Þrátt fyrir "tilboð" um 2,7% vexti á ríkisstjórnin að hafna Icesave-samningi og svara áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA!!!

Getur einhver útskýrt, hvers vegna Icesave-stjórnin hefur svo mikla ánægju af að endurvekja Icesave-málið – aftur og aftur? Getur verið að henni þyki svo vænt um nafngiftina, að hún ætli að tryggja að nafnið »Icesave-stjórnin« lifi að eilífu í minni þjóðarinnar?

Allir vita að Icesave-reikningarnir voru endurgreiddir fyrir langa löngu. Það gerðu tryggingasjóðir í Bretlandi og Hollandi. Hvar fengu þeir fjármagn til þess? Það var tekið af venjubundnum iðgjöldum bankanna sem starfa í þessum löndum.

Hafa þá komið kröfur á hendur almenningi á Íslandi um greiðslu til tryggingasjóðanna, eða bankanna? Nei engum manni hefur dottið það í hug, enda þurfti ekki að hækka iðgjöldin um Pund eða Evru. Þar að auki segja tilskipanir ESB og reglugerðir nýlenduveldanna, að ríkissjóðir megi ekki koma að innistæðu-tryggingum.

Hvaðan koma þá þessar Icesave-kröfur? Þær koma frá ríkisstjórnum Bretlands og Hollands, sem ekki eru aðilar að málinu. Þessar kröfur eru forsendulausar, hvort sem litið er á lagahlið, pólitískar forsendur eða siðferðilegar. Málið er löngu afgreitt þótt Icesave-stjórnin haldi áfram að skemmta skrattanum. Þessari alræmdu ríkisstjórn hefur tekist að skrá sig í söguna sem hóp hinna aumustu af öllum aumum.

Loftur Þorsteinsson.

Vekja ber athygli á meðfylgjandi frétt (tengill hér fyrir neðan), byggðri á óstaðfestri frétt Stöðvar 2. – Lokafrestur ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, til stjórnvalda hér að bregðast við áminningarbréfi stofnunarinnar, rennur út nk. þriðjudag, 7. desember. Við minnum hér á fyrri grein um það mál: Hætt við svikum í Icesave-máli og erkiklúðri ef Steingrímur sendir ekki Eftirlitsstofnun EFTA rökstudda höfnun!

Brezk og hollenzk stjórnvöld vita upp á sig skömmina og er vel ljóst, að þau hafa ekki réttinn með sér í þessu máli. Þeim er fyrir mestu, að íslenzk stjórnvöld grípi ekki til lagavarna í málinu, þess vegna eru þau nú að pressa á Icesave-stjórnina hér með agni sínu. En greiðsluskyldan er engin af íslenzka ríkisins hálfu, og m.a.s. 2,7% vextir (ekki helmingurinn af þeim 5,55% sem Svavar vildi láta okkur greiða og Steingrímur kallaði "glæsilegt!") eru kolólöglegir!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Samkomulag að nást um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Icesave skuldin hverfur ekki þó heykvíslahjörðin þín haldi áfram að rembast.  Þetta mál verður að leysa alveg eins og þú verður að borga skattana þina þó þú viljir það ekki.

Óskar, 5.12.2010 kl. 14:43

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Rangt Óskar, hún er að hverfa, síðustu tölur vorum um 10% af þeim samningi sem þjóðin felldi.

Og samt treysta vinnumenn breta sér ekki til að leggja fram þann samning, vilja meiri eftirgjöf af hálfu húsbænda sinna.  Samt vita þeir af einlægum stuðningi þínum, hvort sem það er að borga 60 milljarða eða 600 milljarða.

Skrýtið.

Ég spái því að þú verðir sannspár með skattana, þeir munu lækka þegar bretar hefja greiðslu skaðabóta sinna svo Íslendingar láti málið niður falla.

Og það munu allir styðja, nema kannski þú.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2010 kl. 15:03

3 Smámynd: Ómar Þ. Árnason

eitt sem ég á bágt með að skilja við alla þessa Icesave umræðu, er það á hreinu að þetta verði alltaf borðið undir þjóðina áður en nokkuð er samþykkt? Ég er búsettur erlendis og er ekki alveg inní umræðunni sem á sér stað utan fjölmiðla en eins og mér heyrist þá mun þjóðin aldrei samþykja nokkra samninga sem fela í sér að greiða Bretum eða Hollendingum eitthvað til baka.

Ómar Þ. Árnason, 5.12.2010 kl. 15:29

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Getur verið að Óskar Haraldsson trúi því sem hann er að segja ? Hann talar um Icesave-skatt til ríkissjóða nýlenduveldanna eins og sjálfsagðan hlut. Býr hann hugsanlega í tímavél og skilur ekki að Ísland er ekki orðinn hluti af Evrópuríkinu, hvað sem síðar verður ?

 

Mínir heimildarmenn í Bretlandi hafa í heilt ár sagt, að nýlenduveldin væru reiðubúin að fella algerlega niður vexti af Icesave-kröfunum. Ég hef traustar heilmildir fyrir, að í Bretlandi hafa menn fyrir löngu áttað sig á að Icesave-kúgunin er fullkomlega forsendulaus. Staðfesting á þessari stöðu kom fram í viðtölum sem ég átti við fjármáleftirlitið í Bretlandi.

 

Hvers vegna talar ríkisstjórnin þá um sem stórsigur, að nýlenduveldin eru búin að lækka kröfur sínar um vexti niður í 2,78% í staðinn fyrir hin »glæsilegu« 5,50% ? Ástæðan er auðvitað sú, að Icesave-stjórnin hefur ekkert vit á því sem hún er að gera. Menn bera ekki vanhæfnina utan á sér (nema Össur, sem allir sjá að er viti skertur), en verkin tala skýrt og greinilega.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.12.2010 kl. 15:48

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Ekkert er á hreinu í þessum heimi, Ólafur Ragnar er óútreiknanlegur.  Hann hefur lýst því yfir að hann telji sig bundinn af niðurstöðu ICEsave þjóðaratkvæðagreiðslunnar á þann veg, að allt sem samþykkt verður og felur í sér ólöglega greiðslu til breta, að það fari fyrir þjóðina, því það eru jú hennar peningar sem ganga á milli, ekki peningar hinna meintu íslensku hagsmunaaðila, atvinnurekenda og skrifstofu ASÍ.

Ólafi hefur aldrei leiðst athygli, og eins er hann hégómagjarnari en flest sem þekkt er.  Þegar litlir kallar eins og Össur eru að senda honum pílur um að hann sé bara eins og hver annar Íslendingur, þá er það til þess eins að forherða hann í sjálfstæði sínu.

En Ólafs er valdið, eða þá allsherjar mótmæli þjóðarinnar, ríkisstjórnin kemst ekki fram hjá því, enda eru þetta aðeins örfáar dauðhræddar hræður sem fáir styðja, það mun enginn fjöldi bakka þau upp í þessu máli.

Og það vita þau.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2010 kl. 15:51

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Öllum má vera ljóst að Ólafur Ragnar telur sig, sem forseta lýðveldisins, vera umboðsmanns lýðsins. Ekki þarf mikla skarpskyggni til að sjá, að Stjórnarskráin gerir ráð fyrir þessu stjórn-skipulagi. Við skulum ekki láta villa fyrir okkur, að forverar Ólafs Ragnars voru veikgeðja og því auðsveipar leikbrúður valda-aðalsins.

Hins vegar verður þjóðin að standa fast að baki forsetanum, til að þrek hans haldist í baráttu við fyrrverandi félaga og stuðningsmenn. Sérstaklega er mikilvægt að Sjálfstæðismenn greini þessa breyttu stöðu rétt og styðji forsetann í verkum hans sem  umbaðsmanns þjóðarinnar.

Ef Icesave-ræksnið rekur aftur upp trýnið, verða menn að vera reiðubúnir til að segja forsetanum hug sinn með undirskriftasöfnun. Ef undirskriftasöfnun tekst vel, hef ég engar áhyggjur af að forsetinn bregðist.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.12.2010 kl. 16:06

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég held að við Íslendingar sjálfir þurfum að senda þetta bréf til EFTA, því ekki gerir ríkisstjórnin það. Væri ekki málið fyrir vel skrifandi menn sem þekkja málið allavegana eitthvað (sem er þá töluvert meira en ríkisstjórnin virðist þekkja málið) semji bara bréfið fyrir Steingrím og co, ásamt því að senda það hreinlega bara út fyrir þau.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.12.2010 kl. 17:25

8 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Já það er spurning um að láta sverð og skjöld Íslands herra Ólaf Ragnar Grímsson og forseta embættið fara í málið  og rita bréfið þar sem hin verklausa ríkisstjórn sem sér sig ekki  fært að leysa nein mál skikkanlega á þessu skeri þar sem þau vilja ekki styggja hina og þessa svokallaða toppa í þessu þjóðfélagi.

Elís Már Kjartansson, 5.12.2010 kl. 21:38

9 Smámynd: Elle_

Algerlega fáránlegt að Óskar skuli enn kalla nauðungina ICESAVE-SKULD.  Hvaða skuld, Óskar?  ICESAVE er fullkomin nauðung og kúgun.  Og fullkomlega ólögleg krafa af hálfu bresku og hollensku ríkisstjórnanna gegn íslenskum ríkissjóði.  Fullkomlega ólögleg nauðung íslensku ICESAVE-STJÓRNARINNAR gegn íslenskri alþýðu.  Menn með æru semja ekki um neina kúgun og í guðanna bænum farðu nú að hætta að ljúga nauðunginni á okkur.  Ætlar þú að sættast á samning um ólöglega rukkun glæpamanns sem bankar upp á hjá þér??  ICESAVE er ekkert öðruvísi. 

Elle_, 5.12.2010 kl. 23:31

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heyr, Elle, vel mælt!

Það sama á við um marga aðra pósta hér. En Ómar Geirsson, ég er ekki sammála þeirri fullyrðingu þinni, að Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn hafi verið "veikgeðja og því auðsveipar leikbrúður valda-aðalsins."

Jón Valur Jensson, 6.12.2010 kl. 00:10

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón Valur, þú hefur farið línuvillt og eignar Ómari eftirfarandi ummæli, sem eru mín:

"Við skulum ekki láta villa fyrir okkur, að forverar Ólafs Ragnars voru veikgeðja og því auðsveipar leikbrúður valda-aðalsins."

Það er mín skoðun, að enginn fyrrverandi forseta hefði haft styrk til að snúa baki við heldstu stuðningsmönnum sínum og standa með þjóðinni í Icesave-deilunni. Þetta get ég að sjálfsögðu ekki sannað, en merkin sýna verkin. Ég veit ekki til að þeir hafi lofað beitingu neitunarvaldsins, hvað þá heldur beitt því. Mín skoðun stendur því óhögguð.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.12.2010 kl. 00:48

12 Smámynd: Elle_

Núverandi forseti hefur styrkt lýðræðið og framar öllum fyrri forsetum landsins. 

Elle_, 6.12.2010 kl. 00:52

13 Smámynd: Elle_

Níð þitt um nokkra félagsmenn frá í nótt, Óskar, fær ekki að standa og verður fjarlægt.

Elle_, 6.12.2010 kl. 07:37

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef þetta eru negam láns [kúlulán og íbúðalánssjóðlán] nafnvextir er eðlilegt að prósenta sé lá.  

Stragian var alltaf að vinna málið á tíma. Þessir viðskipt aðilar okkar tapa ekki á veiku gengi krónunnar frá um 2007.     Elsta aðferðin er að láta skatta skila sér í gegnum vöruviðskiptin.   Ísland er eina landið í heiminn þar sem anti þjóðrembur eru í ríkistjórn. Þjóðremban er hinn dæmigerði meginlands borgari.

Júlíus Björnsson, 6.12.2010 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband