Ráđleysissvör Steingríms í Icesave-máli

Fyrirspurn um Icesave á ţingi dag virđist leiđa í ljós, ađ sama ráđleysiđ sé hjá fjármálaráđherra í ţví efni og í öđrum ríkisstjórnarmálum nú um stundir. En ţótt enga ákvörđun hafi ţau tekiđ um ađ vísa málinu til EFTA-dómstóls, er nýkomin yfirlýsing hans um ađ unniđ sé ađ Icesave-málinu, og ţađ sama sagđi Jóhanna í fyrradag (á afmćlisdaginn eftirminnilega ţegar um 8.000 manns stóđu utan dyra ţinghússins ađ mótmćla vesaldómi stjórnvalda).

Viđ vitum ţađ af biturri reynslu, ađ ţessu tvíeyki er ekki treystandi – ţau ćtla ekki ađ virđa dóm ţjóđarinnar.

Ţađ er ekki stefna okkar í Ţjóđarheiđri, ađ setja eigi máliđ án tafar í EFTA-dómstólinn, ţví ađ fyrst og fremst ber ađ huga ađ málflutningi ţess fyrir íslenzkum rétti.

En sannarlega vćri ţađ skárri frétt, ef ţau Steingrímur vísuđu málinu fyrir EFTA-dómstólinn, heldur en hitt ađ láta ófyrirleitin stjórnvöld Breta og Hollendinga skammta okkur réttleysi, lagaátrođslu og upplogna, ólögvarđa risarukkun.

En í reynd er ekkert sem bendir til ađ Steingrímur myndi velja skárri leiđina í ţessu máli – hingađ til hefur hann heldur viljađ hafa ţađ, sem verr stendur, en hitt, sem ţjóđinni kćmi bezt og hún á heimtingu á.

Burt međ Icesave-stjórnina! – ţađ ćtti ađ vera ein af kröfum dagsins. 

JVJ. 


mbl.is Icesave ekki vísađ til EFTA-dómstólsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđjón Sigţór Jensson

Steingrímur J. svarđai Ţóru í Kastljósi í gćrkveldi mjög vel. Hann hefur ábyggilega haft svipuđ svör á reiđum höndum. Hvers vegna njóta ekki fleiri ţeirra úrrćđa sem bođin eru upp á?

Mér finnst andstćđingar ríkisstjórnarinnar taka ansi djúpt í árina. Ţađ hefđi örugglega veriđ unnt ađ koma í veg fyrir öll ţessi ósköp ef ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar boriđ ţá gćfu ađ ađhafast eitthvađ voriđ 2008. Ţá hefđi veriđ unnt ađ koma í veg fyrir Icesave hneyksliđ í Hollandi og draga verulega úr sömu axarsköftum á Bretlandi.

Allt voriđ og sumariđ fram á haust voru bankarnir nánast étnir ađ innan eins og Vilhjálmur Bjarnason komst vel ađ orđi um ástandiđ.

Af hverju var ekkert ađhafst?

Núverandi ríkisstjórn situr uppi međ öll vandrćđin og allar skammirnar. Er sanngirni í ţví? Hvađ hefđi Kristur gert í sporum Steingríms J.?

Kv.

Mosi

Guđjón Sigţór Jensson, 7.10.2010 kl. 12:35

2 Smámynd: Elle_

Ekki ţýđir neitt fyrir ţig ađ verja skemmdarverkin sem núverandi stjórn, ICESAVE-STJÓRNIN, hefur unniđ í Icesave-málinu, Mosi.  Heldur mćttirđu kynna ţér máliđ nánar.  Engin önnur stjórn hefur skrifađ undir ICESAVE-NAUĐUNGARSAMNING gegn okkur.  Og skiptir engu hvađ fyrri stjórnmálamenn sögđu, ţađ skuldbindur ekki ríkissjóđ. 

Viđ vćrum ekki međ neitt Icesave, ef bresk og hollensk stjórnvöld hefđu bannađ Icesave-bankanum ađ starfa ţar, ţađ var undir ţeim komiđ, ekki íslenskum stjórnvöldum, vegna EES fáráđssamningsins.  Viđ vćrum ekki heldur međ neitt Icesavce ef bresku og hollensku stjórnirnar létu okkur í friđi.  Viđ vćrum loks ekki međ neitt Icesave ef núverandi stjórn og stjórnarandstađa létu ţađ vera ađ vera endalaust ađ semja um ólögvarđa rukkun. 

Elle_, 7.10.2010 kl. 14:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband