Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: ESB staðfestir að það var EKKI ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum

Afar athyglisverð er grein eftir Sigmund Davíð í Mbl. í dag, þar sem hann leiðir í ljós lærdóma af nýjustu tíðindum:

  • Staðfesting framkvæmdastjórnar ESB á því að ríki beri ekki ábyrgð á innistæðutryggingasjóðum er stórsigur fyrir Ísland. Eyðum ekki tíma í að fara yfir hvað þetta stangast á við mörg hundruð þingræður, fréttir, viðtöl og yfirlýsingar um ábyrgð íslenska ríkisins (aðallega frá íslenskum stjórnvöldum.)
  • Aðalatriðið er að menn fari að halda á málinu í samræmi við þessa grundvallarstaðreynd, þ.e. að það var ekki ábyrgð á innistæðutryggingasjóðum og ekkert ríki í Evrópu hefði gert það sem reynt var að þvinga Íslendinga til. Eftir að ríkisstjórnin tók Icesave-málið aftur alfarið til sín í vor og sendi AGS alls konar fyrirheit er afar mikilvægt að hún snúi sér nú að því að koma þessu grundvallaratriði til skila.
  • Hvers vegna nú?
  • Líklega leyfir ESB sér að staðfesta þetta nú því að það er hvort eð er verið að breyta reglunum um innistæðutryggingar og því ekki lengur nauðsynlegt að viðhalda blekkingunni um að ríki hafi verið ábyrg fyrir innistæðum í einkabönkum. ...
Greinin er mun lengri. Við hvetjum alla til að lesa hana! (Sjá HÉR!)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband