SVIK Á SVIK OFAN: Icesave-milljarðahundraða-gerviskuldarjátning fyrir bónbjargarlán!

Í gær var logið að Mogganum, að Icesave yrði ekki tengt 2. endurskoðun AGS-efnahagsáætlunar. Lygin kom í ljós í Fréttablaðinu* og Rúv í dag. Í kvöldfréttum Sjónvarps segist Steingrímur ekki ætla að birta leynisamkomulag við AGS um tenginguna, þ.e. hvað standi í textanum.

Hve lengi á að ganga á þessum svikum og þessu leynimakki? Um leynilega yfirlýsingu tengda nýgerðu samkomulagi við AGS sagði Ólafur Ísleifsson hagfræðingur (sem um árabil starfaði hjá AGS) í hádegisfréttum Rúv í dag: "Það er nauðsynlegt að sjá þá yfirlýsingu og hvort það sé eitthvert nýtt efni í þeirri yfirlýsingu." Þar með gerir hann þá kröfu, að hið leynilega samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði opinberað.

Viðbrögð fjármálaráðherrans eru þau að segja efni yfirlýsingarinnar vera trúnaðarmál og verði ekki gert opinbert fyrr en eftir fund stjórnar AGS" (sjá HÉR!).** Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem þessi Icesave-ríkisstjórn væri að fela samninga við erlenda mótaðila; við munum eftir jafnvel Icesave1-samningnum sjálfum (kenndum við Svavar) sem ráðherrarir létu sem ekki mætti birta vegna kröfu útlendinganna þar um, en þá afsönnuðu Hollendingarnir það í næsta leik með því að gera hann opinberan á netinu!

Hver getur í alvöru treyst þessari ríkistjórn? Og hvers vegna er yfirhöfuð verið að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um Icesave, ef lánalínan skal opnuð án tenginga við Icesave og án þeirra skilmála að við þurfum að beygja okkur fyrir ólögvörðum ofurkröfum Breta og Hollendinga?

Og til hvers var verið að ljúga því að fréttamanni Morgunblaðsins í gær, að engin slík tenging væri í gangi? Út frá þeirri frétt skrifuðu margir græskulausir hér á Moggabloggi í gær, þ. á m. undirritaður (reyndar ekki alveg grunlaus um svik, en sá örpistill hét þó: Icesave-vitleysan og AGS-lán ekki kúpluð lengur saman í 2. endurskoðuninni ...).

Fréttablaðið virðist hafa fengið aðrar fréttir í hendur en Morgunblaðið, nýtur þar meiri sambanda við Icesave-stjórnina. Var tilgangurinn sá að láta Moggann ýta úr vör vitlausri frétt (bæði á netinu í gær og í prentuðu útgáfunni í dag) til þess að friða og blekkja stóran hluta landsmanna? – Ljótt, ef satt reynist!

Sjáið bara hvernig Mogganum var ætlað í dag að flytja gervifrétt af málinu:

  • Bretar, Hollendingar og Norðurlönd leggja þó enn áherslu á Icesave-málið innan AGS en ráðherrarnir telja þau ekki munu beita sér í stjórninni. „Við komum því skýrt á framfæri að það væri algjörlega ólíðandi að tvinna þessa endurskoðun saman við Icesave, það sjónarmið nýtur mikils stuðnings,“ segir Gylfi [Magnússon]. (Fréttin Líklega í gegn 16. apríl, á forsíðu Mbl. í dag.)

Og samt er það einmitt það, sem stjórvöld hér skrifuðu upp á: að tengja þetta tvennt í þessari 2. endurskoðun efnahagsáætlunar AGS um Ísland!!!

Sjáið hér refinn úr Þistilfirði, hvernig hann talaði í sömu frétt (leturbr. jvj):

  • Aðspurður vill Steingrímur þó ekki segja að efnahagsáætlunin sé, úr því sem komið er, óháð lausn Icesave-málsins. „Nei, það er nú því miður ekki hægt að segja það. Það er ekki svo að þetta hafi komið fyrirhafnarlaust,“ segir hann. Ekki megi taka neina sigra út fyrirfram. „Það er ekki hægt að draga þá víðtæku, altæku ályktun af þessu að tilvist Icesave-málsins sé hætt að trufla þetta mál til framtíðar, því miður.“ 

Þarna lætur hann eins og þetta sé EKKI nútíðar-vandamál, bara framtíðar, hugsanlega þá í þriðju endurskoðun AGS-tengdu lánanna. En það er rangt, og hann vissi það strax í gær og virðist hafa verið að blekkja lesendur Morgunblaðsins með þessu. Hvernig er annars hægt að skilja þær nánari fréttir, sem komu svo í Fréttablaðinu, Rúv og sjónvarpsfréttum kvöldins um leyniákvæði í samkomulagi ráðherrans við AGS þess efnis, að samið skuli um Icesave

Ráðherrann hefur þá svikið og blekkt þjóðina einu sinni enn. Slíkum manni er naumast stætt í embætti sem fulltrúa okkar gagnvart öðrum ríkjum, eftir að þjóðin hefur gefið þann vilja sinn skýrt til kynna, að hún viðurkenni alls ekki, að henni beri að borga neitt vegna Icesave-reikninga Landsbankans!

Það er því engin furða, að fjárlaganefndarmaðurinn Kristján Þór Júlíusson alþm. fari nú fram á, að fundur verði haldinn í nefndinni þegar þing kemur saman eftir helgi, um efnahagsáætlun Íslands með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, – "ekki síst í ljósi þess hvernig Steingrímur J. Sigfússon er að svara fyrir þetta samstarf við AGS núna," eins og hann segir í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins (sjá tengil hér neðst).

-------------------------

* Í stórri forsíðufrétt: 'Endurskoðun AGS ákveðin', þar sem segir í 7. línu og áfram (leturbr. jvj):

  • "Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst stjórn AGS hins vegar á að taka áætlunina fyrir eftir að íslensk stjórnvöld bættu inn í viljayfirlýsingu við sjóðinn að stefnt yrði að því að ljúka samningunum um Icesave sem fyrst, að því gefnu að viðunandi niðurstaða náist."

** Í frétt Rúv um þetta segir nánar af málinu (undirstr. jvj):

  • "Þetta sé hefðbundin endurnýjun samstarfsyfirlýsingarinnar og í henni felist svör Íslands við ákveðnum atriðum sem sjóðurinn hafi farið fram á. Þetta bréf Íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi hvorki verið borið fyrir Breta og Hollendinga til samþykktar eða synjunar. Bréfið hafi þó verið unnið í samstarfi við yfirstjórn Alþjóðagjaldeyrisjóðsins og með þeim fulltrúum innan hans sem hafi með málefni Íslands að gera. Þá vildi Steingrímur ekki upplýsa fréttastofu um það hvort í bréfinu séu einhver ákvæði um það hvenær og á hvaða forsendum samið verði um Icesave."

Leyndarhyggjan heldur áfram! Þessi maður hefur sannarlega eitthvað að fela!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fjárlaganefnd fundi um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ríkisstjórnin og þá sérstaklega Steingrímur Joð hafa ekki lengur umboð þjóðarinnar til að semja. Atkvæðagreiðsla 6. mars sá til þess.

Hve oft ætlar Steingrímur að láta gera sig afturreka í þessu máli?

Ragnhildur Kolka, 11.4.2010 kl. 10:20

2 Smámynd: Elle_

Nei, alveg örrugglega hafa þeir það ekki, Ragnhildur.  Steingrímur svífst einskis í Icesave.

Elle_, 11.4.2010 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband