"Áður en þjóðaratkvæðagreiðslan varð, var ekkert óskaplega langt á milli aðila"!

Þetta sagði Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í hádegisfréttum Rúv. ÞAÐ ER NEFNILEGA ÞAÐ! Þjóðin færði okkur lengra frá kröfum Breta, af því að hún kærir sig ekkert um þessa Icesave-samninga eða stefnu stjórnvalda í því máli. Samningsvilji Steingríms og Jóhönnu er ekki vilji þjóðarinnar, þvert á móti. Engu öðru en mótstöðunni hér heima fyrir, synjun forsetans og eindreginni niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar er það að þakka, að gjá hefur myndazt milli "samningsaðila".

Raunar eigum við alls ekki að semja um þetta mál. Samkvæmt skoðanakönnun MMR, sem birt var 8. marz, telja um 60% aðspurðra að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast kröfur Bretlands og Hollands.

Við í Þjóðarheiðri höfum einnig verið að vekja athygli á því, að brezka ríkið er alls enginn aðili Icesave-málsins í raun og veru! Það er komið í ljós eftir athuganir og upplýsingaöflun, sem meira á eftir að fréttast af hér á vefsíðu samtakanna.

En um þá frétt Mbl.is, 'Bretar jákvæðir í garð Íslands á fundum í London', sem tengill er á hér neðar, skrifar Ólafur Ingi Hrólfsson Moggabloggari: "Hvernig geta þeir verið annað þegar bæði forsætis- og fjármálaráðherra landsins (Íslands) eru í þeirra liði?" – Svo langt hefur þjónkunin við hið erlenda vald og ólögvarðar kröfurnar gengið, að mönnum dettur jafnvel annað eins í hug.

Jón Valur Jensson.

mbl.is Bretar jákvæðir í garð Íslands á fundum í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Svo virðist sem Jóhanna og co. ætli sér að troða þessum samningi yfir þjóðina hvað sem það kostar. Sama hversu mikið og hversu oft það kemur í ljós að íslenska þjóðin á ekki að borga þetta.

Ég er ekki að skilja hvað gengur á í kolli Árna. Hann og allt hans lið hagar sér þvert á vilja þjóðarinnar og það skiptir þeim engu hvað þjóðin segir.

Það vitlausasta og heimskasta við þetta allt saman hjá þeim er sú ákvörðun að standa gegn þessum vilja þjóðarinnar. Vegna þess að það var þjóðin sem kaus í þennan meirihluta á alþingi. Þetta segir okkur að fyrst að þau haga sér svona í þessu máli, þá geti þau hagað sér eins og þeim sýnist í öðrum málum, þ.e. farið gegn ótvíræðum vilja þjóðarinnar. Það er því engin lýðræðisstjórn á Íslandi, heldur einhverskonar ofríkis fjöl-einræðis ofur yfirvaldsstjórn. Sem erfitt er að skilgreyna hvað er.

Áfram Þjóðarheiður! NEI við Icesave!

Guðni Karl Harðarson, 24.3.2010 kl. 19:27

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þjóðin hefur aldrei greitt atkvæði um hvort við eigum að borga Icesave skuldina. Þjóðaratkvæðagreiðslan var um hvort samþ. Alþingis frá 30. des 2009 ætti að fá gildi eða ekki. Þjóðin kvað upp þann úrskurða að sú samþ skyldi úr gildi felld. Það er dapurlegt að þið virðist halda að þið getið komist upp með það að fara rangt með staðreyndir, það er tæplega hægt að eiga orðastað við þá sem lúta svo lágt

Sigurður Grétar Guðmundsson, 25.3.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband