brott, með sívaxandi skatta áþján, sem öðru gögleríi, svo sem.
En; umfram allt, þurfum við, að gjörbylta stjórnarháttunum, hér á Fróni.
Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 16:42
Gott er að mega tryggum treysta!!Það er; ykkur ofl. Það er deginum ljósara að ríkisstjórnar-nefnan þorir ekki að láta uppi (þótt hún teljist hriplek hjá útlendingum) Icesave-viðræður,sem þeir kalla samning,ekki einu sinni innan þings. Þeir vita að fyrir utan eru gegnheilir heilar, sem skilja og vita allt um lög og reglur,um stjórnarskrá,auk þess að vera þjóðhollir Íslendingar.Flaug í hug vísu hending Kiljans,með leyfi forseta; Upp úr sápuvatni sannleikans þvær lygin sína ull, svo er nú það;. það vantar maður á mann-umræðu,í RUV.við toppana,svo hægt sé að koma þeim í rökþrot,stjórnarpakkinu í beinni. Reka lygina ofan í þá. Fólkið er að verða þreytt, það vita þeir og spila á. Verðum að bregðast skjótt við. Ætlum við að leggja hér allt í auðn af því SF. vill komast í veislusali Evropu. Það gekk ekki hjá þeim að komast í Öryggisráðið. Hérna eygja þeir smugu,nota sér þjóðina sem féll snöggvast á kné,þvílíkir níðingar. Sendi kveðju til ykkar allra.
Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2010 kl. 21:21
Kærar þakkir fyrir þínar hugleiðingar, Helga.
Blanda mér ekki í þetta sinn í aðrar umræður hér.
Jón Valur Jensson, 8.12.2010 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.