Færsluflokkur: Evrópumál
13.2.2013 | 00:09
Icesave-erindi
Íss er klafa á oss velti
ESB með háu gelti,
forsetans þá fremst var vörn
fyrir saklaus Íslands börn.
JVJ (sjá upprunalega gerð hér)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2013 | 07:23
Fjallað um þjóðarsigur í Icesave-máli
Glæsilega er fjallað um Icesave-niðurstöðu EFTA-dómsins og sögu málsins í Morgunblaðinu í dag, það er fullt af góðri greiningu, yfirliti, leiðaranum eitilhörðum, viðtölum o.fl., og ættu sem flestir að fá sér blaðið. Hér er ótvírætt um ÞJÓÐARSIGUR að ræða, þótt málsvarar stjórnvalda séu tregir til að nota slík orð og mæli gegn of mikilli gleði! Eins vill það fólk "ekki horfa aftur", og skyldi engan undra!! Orð og gerðir ríkisstjórnarsinna í því máli, um "greiðsluskylduna" og annað heimskulegt, mæla nú ekki beinlínis með þeim svo stuttu fyrir kosningar!
Hér á síðunni verður tekið á ýmsum þáttum þessa máls á dögunum sem í hönd fara. En meðal forvitnilegs efnis í Mbl. er upprifjun blaðamanns þar, Baldurs Arnarsonar, á hinum furðulega "Áfram-hópi" og stuðningi hans við Buchheit-samninginn. Í þessum frábæra vitsmunahópi voru m.a. Hjálmar Sveinsson, varamaður í borgarráði fyrir Samfylkingu, Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Guðmundur Steingrímsson, núv. formaður Bjartrar framtíðar, Gylfi Arnbjörnsson, þá sem nú forseti ASÍ, samfylkingarþingmennirnir Oddný Harðardóttir og Skúli Helgason og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar (sem einnig er ESB-maður, þótt það komi ekki fram í fréttinni).
Þá segir Baldur í sömu frétt* frá mælingu ungra jafnaðarmanna (á vefsíðu þeirra) á því, hve miklu Ísland væri að tapa á því að gera ekki Icesave-samninginn árið 2011! Á "stundaklukku" voru þeir endemis-ratar komnir upp í 2770 milljarða króna áætlaðan "fórnarkostnað" af því að hafna Buchheit-samningnum (70% meira en þjóðartekjur 2011)!!! Við vitum nú betur!
* Bara fyrirsögn og undirfyrirsagnir þessarar greinar á bls. 4 ættu að vekja athygli:
"Já-hópar lokuðu vefsíðum sínum
• Áfram-hópurinn vildi samþykkja Icesave-samning í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni • Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga studdi hópinn • Ungir jafnaðarmenn voru sama sinnis • Settu upp skuldaklukku"
Já, það mætti halda að þessir ungu jafnaðarmenn hafi beðið dómsdags fyrir íslenzkt efnahagslíf og endaloka lýðveldisins! Í gær fengu þeir að sjá hinn réttláta dóm, og hann skar úr um sakleysi þjóðarinnar í þessu máli og alls enga greiðsluskyldu!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Þjóðarsigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.1.2013 | 18:39
Óviðeigandi og varasöm íhlutun fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenzk hagsmunamál
Vorum við ekki orðin laus við þennan Rozwadowski frá Íslandi, sendifulltrúa AGS?!
Þykir honum það í alvöru viðeigandi að vera með yfirlýsingar um verstu (frekar en beztu) hugsanlegu niðurstöðu EFTA-dómstólsins um Icesave-málið, meðan dómararnir eru að bræða sig saman um endanlegan úrskurð?
Er hann að reyna að hafa áhrif í þá átt, fyrir vini sína Breta og Hollendinga, að láta dómstólinn álykta sem svo, að það sé ekki sök sér að skella á 4. hundrað milljarða á Íslendinga, af því að það sé "ekki nema um 20% af landsframleiðslu" og af því að hr. Rozwadowski gefur recept, ef ekki bevís upp á það, að íslenzkt samfélag myndi þola það?
Hvort sem orð hans gætu haft hér áhrif, er augljóst, að hann var ekki að tala þarna fyrir íslenzkum hagsmunum og að slettirekuháttur er þetta og ekkert annað og manninum sæmst að taka pokann sinn í kvöld frekar en fyrramálið.
En eins og áður hefur komið fram hér og eins í afar góðum greinum Sigurðar Más Jónssonar viðskiptablaðamanns, sem og InDefence-manna, er málstaður íslenzka ríkisins og skattgreiðenda í Icesave-málinu bæði góður og lögvarinn, og vonandi geta engin utanaðkomandi afskipti haft áhrif á það -- né á okkar huglausu stjórnvöld.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ísland mun standa af sér slæma niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2012 | 11:32
Icesave-málið komið í EFTA-dóminn
Menn eru hvattir til að lesa afar upplýsandi pistla Sigurðar Más Jónssonar um Icesave-málið og EFTA-dómstóls-fyrirtökuna, þar sem Skúli Magnússon telur niðurstöðu að vænta eftir 2-3 mánuði. Sigurður Már ritar reglulega pistla um málið á viðskiptasíðu Mbl.is og var viðstaddur málflutninginn nú í vikunni. Hér eru pistlar hans um málið (opnir öllum að lesa):
Nýjustu pistlar
jvj
8.9.2012 | 16:24
Afar upplýsandi skrif um Icesave-málið
Áfram heldur Sigurður Már Jónsson viðskiptablaðamaður, höfundur bókarinnar um Icesave-málið, að birta merkar rannsóknargreinar um stöðu Icesave-málsins almennt og í EFTA-dómstólnum. 2. grein hans: Gat Ísland borgað Icesave, birtist nú í vikunni, á viðskiptasíðu Mbl.is, og eru allir hvattir til að lesa hana.
Hér eru tvær klausur úr þessari athyglisverðu grein hans, sem kemur þó inn á miklu fleiri spennandi atriði:
- Málsókn ESA byggir í raun á því að íslenska ríkið hefði þurft að leggja tryggingasjóðnum til peninga ef eignir hans dugðu ekki til. Íslensk stjórnvöld telja að enga slíka skyldu sé að finna í tilskipuninni og ekkert ríki gerir ráð fyrir slíkum skuldbindingum. Ef þær skyldur væru til staðar hefur nú verið reiknað út að í bankahruni yrði kostnaður Evrópusambandsríkja að meðaltali 83% af landsframleiðslu þeirra. Hugsanlega hefði íslenska ríkið geta farið þá leið að prenta krónur og nota þær. Ólíklegt er að innstæðueigendur hefðu sætt við slíkt auk þess sem efnahagur íslenska ríkisins bauð ekki upp á slíkt.
- Því má taka undir þau rök íslenska ríkisins að lögskýring ESA myndi í alvarlegri kreppu leiða til hættu á greiðsluþroti ríkja og samfélagslegs uppnáms í kjölfar þess eins og áður var vikið að með gjaldeyrisforðann. Lögskýringin er þess vegna í beinni andstöðu við reglur EES-réttar um að lög eigi að vera skýr og beiting þeirra fyrirsjáanleg, enda hvergi minnst á ábyrgð ríkja í innstæðutryggingatilskipuninni sjálfri eins og rakið er í svari íslenska ríkisins.
Greinin er opin öllum að lesa á Mbl.is, og nú ættu menn að bregða sér þangað og sjá hans sterku rök, sem nánar verður fjallað hér um síðar. Ef menn kunna jafn-vel að meta skrif hans og undirritaður og aðrir hér í Þjóðarheiðri, ættu þeir að kynna hana sem víðast, t.d. með Facebókar-tengingu og meðmælum.
Frá 1. grein Sigurðar Más í þessum greinaflokki um Icesave var sagt hér um daginn (Vönduð úttekt á málefnastöðu Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum), og í þriðju greininni, sem birtist væntanlega á næstunni, hyggst hann "reyn[a] að meta hvort nokkur skylda hvíldi á íslenska ríkinu að greiða innstæður til erlendra viðskiptavina bankanna."
JVJ.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigurður Már Jónsson, reyndur viðskiptablaðamaður, höfundur bókarinnar um Icesave-málið, birti í gær á Mbl.is merka grein sem verðskuldar mikla athygli. Hún er hér meðal pistla hans: Málstaður Íslands í Icesave-málinu.
Mikill fengur er að því, að Sigurður Már, einn alfróðasti maður á þessu sviði, tekur þessi mál til grandgæfilegrar athugunar og hyggst halda því áfram; nú gilda ekki lengur yfirborðslegar og "auðveldar" fljótfærnis-ályktanir eða fullyrðingar ýmissa sem hafa ekki tekið sér tíma í að rannsaka forsendur, dómafordæmi, verklag og reglur sem hér liggja til grundvallar afgreiðslu EFTA-dómstólsins á málum; hér geta þeir séð, að öðruvísi er í pottinn búið um ýmislegt sem þeir höfðu gefið sér að væri með allt öðrum hætti en það er í raun.
Meðal athyglisverðra hluta, sem hann nefnir, er að "hafa verður í huga að Icesave-málið er einstakt og ótvírætt stærsta mál sem komið hefur fyrir EFTA-dómsstólinn." - Forsagnarspá og hræðslutal sumra um niðurstöðuna fyrir fram byggist því engan veginn á neinni ótvíræðri, fyrirliggjandi reynslu um úrlausn mála af þessu tagi.
En endilega lesið GREININA SJÁLFA, hún fer skemmtilega fróðlega í saumana á þessum málum og þó af fullri festu og alvöru.
JVJ.
Sigurður Már Jónsson, reyndur viðskiptablaðamaður, höfundur bókarinnar um Icesave-málið, birti í gær á Mbl.is merka grein sem verðskuldar mikla athygli. Hún er hér meðal pistla hans: Málstaður Íslands í Icesave-málinu.
Mikill fengur er að því, að Sigurður Már, einn alfróðasti maður á þessu sviði, tekur þessi mál til grandgæfilegrar athugunar og hyggst halda því áfram; nú gilda ekki lengur yfirborðslegar og "auðveldar" fljótfærnis-ályktanir eða fullyrðingar ýmissa sem hafa ekki tekið sér tíma í að rannsaka forsendur, dómafordæmi, verklag og reglur sem hér liggja til grundvallar afgreiðslu EFTA-dómstólsins á málum; hér geta þeir séð, að öðruvísi er í pottinn búið um ýmislegt sem þeir höfðu gefið sér að væri með allt öðrum hætti en það er í raun.
Meðal athyglisverðra hluta, sem hann nefnir, er að "hafa verður í huga að Icesave-málið er einstakt og ótvírætt stærsta mál sem komið hefur fyrir EFTA-dómsstólinn." - Forsagnarspá og hræðslutal sumra um niðurstöðuna fyrir fram byggist því engan veginn á neinni ótvíræðri, fyrirliggjandi reynslu um úrlausn mála af þessu tagi.
En endilega lesið GREININA SJÁLFA, hún fer skemmtilega fróðlega í saumana á þessum málum og þó af fullri festu og alvöru.
JVJ.
Sigurður Már Jónsson, reyndur viðskiptablaðamaður, höfundur bókarinnar um Icesave-málið, birti í gær á Mbl.is merka grein sem verðskuldar mikla athygli. Hún er hér meðal pistla hans: Málstaður Íslands í Icesave-málinu.
Mikill fengur er að því, að Sigurður Már, einn alfróðasti maður á þessu sviði, tekur þessi mál til grandgæfilegrar athugunar og hyggst halda því áfram; nú gilda ekki lengur yfirborðslegar og "auðveldar" fljótfærnis-ályktanir eða -fullyrðingar ýmissa sem hafa ekki tekið sér tíma í að rannsaka forsendur, dómafordæmi, verklag og reglur sem hér liggja til grundvallar afgreiðslu EFTA-dómstólsins á málum; hér geta þeir séð, að öðruvísi er í pottinn búið um ýmislegt sem þeir höfðu gefið sér að væri með allt öðrum hætti en það er í raun.
Meðal athyglisverðra hluta, sem hann nefnir, er að "hafa verður í huga að Icesave-málið er einstakt og ótvírætt stærsta mál sem komið hefur fyrir EFTA-dómsstólinn." - Forsagnarspá og hræðslutal sumra um niðurstöðuna fyrir fram byggist því engan veginn á neinni ótvíræðri, fyrirliggjandi reynslu um úrlausn mála af þessu tagi.
En endilega lesið GREININA SJÁLFA, hún fer skemmtilega fróðlega í saumana á þessum málum og þó af fullri festu og alvöru.
JVJ.
Sigurður Már Jónsson, reyndur viðskiptabaðamaður, höfundur bókarinnar um Icesave-málið, birti í gær á Mbl.is merka grein sem verðskuldar mikla athygli. Hún er hér meðal pistla hans: Málstaður Íslands í Icesave-málinu.
Mikill fengur er að því, að Sigurður Már, einn okkar alfróðasti maður á þessu sviði, tekur þessi mál til grandgæfilegrar athugunar og hyggst halda því áfram; nú gilda ekki lengur yfirborðslegar og "auðveldar" fljótfærnis-ályktanir eða -fullyrðingar ýmissa sem hafa ekki tekið sér tíma í að rannsaka forsendur, dómafordæmi, verklag og reglur sem hér liggja til grundvallar afgreiðslu EFTA-dómstólsins á málum; hér geta þeir séð, að öðruvísi er í pottinn búið um ýmislegt sem þeir höfðu gefið sér að væri með allt öðrum hætti en það er í raun.
Meðal athyglisverðra hluta, sem hann nefnir, er að "hafa verður í huga að Icesave-málið er einstakt og ótvírætt stærsta mál sem komið hefur fyrir EFTA-dómsstólinn." - Forsagnarspá og hræðslutal sumra um niðurstöðuna fyrir fram byggist því engan veginn á neinni ótvíræðri, fyrirliggjandi reynslu um úrlausn mála af þessu tagi.
En endilega lesið GREININA SJÁLFA, hún fer skemmtilega fróðlega í saumana á þessum málum og þó af fullri festu og alvöru.
JVJ.
29.4.2012 | 00:53
Að gefnu tilefni um Icesave-mál
Varðandi Icesave er ekki unnt að verja Sjálfstæðisflokkinn, enda gengu ýmsir, þ. á m. undirritaður, úr honum vegna slakrar frammistöðu hans þar. Hitt mátti Árni Mathiesen eiga, að ekki laut hann ógnar- og kúgunarvaldi Evrópusambandsins, Breta og Hollendinga, þegar hann neitaði að taka þátt í skyndi- og sýndarréttarhöldum gerðardóms á vegum þessara ofsækjenda okkar, þ.m.t. Evrópusambandsins. Sá gervi-gerðardómur var eins dags afgreiðsla málsins haustið 2008.
Mjög er líklegt, að Evrópusambandið reyni að vísa til þess ólöglega skipaða gerðardóms í málshöfðun sinni fyrir EFTA-dómstólnum nú og fram á sumarið, en sá dómstóll getur ekki skikkað Íslendinga til að borga eitt né neitt. Málið, hvað meintar bótakröfur varðaði, yrði endanlega í höndum Hæstaréttar Íslands, sem skoða myndi Icesave-málið út frá miklu fleiri forsendum en fordómafullir ESA-ásakendur og Breta- og Hollendinga-verjandi* Evrópusamband gera frammi fyrir EFTA-dómstólnum.
Svo má ekki gleyma hlut Samfylkingarmannanna Björgvins G. Sigurðssonar og Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, í Icesave-málinu löngu fyrir bankahrunið.
* Þar er ekki átt við brezka og hollenzka borgara, heldur brezka ríkið og það hollenzka -- og stjórnmálastéttirnar sem varð svo illilega á í því máli.
(Þetta er að verulegu leyti partur af innleggjum vegna umræðu á vefsíðu Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttur.)
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)