Færsluflokkur: Kjaramál
28.5.2011 | 10:58
Ríkisstjórnin fórnaði almannahag í þágu erlendra fjármálaafla
- "Nú vita menn að allt sem Jóhanna Sigurðardóttir sagði um Icesave var úr lausu lofti gripið. Nú vita menn að hún samþykkti Svavarssamning sem henni var sagt að væri upp á 500 milljarða, án þess að lesa hann. Og hún bætti um betur því hún krafðist þess að þingmenn stjórnarflokkanna gerðu slíkt hið sama. Nú síðast fór hún á gosstöðvarnar eystra að skoða ösku úr Grímsvötnum og lofaði aðstoð, sem var ágætt. En svo kom á daginn í viðtali við sveitarstjórann á Hvolsvelli að hún er ekki enn búin að efna ársgömul loforðin vegna Eyjafjallajökuls og öskunnar úr honum.
- Eins og menn muna var eitt helsta kosningaloforð Jóhönnu fyrir síðustu kosningar að "slá skjaldborg um heimilin". Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, segir: "Skjaldborgin er slegin um fjármálakerfið." Og hún segir einnig: "Þetta vekur auðvitað mikla reiði og vonbrigði. Vinnubrögð stjórnvalda eru svo öfugsnúin.""
Þetta er úr Reykjavíkurbréfi Sunnudagsmoggans í dag (bls. 2223.) Í framhaldi er þar sagt frá því, hvernig "skjaldborgin [var] framseld kröfuhöfum gömlu bankanna" (orðalag Andreu), og því er lýst nánar með upplýsingum bréfritarans um það mál, byggðum á nýframkominni bankaskýrslu, sem Steingrímur J. Sigfússon hefur lagt kapp á að menn næðu sem minnstum skilningi á, en afhjúpar hann greinilega, eins og Ólafur Arnarson benti á í frægri Pressugrein fyrir réttri viku (sbr. einnig pistil undirritaðs um það í dag, 'Gaf Steingrímur J. "erlendum vogunarsjóðum skotleyfi á íslenzkt atvinnulíf og heimili"...').
Það fer ekki hjá því, að þrengt hafi að ríkisstjórninni vegna augljóss og verðskuldaðs ósigurs hennar í Icesave-málinu og vegna nýframkominna upplýsinga um þjónkun hennar við erlenda kröfuhafa, "hrægammana á Wall Street", eins og Ólafur Arnarson kallar þá.
Jón Valur Jensson.
Segir fjármálaráðuneytið ekki skilja lausafjárfyrirgreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.4.2011 | 17:05
Falsaðar upplýsingar um kostnað Icesave-samninganefnda?
Steingrímur hefur á Alþingi í dag svarað þeirri fyrirspurn Björns Vals sem hafði þann tilgang að tefja svör ráðherrans við fyrirspurnum Rúv og Mbl. fram yfir kosningar. (Sbr. Getur ekki sagt satt og HÉR!). Eitthvað vantar á, að öll kurl séu til grafar komin um kostnaðinn, því að þegar, fyrir mörgum vikum, voru komnar fram HÆRRI tölur en þær, sem hér má sjá (!):
- Steingrímur sagði að kostnaður við samninganefndina í Icesave-málinu hefði numið 369,2 milljónum króna. Þar af hefðu 132,5 milljónir farið til innlendra lögfræðiskrifstofa, 233,6 milljónir til erlendra lögfræðiskrifstofa og innlendur kostnaður væri 3,1 milljón. Inn í þessari tölu væri ekki kostnaður Alþingis við málið. Steingrímur bætti við að kostnaður við Icesave-samninganna á fyrri stigum væri 77,5 milljónir. (Mbl.is í dag.)
Um þetta var fjallað hér í grein 14. marz sl.:
Icesave-bruðlið: 230 milljónir til Icesave-III-samninganefndar og "sérfræðinga" hennar og enn meira til Iceave-ráðgjafa?
[Í þeirri grein segir m.a.:] Svo er að sjá af opinberum gögnum, þ.e. fjáraukalögum, sem samþykkt voru í desember. 246,3 milljónir til Hawkpoint (sjá HÉR!), 60 til Buchheits, 44 til stofu Lárusar Blöndal (Juris), 15 til Jóhannesar Karls Sveinssonar eða stofu hans, kannski ekki allt til þeirra sjálfra, en þetta eru háar upphæðir.
Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir fjárveitingu að upphæð 230 milljónir króna vegna samningaviðræðna og sérfræðiaðstoðar vegna Icesave-skuldbindinga (sjá nánar tengilinn hér fyrir neðan).
- Lögfræðistofa Lees Buchheit, Cleary, Gottlieb, Steen & Hamilton, fékk tæplega 60 milljónir króna greiddar á áðurnefndu tímabili. ... Lögmaður hjá lögfræðistofunni Ashurst var einnig fenginn til ráðgjafar, en þeirri stofu voru greiddar rúmlega 22 milljónir.
Sjá einnig þessa grein 13. marz sl.:
Þegar tölurnar hafa verið lagðar saman (sjá tilvísaðar greinar og heimildina sem þar er vísað til úr fjármálaráðuneytinu), er þetta orðið hátt á 5. hundrað milljóna króna. Það er allt annað en 369,2 milljónirnar sem Steingrímur talar um.
Við viljum líka fá SUNDURLIÐAÐAR TÖLUR, ekki bara heildartölur, og það er ekki sundurliðun, þótt Lee Buchheit verði talinn sér, Lárus Blöndal og hans stofa sér o.s.frv., heldur þarf að upplýsa, hvernig þær háu greiðslur skiptast niður, fyrir hvaða viðvik þær voru. Þeim mun fremur er eðlilegt að spyrja um þetta sem ljóst er, að þessi samningagerð var EKKI í þágu þjóðarinnar.
Jón Valur Jensson.
Kostnaðurinn nam 369 milljónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.4.2011 | 14:05
SA- og ASÍ-menn hætti að misbeita samtökum sínum!
Vilmundur Jósefsson hefði átt að segja af sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins í stað þess að leita endurkjörs. Þir Vilhjálmur Egilsson hafa misnitað SA í þágu ólögvarinna Icesave-krafna erlendra ríkissjóða, brutu jafnvel eigin reglur um framlög til "Áfram"-hópsins voru búnir að gefa það út áður, að hámarkið væri um 250.000 kr. til lögaðila, en sturtuðu einni milljón króna í óþurftarverkið, forsvarsmönnum ýmissa aðildarfyrirtækja SA til sárrar skapraunar.
Forstöðumenn SA studdi Icesave I og Icesave II, Vilhjálmir er á um 1,8 millj. kr. mánaðarlaunum og beitir sér gegn eðlilegum launahækkunum í fiskiðnaðinum, notar kvóta-"rétt" útgerðarmanna sem skrúfu á kjarasamninga og nú síðast misbeitir hann (raunar undir fölsku flaggi) áhrifum sínum á framgang eða endalyktir kjarasamninga í þágu Icesave-áhuga síns, en innantómt var það, því að Gyðlfi Arnbjörnsson upplýsti um, að enn stæði ýmislegt íoleyst í samningagerðinni og því eðlilegt að hún drægist fram yfir helgina, þótt hann hafi samt líka verið búinn að hlaupa á Icesave-lestina, áður en þetta kom upp úr honum í viðtali við Mbl. sem birtist í gær.
Gylfi hefur nú viðurkennt, að Icesave-afstaða sín sé bara persónulegt mat, ekki afstaða ASÍ sem slíks, enda bar hann aldrei sína afstöðu undir sína 120.000 umbjóðendur! Hvað veldur þessum "sinnaskiptum" hans að bakka svolítið í málinu? Jú, annaðhvort eru félagsmenn ASÍ farnir að kvarta hástöfum við leiðandi menn þar (m.a. á Ólafur Darri í hagdeild ASÍ sinn skerf af skömminni) ellegar að Gylfi sé þegar farinn að óttast ósigur jánkaranna á morgun og vilji fyrir fram lágmarka þrýsting og gagnrýni á sig þess vegna.
Jón Valur Jensson.
Vilmundur fékk 94% atkvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hún segir það ekkert leyndarmál, að Gylfi Arnbjörnsson er stuðningsmaður Jóhönnu Sigurðardóttur. Guðrún Jóhanna var í viðtalsþætti hjá Bjarka Steingrímssyni og Lúðvík Lúðvíkssyni. Þar kom ýmislegt skrýtið í ljós um VR.
Hún tók undir með Lúðvík, að Gylfi hefði brugðizt sínum skjólstæðingum, en Lúðvík orðaði það svo, að þar hefði Gylfi "mokað [Icesave-]flórinn" fyrir sína pólitísku samherja að sínum 120.000 félagsmönnum forspurðum.
Heyrt á Útvarpi Sögu í endurflutningi, en þátturinn hefur trúlega verið á dagskrá 4. apríl.
Jón Valur Jensson.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2011 | 00:13
SGSÍ-broddar, sem mæltu með Icesave-1 og 2, ofbjóða umbjóðendum sínum, verðskulda hallarbyltingu vegna Icesavestjórnar-þjónkunar
HINGAÐ OG EKKI LENGRA! Verkafólk í landinu á það ekki skilið að vera misnotað, gegnum félög sín, af forystubroddum og öðrum hálauna-starfsmönnum, s.s. Skúla Thoroddsen, í þágu Icesave-lygamaskínu SA og SI, sem þessir broddar eru oft í meira samneyti við heldur en sína almennu umbjóðendur. Að borga ólögvarða kröfu að upphæð 25233 milljarðar kr. eða allt að 400 milljörðum er ótrúleg ráðgjöf og stríðsyfirlýsing úr röðum verkalýðshreyfingarinnar og sýnir okkur fram á firringu forystunnar. Farið hefur fé betra, geta menn sagt, þegar þeir hafa hrist hana af sér!
Frétt á Mbl.is um yfirlýsingu Starfsgreinasambandsins spilar nú fram öllum gamalkunnu Icesave-1- og Icesave-2-hræðslurökunum úr sama ranni ...
Í VINNSLU
Minni á þessa grein hér, frá 4. fyrra mánaðar: Skúli Thoroddsen í Starfsgreinasambandinu reynir enn að misbeita áhrifum sínum. En dýpri úttekt á málflutningi Skúla bíður enn eftir rétta andartakinu til fullvinnslu.
Jón Valur Jensson.
Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 05:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2011 | 00:14
Armani-deildin undirbýr næstu kosningar
Það er of seint í rassinn gripið fyrir Sigmund Erni Rúnarsson og Róbert Marshall að láta líta svo út sem flokkur þeirra sé verkalýðsflokkur. Grófari árás á vinnandi fólk en glóðvolg, illa unnin, ólögmæt, stjórnarskrárbrjótandi og útrásarvíkinga-hyglandi löggjöf þessara sömu kumpána mun hvíla á þeim sjálfum eins og mara næstu áratugina, nema forsetinn bjargi þeim úr sinni eigin prísund.
Jón Valur Jensson.
Viðurstyggileg móðgun við landsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2011 | 22:12
Einbeittur brotavilji?
Hver skilur ákafa þingmanna ríkisstjórnarinnar við að reyna að svíkja yfir þjóðina enn einn drápsklyfjabaggann vegna upploginnar skuldar Icesave, sem á ekki að greiðast með neinum peningum öðrum en þeim sem hægt er að kreista út úr þrotabúi Landsbankans?
Og það í þriðja sinn eftir að stjórnvöld hafa verið rekin til baka tvívegis með handónýta samninga. Í seinna skiptið var það forsetinn og þjóðin sem sáu um rassskellinguna. Ekki verður betur séð en að um einbeittan brotavilja sé að ræða hjá ríkisstjórninni að svíkja yfir þjóðina skuldabagga sem öll lög, bæði alþjóðleg og innlend, segja að henni ber ekki að taka á sig.
Landsbankinn var einkabanki og samkvæmt kröfurétti ber þeim sem eiga inni ógreidda reikninga hjá einkafyrirtækjum í greiðsluþroti að beina kröfum sínum til þrotabúa umræddra fyrirtækja. Ekki til gömlu konunnar í næsta húsi, þó hún kunni að eiga eitthvert smá-sparifé.
Theódór Norðkvist.
Segir Icesavevinnu ganga vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bæta má við, að fjármálaráðherrann hyggst leggja 26,1 milljarðs króna álögur á þjóðina á þessu ári, fram hjá fjárlögum, allt vegna vegna Icesave (lesið um það HÉR!), og tekur fram um sama leyti, að ríkissjóður hafi ekkert svigrúm til kjarabóta fyrir launamenn með lausa samninga!
Ólögvarin krafa gamalla nýlenduvelda er þannig tekin fram yfir hag alþýðu!
Fylkjum liði gegn þessari Icesave-stjórn í mótmælunum á Austurvelli, þegar Alþingi tekur aftur til starfa, síðdegis á mánudaginn eftir helgi!
Jón Valur Jensson.