Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014
2.7.2014 | 23:20
Það átti að greiða Íslandi málskostnað
Dómsorð EFTA-dómstólsins var þannig: "THE COURT hereby: 1. Dismisses the application. 2. Orders the EFTA Surveillance Authority to pay its own costs and the costs incurred by Iceland. 3. Orders the European Commission to bear its own costs."
En hefur nokkur heyrt það staðfest, frekar en við, að greiðsla hafi farið fram? Heimildin fyrir dómsorðinu er hér: www.eftacourt.int/uploads/tx_nvcases/16_11_Judgment_EN.pdf
Ef engin endurgreiðsla hefur enn átt sér stað til Íslands, þarf þá ekki að reka á eftir því? Eða hafa einhverjir í stjórnkerfinu hér kannski leynt okkur því, að við höfum fengið þennan kostnað endurgreiddan? Næg var hneisa málssóknaraðilanna, gætu þeir sagt -- þeirra sem báru fram "the application" fyrir EFTA-dómstólinn, og það voru ríkisstjórnir Breta og Hollendinga, "supported by the European Commission," eins og segir á 1. bls. dómsúrskurðarins, þ.e. af sjálfri framkvæmdarstjórn dýrðarríkisins, nei, afsakið ásláttarglöp JVJ, af sjálfri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (Barroso, Füle, Rehn, Ashcroft & Co.).
En við þurfum að fá að vita þetta. Og hneisa brezku og hollenzku ríkisstjórnanna og ESB-yfirstjórnarinnar vegna þessa máls má vel auglýsast út um allar álfur.
Jón Valur Jensson og Sigurður Ragnarsson.
Löggæsla | Breytt 4.7.2014 kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2014 | 11:57
EFTA-dómstóls-sýknudómurinn 28. janúar 2013
EFTA-dómstóls-úrskurðurinn viðurkenndi fullan rétt Íslendinga til að hafna Icesave-kröfum Breta og Hollendinga, kröfum sem í vægasta formi sínu (Buchheit-samningnum) væru nú búnar að kosta okkur 75 milljarða.
Dagur B. Eggertsson, Benedikt Jóhannesson,* Bjarni Benediktsson, Jón Gnarr, Þorsteinn Vilhjálmsson* í CCP,** Margrét Kristmannsdóttir* í SVÞ,** Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,** Jón Sigurðsson, fv. fjármálaráðherra,** Ólafur Stephensen, fv. ritstjóri,** Vilhjálmur Egilsson** og prófessorarnir Þórólfur Matthíasson** og Gylfi Magnússon,** auk fjölda annarra "álitsgjafa", Rúvara og 365-ara og þingmanna Samfylkingar og "Bjartrar framtíðar" og Vinstri grænna (flestra), auk mikils meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokks, lögðust á eitt um að hvetja Íslendinga til að samþykkja Buchheit-samninginn, en forsetinn og þjóðin hafði vit fyrir þeim!
Úrskurðurinn er allur hér: www.eftacourt.int/uploads/tx_nvcases/16_11_Judgment_EN.pdf.
Um þetta mál verður fjallað hér síðar í kvöld. Það munu menn sjá, að full ástæða er til.
* Sjá: Áfram-hópurinn og hans hættulegi blekkingaráróður gekk beint gegn ótvíræðum rétti Íslands
** Sjá: Þau studdu hinn ömurlega Icesave-II-samning og líka Icesave-III-samninginn!
Jón Valur Jensson.
Löggæsla | Breytt 7.5.2015 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)