22.3.2010 | 16:36
Skilyrðislaus uppgjöf í Icesave-máli?!
Slæmar eru fréttirnar enn einu sinni af Steingrími fjármálaráðherra. Nú segir hann* stjórnvöld "reiðubúin til að halda áfram viðræðum við Breta og Hollendinga um Icesave-málið án nokkurra skilyrða."
Á þetta að vera okkar varnarmaður í markinu?! Hann kastar frá sér þeim skilmálum eða viðmiðum, sem nýjasta viðræðunefndin setti fram í málinu. Nú verður að krefjast þess, að upplýst verði til fulls, hverjir þeir skilmálar voru. Ennfremur þarf að setja pólitískan og almennan þrýsting á þennan fjármálaráðherra, sem er svo ósýnt um að setja brezkum og hollenzkum stjórnvöldum stólinn fyrir dyrnar í gersamlega ólögvarinni kröfugerð þeirra á hendur Íslendingum, kröfugerð sem er ennfremur forsendulaus með öllu og byggð á afgerandi formgalla sem myndi fella hana fyrir hvaða rétti sem er, eins og Loftur Þorsteinsson, varaformaður Þjóðarheiðurs, hefur upplýst í nýjustu Morgunblaðsgrein sinni.
Hitt er Steingrími ótrúlega annt um: að "koma Icesave-viðræðunum aftur af stað," þótt fulltrúar íslenzka ríkisins ættu að hafna því alfarið að ræða við ráðamenn Bretlands og Hollands um málið, umfram allt af því að ekkert þessara þriggja ríkja er í rauninni réttur málsaðili að henni (sjá grein Lofts).
Í Staksteinum Morgunblasins sagði 16. þ.m. frá nýju viðtali við Steingrím J.:
- Sá segir að erfitt hafi verið að koma viðræðum við Breta og Hollendinga í gang á nýjan leik.
- Með öðrum orðum þá hafi íslenski fjármálaráðherrann verið að rembast við að koma lífi og þreki í kröfugerðarmenn eftir að íslenska þjóðin vankaði þá með vinki sínu. Það væri óneitanlega æskilegt ef Steingrímur færi að átta sig á í hvaða liði hann eigi að vera.
- Honum ætti að hafa stórlega létt þegar engin af hrakspám hans rættist í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Nú eru senn liðnir 3 mánuðir frá því lögunum var synjað og ekki ein einasta ógnarspá hans og Jóhönnu hefur ræst. Þvert á móti hafa öll þau merki sem borist hafa í kjölfar hennar verið í jákvæða átt.
- Er því ekki ágæt hugmynd að láta þessa andstæðinga okkar, Breta og Hollendinga, um að snúa sjálfum sér í gang. Það eru nefnilega ótal úrlausnarefni sem bíða þess að á þeim sé tekið hér á landi.
Orð að sönnu!
JVJ.
* Skv. Reuters-frétt frá Kaupmannahöfn og Mbl.is.
Setja engin skilyrði fyrir viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
Athugasemdir
Afhverju er ekki stofnað svipað átak og indefence um að skora á forsetann að leysa upp þingið og mynda utanþingsstjórn eða eitthvað annað, þingið og ríkisstjórnin eru bara ekki að virka sem skildi þessa dagana og eru bara að gera illt verra.
Geir (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 20:14
Við höfum ekki sömu stefnu og Indefence, Geir. Við höfum eina stefnu og það er 100% einörð stefna gegn ólöglegu Icesave-nauðunginni. Það verða aðrir að stofna þau samtök, sem þeir vilja, um aðrar stefnur en okkar. Indefence hefur ekki verið fullkomlega andvígt öllum Icesave viðræðum.
Elle_, 22.3.2010 kl. 21:59
Það er bagalegt þegar einhver sem er í samningaviðræðum gerir sér ekki grein fyrir stöðu sinni. Hann á þá á hættu að semja um lakari niðurstöðu en hann getur fengið.
Þetta er vel að orði komist í staksteinum. Hvaða hagsmuni hefur Ísland af því að koma viðræðum í gang um kröfur á hendur landinu?
Þjóð eða einstaklingur sem hefur kröfu eða ákæru á hendur annarri þjóð eða einstakling ber að sanna gildi kröfunnar fyrir dómstólum. Sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem ásakar, ekki hinum ásakaða.
Theódór Norðkvist, 22.3.2010 kl. 23:39
Já, Theódór. Íslenska ríkisstjórnin semur við handrukkara og án dóms og laga. Undarleg landstjórn.
Elle_, 22.3.2010 kl. 23:47
Kærar þakkir fyrir góð innlegg, Theódór og Elle, og fyrir tímabæra áréttinguna á afstöðu okkar í Þjóðarheiðri til þess sem Geir talaði um, Elle!
Við erum gersamlega óflokkspólitísk samtök hátt í 70 manna og kvenna!
Jón Valur Jensson, 23.3.2010 kl. 01:50
Góð vísa aldrei of oft kveðin; Hvaða hagsmuni hefur Ísland af því að koma viðræðum í gang um kröfur á hendur landinu? Við spyrjum,hvað gengur ríkisstjórn Íslands til? Ber hún seinna´úr býtum gjald
breytni fyrir sína;
Þá mun hennar vonskuvald
verða allt að dvína.
Eftir: Herdísi Andrésdóttur.
Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2010 kl. 02:18
Í þessu birtist góð trú Herdísar – og Helgu – á réttlætið og sigur þess.
Jón Valur Jensson, 23.3.2010 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.