JÓHANNA OG STEINGRÍMUR ÆTLUÐU OKKUR ICESAVE NÆSTU 5 ALDIRNAR.

Í fréttinni segir maðurinn að Ísland geti ekki staðið undir því að borga til baka Icesave-skuldina við hollenska ríkið, eins og hann ranglega kallar Icesave. Fyrir það fyrsta hefur Icesave aldrei verið skuld íslenska ríkisins. Og hollenska ríkið lánaði íslenska ríkinu ekkert vegna Icesave. Og athugið að hann er ekki að tala um Icesave í Bretlandi, bara Hollandi.

Það hefði fyrir löngu þurft að hefja opinbera rannsókn á hvað nákvæmlega Jóhönnu- og Steingríms-stjórnin, Icesave-stjórnin, ætlaði okkur að gera til að borga hinar ólögvörðu Icesave-kröfur bresku og hollensku ríkisstjórnanna, sem þau ætluðu að pína yfir okkur án dóms og laga. Ætluðu þau íslenskum skattgreiðendum að eyða næstu 5 öldum bara í að borga Icesave?

RANNSÓKN STRAX.

Elle Ericsson.


mbl.is Íslendingar „geta ekki borgað Icesave"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gullfiskamynnið er altaf það sama. Hverjir sköpuðu Icesave með það í huga, að ræna hverri krónu í einkaþágu? Það mætti taka suma af lífi, þótt ekki sé meira sagt!

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 22:34

2 identicon

Sæll og blessaður

Þú athugar að hann talar um að það muni taka öld að borga þetta með 1-2% vöxtum. Jóhanna og Steinrímur ætluðu að hafa 5.5% vexti mest af tímabilinu

Ég bara spyr; Hvort er þessi ríkistjórn rótspillt eða  nautheimskir?

Brynjar Þór (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 22:46

3 Smámynd: Elle_

Þakka ykkur.  Stjórnin hlýtur að vera spillt og það er vægt.  Og óskiljanlegt að hópur lögmanna, jú eða stjórnarandstaðan, skuli ekki enn hafa farið fram á rannsókn á framgangi stjórnarinnar í Icesave-málinu öllu. 

Elle_, 8.6.2010 kl. 23:05

4 Smámynd: Elle_

Og Brynjar Þór, og hann er líka ekki að taka Icesave í Bretlandi inn í dæmið, bara í Hollandi.  Icesave-þrælar kannski til ársins 3000.  Liggur við það sé spaugilegt, svo vitlaust er það.

Elle_, 8.6.2010 kl. 23:29

5 identicon

Því miður er það nú þannig, að fólk sem er latt og nennir ekki að vinna, fer oft í stjórnmál. Sem sagt oftast auðnuleysingjar sem vilja frekar sita , kjafta og bjarga heiminum, en að drífa sig í vinnu. Og ekki er nú þingmannsvitið hátt skrifað.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 23:34

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ósköp einfalt. Jóhanna, Steingrímur, Gylfi og Már eru búin að skrifa undir viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að borga IceSave lágmarkstryggingu með vöxtum, sem og að ekki verði lengra í úrræðum til að mæta skuldavanda heimilanna en þegar hefur verið gert. Þetta stendur í plagginu svart á hvítu, og þau virðast ætla að vinna eftir því óhikað á meðan enginn stoppar þau.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2010 kl. 02:00

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hrikaleg orð, Guðmundur, en ekki bara sennilega sönn, heldur óyggjandi!

Jón Valur Jensson, 9.6.2010 kl. 08:10

8 Smámynd: Elle_

Og þau voru að bæta ofan á niðurlæginguna og gera gagnaver alvöru Icesave-skuldarans, Björgólfs Thórs, að lögum: 

http://www.ruv.is/frett/gagnaversfrumvarp-samthykkt

Elle_, 9.6.2010 kl. 12:01

9 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn vildi borga þetta með 6,5% vöxtum!!! Hvað voru þeir eiginlega að pæla ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 13:01

10 Smámynd: Elle_

Veit ekki hvað þeir voru að hugsa, kannski voru þeir í sjokki og hugsuðu ekki neitt.  Núverandi stjórnvöld eru víst ekki að hugsa neitt.  Kannski er það vani í ísl. stjórnmálum???  Þakka commentið þitt. 

Elle_, 10.6.2010 kl. 00:52

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Valur: þetta er hafið yfir allan vafa, stendur svart á hvítu í plagginu sem er undirritað af fjórmenningunum í trássi við vilja þjóðarinnar og án fjárheimilda.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2010 kl. 14:05

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þetta Icesave-lið! Ótrúlegt – og lítið lið í því.

Jón Valur Jensson, 10.6.2010 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband