Ísland MÁ EKKI borga fyrir Icesave, segir norskur prófessor í þjóðréttarfræði

Ýtarlega rökstudd grein eftir prófessorinn, Peter Ørebech, birtist í Morgunblaðinu í dag: 'Icesave og gagnrýni á athugasemd ESA'. Hann segir það beinlínis brot á lögum ESB, tilskipun 94/19/EC, um innistæðutryggingakerfi fjármálastofnana í aðildarríkjunum, ef þjóðríki væri látið ábyrgjast greiðslurnar". Hann er ósammála nýlega birtu áliti ESA, segir að "hvorki íslenska ríkisstjórnin né íslenska þjóðin eigi að borga fyrir Icesave-hrunið" (mbl.is).

Það er svo sannarlega markverð ábending Ørebechs, að í tilskipuninni (sem við meðtókum með lögum árið 1999) er sagt að innistæðutryggingakerfi í hverju ESB/EES-aðildarríki skuli bera ábyrgð á allt að 20.000 evrum, – mikilvægt sé, segir hann, að vekja athygli á orðunum allt að. „Fjárhæðin er ekki, eins og ESA heldur fram, lágmarksfjárhæð sem beri að ábyrgjast. Um er að ræða hámark.“

Þegar menn átta sig á þessu, snýr dæmið býsna ólíkt við þeim, sem tóku ranga pólinn í hæðina. Enn merkilegra er þó, að það erum við Íslendingar sem þurfum að berjast fyrir því, að tilskipun ESB verði virt, en ekki brotin – af tveimur mikilvægum meðlimaríkjum ESB, sem njóta stuðnings framkvæmdastjórnar þess, þeirrar sem strax haustið 2008 tók þátt í því – ásamt m.a. fulltrúa Evrópska seðlabankans – í skríparéttarhöldum óbindandi gerðardóms að dæma okkur til að borga Icesave!!!

Mnn lesi endilega greinina, sem er í opnu Moggans í dag, hún er algert sprengiefni.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Segir Ísland ekki mega borga fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Vill gerast félagi

1706496649

K.H.S., 24.8.2010 kl. 07:35

2 identicon

Hérna er tilskipunin í heild sinni. Ég er ekki lögfróður, en Article 7. lína 1. þar er þetta:

http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX:31994L0019:EN:HTML

Hörður Valsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 08:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bretar og Hollendingar eru búnir að brjóta tilskipunina! Þeir gerðu það þegar þeir greiddu innstæðueigendum úr ríkissjóðum sínum.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2010 kl. 10:32

4 Smámynd: Elle_

Þakka ykkur, Kári, Hörður og Guðmundur.  Kárí, kannski viltu skrifa okkur i póstfangið að ofan og skilja eftir emailið þitt.  Við höfum vísað í DIRECTIVE 94/19 EC og rök síðan löngu fyrir stofnun samtaka gegn Icesave.  Loftur fyrstur og finnst mikið um það í bloggsíðunni hans.  Núverandi ríkisstjórn, ICESAVE-STJÓRNIN, hefur ekkert hlustað.   Icesave-nauðungin er kolólögleg.

Engin ríkisábyrgð á Icesave.

Eykur líkur á dómstólaleiðinni: Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor, um niðurstöðu ESA.

Iceland can refuse debt servitude: Michael Hudson.

Icelanders owe nothing: Alain Lipietz.

Icesave er evrópskt vandamál: Eva Joly.

Innheimtu mafían 1: Max Keiser.

Innheimtu mafían 2: Max Keiser.

Íslendingar eigi ekki að borga: Michael Hudson.

Íslendingar skulda ekkert: Alain_Lipietz.

Elle_, 24.8.2010 kl. 12:52

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Góðan dag!  Ég á ekki orð yfir fórnfýsi ykkar í þágu íslands,nú þurfum við að fjölga í samtökunum.

Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2010 kl. 16:22

6 Smámynd: Elle_

Læt inn linka í skrif Sigurðar Líndal líka og sem urðu þarna útundan:

BRÉF FRÁ NOREGI: Sigurður Líndal.

ICESAVE OG RÍKISÁBYRGÐ: Sigurður Líndal.

Magnús Ingi Erlingsson skrifaði líka um RÍKISÁBYRGÐ Á RAKALAUSUM SKULDBINDINGUM: Magnús Ingi Erlingsson.

Ekki það að núverandi ríkisstjórn hlusti á nein rök.  Heldur fagna og vilja ólm Icesave yfir okkur af e-m undarlegum hvötum.  Takk Helga.  Og Jón fyrir pistilinn. 

Elle_, 24.8.2010 kl. 17:39

7 Smámynd: Elle_

NÝTT LÖGFRÆÐIÁLIT: ENN OG AFTUR KEMUR ÞAÐ FRAM AÐ RÍKIÐ BERI EKKI ÁBYRGÐ Á ICESAVE.

RÍKIÐ BER EKKI ÁBYRGÐ.

Elle_, 25.8.2010 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband