Hún flækir sig ekki í formlegheitunum þessi!

Ég sem þátttakandi í Samstöðu þjóðar gegn Icesave fagnaði breytingu kjosum.is í upplýsingamiðstöð um Icesave-III, en leizt hreint ekki á blikuna, þegar þar blasti við greinin Taktu þennan samning og troddu honum, með þessu afar óformlega, ógæfulega upphafi:

  • "Já hæ. Ég hef sjaldan skipt mér af neinu sem skiptir einhverju máli þannig lagað. Ég hef aldrei staðið froðufellandi í kokteilboði kyrkjandi gestgjafann yfir kvótakerfinu eða „ísbjörn eða ekki ísbjörn í Húsdýragarðinn“ eða hvort Steingrímur J. sé meðidda eða ekki."

En þegar lengra var lesið og nánar að gáð, kom í ljós, að þetta var hinn magnaðasti lestur, bráðskemmtilegur og leiftrandi, eftir einhverja Láru Björgu Björnsdóttur, bláfátæka manneskju í þokkabót og því varla mjög bláa í pólitík, og sannarlega er hún ekki bláeyg á þá spilltu mynd af sósíalisma Steingríms J., að ríkinu og þjóðinni beri að borga skuldir óreiðumanna.

Endilega smellið ykkur inn í þessa grein á slóðinni hér ofar!

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband