Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Steingrímsmenn lögðust á grúfu og gerðu það sem kröfuhafar ætluðust til

„Ég og fleiri þing­menn vor­um á því að Ices­a­ve-samn­ing­arn­ir væru ólögvar­in krafa. Á sama grunni hefði átt að svara hót­un­um kröfu­hafa um mál­sókn. Segja: gjörið svo vel og farið í mál við ríkið í stað þess að leggj­ast á grúfu og gera það sem beðið var um,“

seg­ir Vig­dís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, við birtingu skýrslu meirihluta nefndarinnar um uppgjör fyrri ríkisstjórnar á fjármálum bankanna og yfirtöku kröfuhafa á þeim.

Í annarri og lengri frétt en þeirri, sem hér er tengt við (sjá neðar), segir: 

Lands­bank­inn

Ríkið lagði í til­felli Lands­bank­ans 122 millj­arða í bank­ann á móti 28 millj­örðum kröfu­hafa, en greiddi 2 millj­arða fyr­ir kauprétt að hlut kröfu­haf­anna. Með þessu var tapsáhætta rík­is­ins 122 millj­arðar. Átti ríkið að eign­ast 17% hlut kröfu­haf­anna í bank­an­um eft­ir að 92 millj­arða skil­yrt skulda­bréf væri greitt upp.

Seg­ir í skýrsl­unni að miðað við þá verðlagn­ingu, þ.e. að 17% hlut­ur væri verðmet­inn á 92 millj­arða, væri verðmat Lands­bank­ans 541 millj­arður sem væri langt um­fram raun­v­irði. „Ekki fæst bet­ur séð en að þessi flétta hafi verið gerð til þess eins að færa Ices­a­ve-skuld­bind­ing­ar yfir á skuld­ara nýja Lands­bank­ans,“ seg­ir í skýrsl­unni. (Tug­millj­arða meðgjöf með bönk­un­um).

Áberandi var, hve fulltrúi Kastljóss reyndi allt hvað hann gat til þess í þættinum með Vigdísi í kvöld að reyna að gera sem minnst úr ávirðingum Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu í þessum málum öllum. Við vitum svo sem hvar við höfum Kastljósmenn -- þeir voru ekki skárri í Icesave-málinu!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Langt seilst til að friða kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður Katrín í fang gamalla Icesave-sinna í ESB-samtökunum "Viðreisn"!

Þykir Þorgerði Katrínu Gunnars­dóttur siðferðis­legur ávinn­ingur að því að ganga til liðs við harð­vít­uga Icesave-greiðslu­sinn­ann Benedikt Jóhann­esson? -- sbr. mynd af honum hér með öðrum slíkum, sem stofnuðu félag til að berjast gegn þjóðarhagsmunum og lagalegum rétti Íslendinga í því máli (og þar er líka önnur mynd af hákarlinum þeirra víðfræga): Áfram-hópurinn og hans hættulegi blekkingaráróður gekk beint gegn ótvíræðum rétti Íslands.

JVJ.


mbl.is Leiðir Þorgerður Katrín lista Viðreisnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband