15.3.2011 | 15:22
Jón Gnarr – barnið í ESB-ævintýrinu
Jón Gnarr er eins og barnið í ævintýrinu, sem segir sannleikann, en hans "sannleikur" er þessi: "Mig langar í ESB-sleikipinna; þess vegna er ég til í að taka áhættu á tilbúinni þjóðarskuld upp á allt að 2400 milljörðum króna eða meira." Sjálfur kemst hann þannig að orði um þessa einföldu hugsun sína:
- Ef Íslendingar hafna Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni 8. apríl blasa grafalvarlegar afleiðingar við þjóðinni, segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við austurrísku fréttastofuna APA. Jón, sem staddur er í Vínarborg, sagði að yrði samkomulaginu hafnað gæti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu runnið út í sandinn og stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fallið.
Jón hefur líklega ekki frétt af því, hvernig Þjóðverjar eru farnir að tala um þá smáu í ESB; fjölmiðlar þar tala um "ósigur dverganna" á leiðtogafundi ESB-ríkja um síðustu helgi. "Dvergarnir" eru smærri ríkin og fátækari eins og Írar, Portúgalir og Grikkir, en Þjóðverjar hinir ráðandi Angela Merkel hafði sitt fram á fundinum, að nú fái "Brussel aukið vald yfir fjárlögum ríkja á evrusvæðinu, sem og yfir skattamálum og lífeyrismálum í einstökum aðildarríkjum," eins og sagt er í leiðara Mbl. um þetta mál í dag (Enn eitt skref stigið [þ.e. "til að þoka ESB nær þjóðríki og fjær sambandi ríkja"]).
Nú er Jóni Gnarr frjálst að hafa sína drauma og við hér í Þjóðarheiðri tökum ekki afstöðu til ESB, nema hún snerti Icesave. En hann hugsar það upphátt, sem Samfylkingin hvíslar helzt í leyndum: að verðið, sem þau eru fús til að gjalda fyrir ESB-inngöngu, er ólögvarði Icesave-pakkinn. Þetta eru þau reiðubúin að gera, þótt það kljúfi þjóðina í herðar niður, og leggja síðan Ísklafann á sömu herðar.
Þetta er ennfremur að láta tilganginn (ESB-innlimun) helga illt meðal (Icesave), en það er mönnum aldrei siðferðislega heimilt.
Jón Gnarr ætti að ganga í þann félagsskap, sem Ívar Páll Jónsson var að stinga upp á í frábærum pistli í Mbl. í dag: Borgið þetta þá sjálf. Þar leggur hann til, að þeir 109.471, sem skv. skoðanakönnun Gallup segja "já!" við Icesave-III, borgi þetta bara sjálfir þeir eigi ekki að geta ætlazt til þess af öðrum. Þetta sé hvort sem er svo lítil upphæð og áhættulaus að mati þessara jáara.
Jón Gnarr er einn af þeim og hefur alveg efni á þessu, hlýtur hann að telja og fær örugglega ekki of lítið greitt úr borgarsjóði fyrir sitt vinnuframlag; hann er á ráðherralaunum.
En það er nýr flötur á Jóni Gnarr, ef hann er skyndilega orðinn hagfræðilegur spámaður, gott ef ekki með lögmannsráðgjöf líka, í sambandi við áhrifin af höfnun Icesave-ólaganna eins og það eru nú fáir dagar síðan hann í útvarpi "viðurkenndi að hann vissi ekkert um Icesave-málið og vegna tímaskorts þyrfti hann Icesave-kynningu fyrir dummies" sjá hér: Jón Gnarr og Icesave fyrir dummies, og fjöruga umræðu þar á eftir.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Bölsýnn borgarstjóri í Vín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.3.2011 | 05:33
Girnilegur Moggi gleður Icesave-andstæðinga
Þannig er hann í dag. Í 1. lagi er þar glæsigrein eftir Ívar Pál Jónsson, 'Borgið þetta þá sjálf'. Pistlarnir á leiðarasíðunni gerast varla betri en þessi. Í 2. lagi: '9 sinnum nei' e. Guðm. Franklín Jónsson. 3.: Friðrik Theódórsson: 'Atlögur Breta og eðlileg samskipti þjóða'. Allt frábær skrif, sem undirritaður las með mikilli ánægju og aðdáun á rökleikni höfundanna og þekkingu.
Svo er þarna lærdómsríkur leiðari um tíðindaverða samþykkt leiðtogafundar ESB um síðustu helgi að stíga "enn eitt skref ... til að þoka ESB nær þjóðríki og fjær sambandi ríkja"; það mál kemur reyndar ekki Icesave við, þótt frasagnarvert sé.
En í fyrrnefndar vopnasmiðjur geta menn farið og fundið sér rök við hæfi í baráttunni fyrir hag Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslunni eftir 25 daga.
Jón Valur Jensson.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2011 | 18:40
Sjálfsdæmi í milliríkjadeilu er óþekkt í mannkynssögunni
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að Ísland setji nýtt heimsmet í undirlægjuhætti. Icesave-III gerir ekki bara ráð fyrir afsali lögsögu landsins, heldur er nýlenduveldunum fært sjálfsdæmi um allt það sem Icesave-málið varðar.
Í Icesave-III er sett ákvæði sem beinlínis hafnar »því sem er réttlátt og sæmandi« (Ex aequo et bono). Jafnframt er dómurum gerðardómsins bannað að sýna linkind (amiable compositeur) vegna »erfiðra og fordæmislausra aðstæðna Íslands«.
Með öðrum orðum þá er dómurum gerðardómsins í Haag gert að fylgja lögsögu Bretlands (Hollands) hvað sem líður réttlæti, sæmd eða mannúð. Dæmigert ákvæði er eftirfarandi:
- »Gerðardómurinn skal kveða upp úrskurð sinn í samræmi við lög Bretlands, en ekki sem amiable compositeur eða ex aequo et bono.«
Samningarnir um Icesave-III eru því í fullkominni andstöðu við Brussel-viðmiðin. Viðmiðin voru árangur fundar í Brussel 16. nóvember 2008. Evrópusambandið gaf þar skýr fyrirheit, sem ríkisstjórn Íslands ætlast nú til að landsmenn hafi að engu. Brussel-viðmiðin skyldu lögð »til grundvallar frekari viðræðum«
- Tilskipunin um innistæðutryggingar var felld eðlilega inn í Íslendska löggjöf í samræmi við EES-samninginn.
- Tekið skal tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
- Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahags-svæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þessar stofnanir.
Er annað hægt að gera en að hafna Samningaleið ríkisstjórnarinnar ? Íslendingar hafa engin áform um að gefa nýlenduveldunum sjálfdæmi í Icesave-málinu. Svar landsmanna í þjóðaratkvæðinu 09. apríl 2011 hlýtur að verða það sama og í þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010, það er að segja: NEI !
Loftur Altice Þorsteinsson.
![]() |
Steingrímur vill byggja á krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2011 | 03:48
Icesave-bruðlið: 230 milljónir til Icesave-III-samninganefndar og "sérfræðinga" hennar og enn meira til Iceave-ráðgjafa?
Svo er að sjá af opinberum gögnum, þ.e. fjáraukalögum, sem samþykkt voru í desember. 246,3 milljónir til Hawkpoint (sjá HÉR!), 60 til Buchheits, 44 til stofu Lárusar Blöndal (Juris), 15 til Jóhannesar Karls Sveinssonar eða stofu hans, kannski ekki allt til þeirra sjálfra, en þetta eru háar upphæðir.
Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir fjárveitingu að upphæð 230 milljónir króna vegna samningaviðræðna og sérfræðiaðstoðar vegna Icesave-skuldbindinga (sjá nánar tengilinn hér fyrir neðan).
- Lögfræðistofa Lees Buchheit, Cleary, Gottlieb, Steen & Hamilton, fékk tæplega 60 milljónir króna greiddar á áðurnefndu tímabili. ... Lögmaður hjá lögfræðistofunni Ashurst var einnig fenginn til ráðgjafar, en þeirri stofu voru greiddar rúmlega 22 milljónir.
Fórnfús sjálfboðaliðavinna eða hvað?
- Sumir samninganefndarmanna hafa undanfarið orðið við beiðnum hópa um að kynna innihald nýjasta Icesave-samningsins sem kosið verður um í byrjun næsta mánaðar. Þetta hafa þeir gert án aðkomu eða launagreiðslu frá hinu opinbera, að sögn Jóhannesar Karls Sveinssonar, eins nefndarmanna. (Mbl.is)
Hversu líklegt er það, að þetta hafi ekki verið "með í pakkanum", þegar ráðið var í störfin? Hve líklegt er, að þegar menn losna úr vinnutörn, þá hlaupi þeir beint í að agitera ókeypis fyrir stjórnvöld? Er ekki yfirleitt margt annað sem kallar að hjá starfandi mönnum, þegar strangri vinnutörn er lokið, bæði fjölskyldan og önnur verkefni, sem urðu að bíða á meðan?
Það er þegar komið fram, að Lárus L. Blöndal hefur unnið dögum saman að margvíslegri "kynningu" á eða beinum og óbeinum áróðri fyrir Iceave-III-samningunum. Svo hart hefur hann gengið fram í þessu, að vekur furðu margra sem vissu um hans eldri viðhorf í málinu.
Jón Valur Jensson.
Endurbirt hér af vef höf., með smá-viðauka í byrjun greinar og fyrirsögn.
![]() |
Hundruð milljóna króna í kostnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2011 | 22:01
Bréf Samstöðu til Sigmars Guðmundssonar með alvarlegum ábendingum um rangfærslur og sitthvað sem betur mátti fara í Kastljóss-viðtali við Lárus Blöndal
Vegna viðtals sem þú tókst við Lárus Blöndal í Kastljósi 02. marz 2011 viljum við félagar í Samstöðu þjóðar gegn Icesave koma á framfæri athugasemdum er varða Icesave-málið. Að okkar mati hallar Lárus gróflega réttu máli og viljum við rökstyðja það álit með nokkrum orðum. Jafnframt bendum við á skyldur RÚV að »gæta fyllstu óhlutdrægni« og »veita hlutlæga fréttaþjónustu«.
Samstaða þjóðar gegn Icesave stóð fyrir undirskriftasöfnuninni á kjósum.is, þar sem yfir 40.000 manns gengu til liðs við okkur. Markmið Samstöðu þjóðar gegn Icesave er að Icesave-kröfum Bretlands og Hollands verði hafnað.
Virðingarfyllst,
Samstaða þjóðar gegn Icesave.
[ath.: Þetta verkefni var falið eftirfarandi hópi innan Samstöðu (innskot hér, jvj):]
Loftur Altice Þorsteinsson hlutverk@simnet.is
Helga Þórðardóttir helgath@hive.is
Jón Valur Jensson jvjensson@gmail.com
Gústaf Adolf Skúlason gustaf@99design.net
Borghildur Maack bjon@islandia.is
Baldur Ágústsson baldur@landsmenn.is
Sigurbjörn Svavarsson s.svavarsson@gmail.com
Athugasemdir Samstöðu þjóðar gegn Icesave:
1. Lárus Blöndal hefur haldið því fram að lögsaga Íslands væri varin með Icesave-samningum-III. Ekkert gæti verið fjær sanni, því að í flestum samningunum 10 sem þjóðinni hafa verið færðir undir heitinu Icesave-III eru ákvæði sem afsala lögsögu landsins fullkomlega. Dæmigert ákvæði af þessu tagi er eftirfarandi:
»Lögsaga og réttarframkvæmd. Þessi samningur og öll atriði, kröfur eða deilur sem rísa kunna vegna hans eða í tengslum við hann, hvort sem um er að ræða samningsbundin atriði eða ósamningsbundin, skulu lúta lögum Bretlands og vera túlkuð samkvæmt lögum Bretlands.«
2. Lárus Blöndal gefur í skyn að gjaldeyrishöftum verði viðhaldið um langa hríð, vegna þess að annars fari hagkerfið úr skorðum. Af þessu leiði að gjaldeyrisáhætta sé lítil á Icesave-samningunum. Á það má benda að gjaldeyrishöft eru brot á EES-samningnum og því geta Bretland og Holland kollvarpað þeim með litlum fyrirvara. Staðreynin er sú að eina brotið sem Ísland hefur framið gegn EES-samningnum er gjaldeyrishöftin. Stór áhætta liggur í að þessi höft við frjálst fjármagnsflæði verði afnumin og það getur hæglega skeð ef Icesave-lögin verða samþykkt á þjóðaratkvæðinu 09. apríl.
3. Ef Icesave-lögin verða samþykkt, munu tugir milljarða verða greiddir strax og er sú greiðsla skilgreind sem áfallnir vextir. Ekki mun króna af þessum milljörðum verða endurgreidd úr þrotabúi Landsbankans. Raunar munu engir vextir verða endurgreiddir, né innifaldir í endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans, verði Icesave-lögin samþykkt.
4. Lárus og aðrir starfsmenn ríkisins tala um góðar heimtur úr þrotabúi Landsbankans, en samt vildiBretland og Holland ekki taka þá áhættu að bíða eftir uppgjöri þrotabúsins. Ef það er svo að þrotabúið mun eiga fyrir forgangskröfum, væri þá ekki ráð að bíða með Icesave-samningana þangað til það er komið í ljós ? Ef lögsögu Íslands verður afsalað með Icesave-lögunum, er verulegar líkur að forgangskröfum samkvæmt Neyðarlögunum verði hafnað og þá skipta heimtur úr þrotabúinu engu máli, þar verður lítið til skiptanna.
5. Ef Icesave-lögin verða samþykkt í þjóðaratkvæðinu 09. apríl 2011, má óttast að Neyðarlögin verði afnumin af hinum Hollendska dómstóli sem mun dæma eftir lögum Bretlands en ekki Íslands. Forgangsröð kröfuhafa við gjaldþrot er mjög mismunandi eftir löndum. Afsal lögsögunnar með samþykkt Icesave-samninganna yrðu stórkostleg mistök, sem ekki munu einungis afsala lögsögu Íslands yfir Neyðarlögunum, heldur einnig Gjaldþrotalögunum ásamt Innistæðu-tryggingalögunum.
6. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa með loðnu orðalagi talað um ákveðnar líkur fyrir hinu og þessu varðandi Icesave-samningana. Hins vegar er hægt að sýna framá að líkur fyrir ákæru ESA fyrir EFTA-dómstólnum eru hverfandi. Þótt komi til ákæru eru óverulegar líkur fyrir sakfellingu EFTA-dómstólsins. Þá er eftir að fara með málið fyrir héraðsdóm og Hæstarétt. Að Hæstaréttur dæmi almenning á Íslandi til sektargreiðslu vegna gjaldþrots einkabanka er nánast fjarstæðukennt. Þegar allur þessi ferill er skoðaður saman, er hægt að færa stærðfræðileg rök fyrir því að útilokað er að sektardómur bíði Íslendinga, þótt Icesave-lögunum verði hafnað.
7. Stór hluti af eignum þrotabús Landsbankans er 310 milljarða króna skuldabréf sem NLB er greiðandi að. Tilurð þessa skuldabréfs er mörgum undrunarefni og aðkoma ríkissjóðs að útgáfu þess hefur ekki verið upplýst. Skuldabréfið mun upphaflega hafa verið að nafnverði 280 milljarðar, en með vöxtum og gengistryggingu er það komið í 310 milljarða. Þetta skuldabréf er tryggt með skuldabréfum Íslendskra félaga og það getur því ekki talist mjög traust. Ef skuldabréfið er með beinni eða óbeinni bakábyrgð ríkisins, er það ekki bara ótraustur pappír heldur tifandi tímasprengja fyrir ríkissjóð.
8. Ítrekað hefur verið tilkynnt um seinkun á útgreiðslum úr þrotabúi Landsbankans og núna til 01. ágúst 2011. Mjög líklegt er að frekari seinkanir verði og uppgjör bankans gæti tekið mörg ár í viðbót. Samkvæmt Icesave-lögunum verða allan þann tíma reiknaðir vextir sem nema tugum ef ekki hundruðum milljóna. Þessir vextir verða einungis greiddir ef Icesave-lögin verða samþykkt. Hins vegar ef Icesave-lögin verða felld og hið ómögulega skeður að Hæstiréttur dæmi almenning til að greiða kröfur Bretlands og Hollands, þá verða vextir ekki greiddir langt aftur í tímann og líklega engir vextir.
9. Fram kom hjá Lárusi að Landsbankinn hefur ekki hafnað kröfum vegna heildsöluinnlána. Þetta gerðu hins vegar þrotabú Glitnis og Kaupþings. Nú er rekið kröfumál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem reynt er að hnekkja Neyðarlögunum og fá heildsöluinnlánin viðurkennd sem forgangskröfur. Þetta mun örugglega ekki takast á meðan lögsaga Íslands gildir. Hins vegar um leið og lögsögunni er afsalað með samþykkt Icesave-laganna, munu Neyðarlögin ekki halda. Raunar munu kröfuhafarnir strax drífa sig til Haag og reka mál sitt undir lögsögu Bretlands .
10. Rangfærslur eru hafðar uppi um áminningarbréf ESA frá 26. maí 2010. Þær áminningar voru að lang mestu leyti dregnar til baka í úrskurði ESA frá 15. desember 2010. Þar voru Neyðarlögin til meðferðar og úrskurðað um tvö atriði: a) Forgangur innistæðueigenda og b) Framkvæmd FME á yfirfærslum úr gömlu bönkunum yfir í þá nýgju. ESA úrskurðaði að engin samningar, lög eða tilskipanir hefðu verið brotin. Enginn ágreiningur er því um að neyðarlögin munu halda, en samt er hótunum haldið áfram um mismunun innistæðu-eigenda, innan lands og utan. Allt er þetta mál í uppnámi ef lögsögunni verður afsalað með Icesave-lögunum.
11. Neyðarlögin fjölluðu um tvö atriði, a) Stofnun nýrra banka og b) Forgang krafna frá innistæðu-eigendum í þrotabú banka . Af hótunum ESA stendur bara eftir hugsanleg mismunum innlendra og erlendra innistæðu-eigenda. Gegn þessum hótunum er hægt að tefla sterkum rökum og má nefna eftirfarandi:
- Neyðarlögin fjölluðu ekki um mismunun innistæðu-eigenda og því er langsótt að halda því fram að þau hafi mismunað. Neyðarlögin sem slík bera ekki ábyrgð á hugsanlegri mismunun. Framkvæmd laganna gæti hafa valdið mismunun, sem væri þá fólgin í að innistæðu-eigendur erlendis hafi ekki fengið greiddar sínar innistæður.
- Allir innistæðu-eigendur erlendis hafa fengið greitt og þeir eiga engar kröfur lengur á TIF. Greiðslurnar voru gerðar að frumkvæði stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi. Ríkisstjórnir þessara ríkja hrifsuðu til sín lögsögu Íslands og sköpuðu sér með því skýra skaðabótaábyrgð. Ekki er því hægt að ákæra Ísland fyrir brot á tilskipun Evrópusambandsins um lágmarkstryggingu. Hugsanlega eru einhverjar lögvarðar kröfur á hendur TIF, en alls ekki á hendur almenningi á Íslandi.
· Ólögleg inngrip ríkisstjórna Bretlands og Hollands í atburðarásina urðu þess valdandi að Íslendsk stjórnvöld áttu ekki möguleika að beita erlendis sömu úrræðum og beitt var hér heima. Ríkisstjórnir Bretlands og Hollands áttu kost á að fylgja lagalegu fordæmi Íslands, en kusu á eigin ábyrgð að fara aðra og ólöglega leið. Hafi mismunun átt sér stað var hún á ábyrgð Bretlands og Hollands.
· Landsbankinn var með fullar innistæðu-tryggingar í Bretlandi og Hollandi, auk lágmarkstryggingar ESB hér heima. Ábyrgð tryggingasjóðanna FSCS og DNB er því sameiginleg með TIF. Trygginga-iðgjöld eru greidd af fjármálfyrirtækjum ríkjanna þriggja. Ef einhver kostnaður vegna Icesave eru óuppgerður, þá er það mál bankanna í þessum löndum. Ekki reyndist nauðsynlegt að hækka iðgjöld bankanna til FSCS og DNB vegna Icesave, þannig að ólíklegt er að bankar í Bretlandi og Hollandi muni stefna þrotabúum föllnu bankanna á Íslandi.
12. Lárus hefur haldið því fram að kostnaði af Icesave-málinu hafi verið skipt á milli aðila. Þetta er rangt, því að fyrir liggur, að með Icesave-samningunum fá Bretar og Hollendingar allan sinn kostnað greiddan og taka enga áhættu af gengis-falli krónunnar, slökum innheimtum úr þrotabúi Landsbankans, seinum greiðslum úr þrotabúinu, minnkandi þjóðartekjum Íslands og öðrum óvisuþáttum. Jafnframt er vitað að nýlenduveldin voru tilbúin að semja um núll vexti og það var bara kjánaskapur Íslendsku samninganefndarinnar sem kom í veg fyrir að sú staðreynd kæmi upp á yfirborðið.
13. Á það má benda að Landsbankinn var með fullar innistæðu-tryggingar í Bretlandi og Hollandi. Þar voru því fyrir hendi tryggingar sem voru hærri en lágmarkstrygging ESB. Minna má á að tilskipanir ESB tala um innistæðu-trygginga-kerfi í fleirtölu og ekkert bannar bönkum að vera með margfaldar tryggingar. Þess skal getið, að Landsbankinn fekk starfsleyfi í Bretlandi í desember 2001 og hann fekk viðbótartryggingu hjá FSCS fyrir Icesave í júlí 2006 (FSA No. 207250). Aðild Landsbankans að tryggingasjóðnum FSCS var til dæmis staðfest með yfirlýsingu FSA frá 08. marz 2010:
»Landsbanki Íslands var með rekstrarheimild í Bretlandi frá desember 2001, sem FSA (Fjármáleftirlit Bretlands) veitti. Bankinn hafði starfsstöð í London og sem rekstraraðila í Bretlandi bar honum skylda að taka aukatryggingu hjá FSCS (Tryggingasjóður Bretlands) í samræmi við kröfur sjóðsins. Þess vegna gátu viðskiptavinir bankans í Bretlandi verið vissir um hvaða innistæðu-tryggingar þeir nutu. Við getum staðfest að FSCS greiðir innistæðu-eigendum fullar bætur, óháð þeim iðgjöldum sem greidd hafa verið vegna þeirra.«
14 .Þeir sem vilja hafna dómstólaleiðinni ættu að íhuga að dómstólaleiðin er löngu hafin. Haustið 2008 (13. október) dæmdi til dæmis Héraðsdómur Amsterdam (Rechtbank Amsterdam, einn af 19 héraðsréttum Hollands) eftir Hollendskum lögum að kyrrsetning eigna Landsbankans væri heimil. Kyrrsetningin gilti í 18 mánuði, en þegar gerð var frekari krafa um kyrrsetningu úrskurðaði dómstóllinn (08. marz 2010) að hann hefði ekki lögsögu í málinu og hafnaði beiðninni. Einnig má nefna ákærur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem reynt er að hnekkja Neyðarlögunum og fá heildsöluinnlán viðurkennd sem forgangskröfur. Úrskurður ESA frá 15. desember 2010 er einnig hluti af dómstólaleiðinni. Lögsaga Íslands gildir, svo framarlega sem henni verður ekki afsalað með Icesave-lögunum.
15 .Sóma síns vegna verða Íslendingar að krefjast dómsúrskurðar, vegna þeirrar efnahagsstyjaldar sem Bretland og Holland hafa háð gegn okkur. Eftir beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslendskum hagsmunum og misbeitinu aðstöðu sinnar hjá AGS og fjármálstofnunum í Evrópu, getur þjóðin ekki gengið til eðlilegra samninga við kúgara sína. Íslendingar verða að fá rétt sinn staðfestan af dómstólum, þótt einhver lítilvæg áhætta sé með því tekin. Þjóðarheiður liggur við að beygja sig ekki fyrir ólöglegu ofbeldi. Alþjóðasamfélagið krefst þess að lög og réttur gildi í samskiptum þjóða og kúganir eins og nýlenduveldin hafa beitt gegn Íslandi verði fordæmdar.
16. Lárus Blöndal virðist ekki skilja muninn á greiðslum til Breta og Hollendinga, sem munu hverfa út úr hagkerfinu og greiðast með gjaldeyri og sem byggja á forsendulausum kröfum og hins vegar fjárfestingum ríkisins í innlendum fjármálafyrirtækjum eins og Sjóvá og Sparisjóði Keflavíkur. Innlendu fjárfestingarnar eru í versta falli tilfærsla á milli dálka í bókhaldi ríkisins, en í bezta falli arðsöm fjárfesting. Er ekki ábyrgðarhluti að maður sem ekki skilur þetta skuli vera ráðinn til að veita almenningi upplýsingar um Icesave, stærstu ákvörðun sem tekin hefur verið í Íslandssögunni ?
17. Draga verður í efa trúverðugleika stjórnvalda og þá fulltrúa þeirra Lárusar Blöndal. Ekki er eins og Icesave-III sé fyrsta tilraun þessa fólks til að láta almenning á Íslandi greiða forsendulausar kröfur Bretlands og Hollands. Landsmenn hafa horft uppá ríkisstjórnina reyna að fá samþykki fyrir Icesave-I og Icesave-II, með þvingunum, blekkingum og hreinum lygum. Hvers vegna ættu landsmenn að trúa einu orði þessa fólks, sem kosið var á Alþingi áður en Icesave-deilan kom til umræðu og sem skoðanakannanir sýna að nýtur mjög takmarkaðs trausts hjá almenningi ? Ekki er sæmandi að bjóða uppá annað en hlutlausan kynningaraðila. Icesave-málið er í fullkomnum ógöngum og kynning málsins fram að þessu lyktar ekki af neinu öðru en myrkraverkum.
18. Við kynningu Icesave-málsins er beitt aumkunarverðum áróðursbrellum eins og þeirri fullyrðingu að Landsvirkjun njóti ekki lánstrausts erlendis vegna Icesave-deilunnar. Landsvirkjunmalar gull, því að árlegur hagnaður þessa fyrirtækis verður minnst 20 milljarðar í fyrirsjánlega framtíð. Ef slíkt fyrirtæki nýtur ekki lánstrausts í heimi hækkandi orkuverðs, þá merkir það að aðrar þjóðir hafa tekið upp þann hátt Íslendskra stjórnvalda að draga allt fjármagn inn í seðlabanka landanna. Það merkir auðvitað fullkomna stöðnum efnahagslífs heimsins, eins og ríkisstjórn Íslands hefur tekist að gera hér á landi. Gjarnan er hótað að Evrópski fjárfestingabankinn, sem er pólitísk stofnun, vilji ekki lána Landsvirkjun. Samt fekk Landsvirkjun lánaða 10 milljarða Króna (70 milljónir Evra) hjá bankanum 21. september 2010. Þessar hótanir eru orðnar hlægilegar.
19. Lárus Blöndal er að reyna að koma því inn hjá landsmönnum að hann sé aðal samningamaður Íslands. Hvers vegna stóð hann þá ekki fast á lögsögu landsins og varði þannig sjálfstæði þess ? Beitt er blekkingum um áhrif þess að færa Icesave-dómstólinn frá London til Haag. Hvers vegna var ekki vikið eina orði að beitingu Breta á hryðjuverkalögunum gegn Íslendingum ? Hvers vegna var bara hlutstað á hótanir nýlenduveldanna, en beiting hryðjuverka laganna ekki kærð hið snarasta til ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) ? Við eigum miklu hærri kröfur á hendur Bretum en nokkru sinni hafa verið nefndar í Icesave-málinu. Trúverðugleiki Lárusar Blöndal er enginn.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.3.2011 | 10:32
Nýlenduveldunum veitt sjálfdæmi um Icesave-samningana !
Undirlægjustefna ríkisstjórnarinnar hefur verið fullkomnuð. Með Icesave-III er fullkomlega og óbærilega afsalað lögsögu Íslands og staðreyndin er sú að Icesave-III er stærðargráðu verri en Icesave-I eða Icesave-II. Með Icesave-III er Bretlandi og Hollandi veitt sjálfdæmi um allt Icesave-málið, bæði það sem skráð er í samningana 10 og það sem ekki er skráð. Svona birtast landráð ríkisstjórnarinnar og samninganefndar hennar:
1. Ágreiningur um Icesave-málið, sem báðir aðilar geta framkallað, fer fyrir Alþjóðagerðardóminn með formlegt aðsetur í Haag, en skal funda í London.
2. Þrír menn skipa dóminn og velja nýlenduveldin einn gerðarmann, ríkisstjórn Íslands annan og gerðarmenn sameiginlega forseta dómsins, að tilnefningu aðalframkvæmdastjóra Alþjóðagerðardómsins. Nýlenduveldin munu því hafa meirihluta í gerðardómnum sem að auki verður skipaður embættismanni sem ríkisstjórn Íslands velur og mun því verða til skrauts og til að blekkja almenning á Íslandi.
3. Undirstrikað er að gerðardómnum er ætlað að kveða upp úrskurði, en ekki leita sátta. Þetta merkir að gerðardómurinn mun dæma án rökræðu eða sannleiksleitar. Meirihluti gerðardómsins mun ekki virða fulltrúa Íslands viðlits.
4. Alger leynd mun hvíla yfir störfum gerðardómsins, þannig að engin mun geta gagnrýnt störf hans með efnisrökum.
5. Niðurstöður dómsins eru »endanlegar og bindandi«. Útilokað verður að vísa niðurstöðum til æðra dómsstigs, sama hversu ósanngjarnar þær verða.
Þetta fyrirkomulag við afgreiðslu ágreinings merkir að verði Icesave-lögin samþykkt munu nýlenduveldin hafa sjálfdæmi um öll atriði sem varða Icesave-málið í heild, hvort sem um er að ræða samningsbundin atriði eða ekki. Icesave-III er því stærðargráðu verri en fyrri samningar og samningarnir marka nýgjan kafla í samskiptum ríkja.
Aldrei áður í mannkynssögunni hefur sjálfstætt ríki afsalað sér lögsögu sinni og sjálfstæði með jafn fullkomnum hætti og ríkisstjórn Íslands er reiðubúin að gera. Niðurlægingin er svo fullkomin að menn sundlar af hryllingi.
Grein 10.9: »Lögsaga og réttarframkvæmd. Þessi samningur og öll atriði, kröfur eða deilur sem rísa kunna vegna hans eða í tengslum við hann, hvort sem um er að ræða samningsbundin atriði eða ósamningsbundin, skulu lúta lögum Englands og vera túlkuð samkvæmt lögum Englands.«
Grein 10.10: Gerðardómur. (a) LEITA SKAL ÚRSKURÐAR GERÐARDÓMS VEGNA HVERS KYNS ÁGREININGS, MÁLSHÖFÐUNAR EÐA MÁLAREKSTURS AF HÁLFU EÐA GEGN EINHVERJUM SAMNINGSAÐILA VARÐANDI SAMNING ÞENNAN EÐA VEGNA HANS, HVORT HELDUR ER INNAN EÐA UTAN SAMNINGA, Þ.M.T. ÁGREININGUR, MÁLSHÖFÐUN EÐA MÁLAREKSTUR VARÐANDI TILVIST, GILDI, GERÐ EÐA UPPSÖGN ÞESSA SAMNINGS ("ÁGREININGUR"), OG SKAL HANN VERA ENDANLEGUR OG BINDANDI Í SAMRÆMI VIÐ REGLUR ALÞJÓÐA-GERÐARDÓMSINS SEM TELJAST FELLDAR INN Í ÞETTA ÁKVÆÐI MEÐ TILVÍSUN, ÞÓ EKKI AÐ ÞVÍ MARKI SEM ÞÆR VARÐA RÍKISFANG GERÐARDÓMSMANNA.
(b) Við gerðardómsmeðferð, sbr. a-lið hér að framan:
- (i) skulu gerðardómsmenn vera þrír,
- (ii) ef allir samningsaðilar eru aðilar að gerðardómsmeðferðinni, skulu (A) endurgreiðsluaðilar sameiginlega tilnefna einn gerðardómara (tilnefni endurgreiðsluaðilarnir ekki sameiginlega gerðardómara þá skal með fara skv. 2. mgr. 7. gr. reglna Alþjóðagerðardómsins), og (B) fjármálaráðuneyti Bretlands tilnefna einn gerðardómara og hinir tveir tilnefndu skulu velja þriðja dómarann sem skal vera forseti gerðardómsins,
- (iii) aðalframkvæmdastjóri Alþjóðagerðardómsins skal annast tilnefningar,
- (iv) gerðardómsmeðferðin skal fara fram í London, Englandi,
- (v) þingmálið skal vera enska,
- (vi) reglur Alþjóðasamtaka lögmannafélaga (IBA) um öflun sönnunargagna við alþjóðlega gerðardóma frá 29. maí 2010 skulu gilda,
- (vii) gerðardómurinn skal gera það sem í hans valdi er til að komast að endanlegri niðurstöðu innan tólf mánaða frá tilnefningu þriðja gerðardómarans sem er í forsæti gerðardómsins, og skal stýra málsmeðferðinni í samræmi við það,
- (viii) gerðardómurinn skal kveða upp úrskurð sinn í samræmi við ensk lög (en ekki, til að fyrirbyggja vafa, sem amiable compositeur eða ex æquo et bono), og
- (ix) allir samningsaðilar, gerðardómsmenn, aðalframkvæmdastjórinn og alþjóðaskrifstofa Alþjóðagerðardómsins skulu virða trúnaðarkvaðir um að yfir standi gerðardómsmeðferð og hverjar þær upplýsingar sem þeim berast í tengslum við slíka málsmeðferð.
Loftur Altice Þorsteinsson.
![]() |
Jóhanna biður um launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2011 | 13:50
Siðferðið í Icesave-málinu
Sjö hæstaréttarlögmenn, þ. á m. formaður Lögmannafélagsins, rita í dag 2. pistil sinn í Fréttablaðið af alls tólf. Þessi er svohljóðandi:
Hvernig stendur á því að sumir menn halda því fram að íslensku þjóðinni beri siðferðileg skylda til að borga Icesavekröfurnar?Er það vegna þess að íslenskir ríkisborgarar stóðu fyrir starfseminni erlendis, þegar menn lögðu peninga sína á þessa reikninga?
Ber almenningur á Íslandi siðferðilega ábyrgð á þessari atvinnustarfsemi Íslendinga erlendis?
Auðvitað ekki. Þeir sem lögðu fé inn á reikningana í þeirri von að hafa af þeim hærri vexti en buðust hjá öðrum, verða að bera sína áhættu sjálfir.
Það er siðferðilega rangt að velta henni á okkur og það er siðferðilega rangt af okkur að taka við henni og leggja byrðarnar á börnin okkar. Fellum Icesavelögin.
Brynjar Níelsson hrl.
Björgvin Þorsteinsson hrl.
Haukur Örn Birgisson hrl.
Jón Jónsson hrl.
Reimar Pétursson hrl.
Tómas Jónsson hrl.
Þorsteinn Einarsson hrl.
(Siðferðið í Icesavemálinu). Hér er 1. pistillinn: Þeir myndu tapa fyrir dómi.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2011 | 11:46
Bretar og Hollendingar myndu tapa fyrir dómi
Sjö hæstaréttarlögmenn rita nú einn pistil á dag (alls tólf á næstu dögum) um Icesave-III í Fréttablaðið. Því miður ber lítið á þeim í blaðinu, enda örstuttir og myndlausir. Hér er sá fyrsti:
Þeir myndu tapa fyrir dómi
Sjö hæstaréttarlögmenn skrifa:
Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga?
Það er þýðingarmikið að Íslendingar átti sig á svarinu við þessari spurningu: Þessar kröfuþjóðir vita að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum. Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuldbindingar til að greiða með samningi.
Góðir Íslendingar, við skulum ekki láta það eftir þeim. Fellum Icesave-lögin.
- Brynjar Níelsson hrl.
- Björgvin Þorsteinsson hrl.
- Haukur Örn Birgisson hrl.
- Jón Jónsson hrl.
- Reimar Pétursson hrl.
- Tómas Jónsson hrl.
- Þorsteinn Einarsson hrl.
Tengd grein á Vísi.is:
Geta má þess, að óvenjumikill fjöldi manna, 2401, hefur gefið til kynna Facebókar-velþókknun sína með þessari grein. |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2011 | 22:59
Samhljóða andstaða Búnaðarþings við ESB-innlimun
Bændastétt nútímans er vel menntuð, einkum í raungreinum, ólíkt því sem halda mætti af skrifum sumra óupplýstra.* Ólafi Stephensen þókknaðist að gefa í skyn í leiðara 7. þ.m. að 92% þeirra hafi tekið afstöðu gegn ESB-innlimum vegna þess að þeir hafi ekki verið búnir að kynna sér málin. Fjarri fer því. M.a. hefur Bændablaðið staðið sig ákaflega vel í því að afla ýtarlegra upplýsinga um reynslu norrænna þjóða, ekki sízt Finna, af verunni í Evrópusambandinu og upplýst um það í ágætum greinum.
- Miklir atvinnuhagsmunir bændastéttarinnar eru í húfi og telur þingið þessum hagsmunum betur borgið utan þess. Hagsmunir og afkoma bænda tengjast ótvírætt hagsmunum íslenskra neytenda og byggðum landsins, segir í ályktun Búnaðarþings.
Búnaðarþing telur að fæðuöryggi þjóðarinnar verði því aðeins tryggt að fullu með því að Ísland standi utan sambandsins, segir þar ennfremur, auk þess sem þingið undirstrikar sérstaklega þær varnarlínur, m.ö.o. sjö samningsforsendur, sem eru í huga þingfulltrúanna lágmarksforsendur til þess að tryggja stöðu íslensk landbúnaðar, eins og þar segir.
Réttilega leggja Bændasamtök Íslands á nýafstöðu þingi sínu áherzlu á, að við höldum ákvörðunarvaldinu hér á landi. Í því efni eru þeir í hefð Jóns Sigurðssonar og allra sannra, íslenzkra baráttumanna.
* Menn fá ekki lengur að stofna til búskapar, nema þeir hafi búfræðipróf.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ítreka andstöðu við ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2011 | 03:01
Hún flækir sig ekki í formlegheitunum þessi!
Ég sem þátttakandi í Samstöðu þjóðar gegn Icesave fagnaði breytingu kjosum.is í upplýsingamiðstöð um Icesave-III, en leizt hreint ekki á blikuna, þegar þar blasti við greinin Taktu þennan samning og troddu honum, með þessu afar óformlega, ógæfulega upphafi:
- "Já hæ. Ég hef sjaldan skipt mér af neinu sem skiptir einhverju máli þannig lagað. Ég hef aldrei staðið froðufellandi í kokteilboði kyrkjandi gestgjafann yfir kvótakerfinu eða ísbjörn eða ekki ísbjörn í Húsdýragarðinn eða hvort Steingrímur J. sé meðidda eða ekki."
En þegar lengra var lesið og nánar að gáð, kom í ljós, að þetta var hinn magnaðasti lestur, bráðskemmtilegur og leiftrandi, eftir einhverja Láru Björgu Björnsdóttur, bláfátæka manneskju í þokkabót og því varla mjög bláa í pólitík, og sannarlega er hún ekki bláeyg á þá spilltu mynd af sósíalisma Steingríms J., að ríkinu og þjóðinni beri að borga skuldir óreiðumanna.
Endilega smellið ykkur inn í þessa grein á slóðinni hér ofar!
Jón Valur Jensson.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)