Hver gaf Gylfa umboð til að agitera erlendis fyrir Icesave?

Um hvaða fjárfesta er Gylfi Magnússon að tala, menn sem hafi "áhuga á Íslandi," en áhyggjur af lánshæfi landsins? Er ekki rétt að hann upplýsi um það, í stað þess að flagga sífellt hræðslutaktík ætlaðri til að berja landsmenn undir Ísklafann?

Kínverjar hafa áhuga á byggingu álvers hér. Ekki halda einhverjar auka-míníprósentur á lánum ríkisins aftur af þeim að fjárfesta hér.

En nú stendur yfir markviss áróðursherferð Icesave-postula um nauðsyn þess að samþykkja ofurskuldina á herðar þjóðarinnar. Ólafur Stephensen og Magnús Orri Schram gengu fram í Fréttablaðinu með fráleitan málflutning, og það sama gera þar í dag Svavar Gestsson og Ólafur Darri Andrason hjá ASÍ. Þessir menn og stjórnvöld okkar í heild virðast ætla að keyra þjóðina í kaf á þessu máli, því að ekki er hún sammála þeim.

Núverandi ríkisstjórn hefur með mun eindregnari hætti spyrt sig og sína auðnu við þetta Icesave-lygaskuldarmál heldur en fyrri stjórnvöld. Hvorug höfðu þó lagalega heimild til þess sem þau (í svo mis-alvarlegum mæli) gerðu – og höfðu ekkert umboð til þess frá þjóðinni.

Nú hefur þessi sama þjóð, með 98,1% atkvæða þeirra, sem afstöðu tóku, gefið algert frat í lagasetningu 33 þingmanna hinn 30. desember, og munu fá, ef nokkur dæmi slíks í norðlægum löndum, enda hraðaukast óvinsældir ríkisstjórnarinnar og ekki sízt leiðtoga hennar. Í Gallupkönnun birtri sl. mánudag lýstu rúm 27% ánægju sinni með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, en 56% aðspurðra sögðust óánægð með störf hennar.

Er ekki kominn tími til að kannast við óvinsældir þessa meginstefnumáls ráðherranna?

Jón Valur Jensson


mbl.is Fjárfestar hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það voru því  miður við kjósendur sem gáfu (ekki þó Gylfa) umboð til að ráðskast með atkvæðin okkar, en það er ánægjulegt að heyra að fjárfestar, (Kínverjar) og kannski fleiri (Hollenskir flugáhugamenn! ) skuli vilja koma og reyna fyrir sér hér á landi með þeirra fjárfestingum og auknu fjárstreymi til landsins, vonandi verður þeim ekki úthýst með skít og skömm af blessuðum pólítíkusum okkar!

Guðmundur Júlíusson, 10.4.2010 kl. 01:35

2 identicon

Vittu til.

Bjarni Ármannsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 05:11

3 identicon

Sem betur fer er ég ekki með það á samviskunni að hafa kosið þessi fífl á þing.

Geir (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 17:31

4 Smámynd: Elle_

Þakka öllum fyrir að skrifa í síðuna. 

Elle_, 10.4.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband