Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Við unnum Icesave-málið; 556 milljarða kr. krafa brezka FSCS og hollenzka seðlabankans er sýndarmennska

Þessar stofnanir geta sjálfum sér um kennt. Rétt er hjá Sigmundi Davíð forsætisráðherra, að innistæðulausar kröfur þeirra á hendur TIF eru "fyrst og fremst áminning um mikilvægi þess að ekki var fallist á upphaflegar kröfur þessara aðila í Icesave-málinu."

Það voru reyndar brezk stjórnvöld, sem í sjálfsréttlætingar- og lýðskrumsferli sínu haustið 2008 létu brezka innistæðutryggingasjóðinn greiða innistæðieigendum út allt sem þeir gátu vonazt eftir. Og reyndar var Landsbankinn með starfsleyfi í Bretlandi og það upp á þau býti, að reikningar innistæðueigenda voru tryggðir af þessum sama FSCS. Þetta kom skýrt í ljós, þegar varaformaður Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, Loftur Þorsteinsson verkfræðingur, hafði fengið svör þess innistæðutryggingasjóðs við fyrirspurnum sínum.

Andstæðingum Íslands í þessu máli, í London, Amsterdam og Brussel, að ógleymdum "íslenzkum" nátttröllum, verður ekki að þeirri ósk sinni, að íslenzka ríkið eða almenningur verði látinn borga upp í kröfur erlendu tryggingasjóðanna vegna einkafyrirtækisins Landsbankans, enda var lagalegt sakleysi okkar og skuldleysi við sjóðina staðfest fullkomlega í úrskurði EFTA-dómstólsins.

Málið er ennfremur í mjög góðum höndum hinna færu lögfræðinga TIF, sem þekkja allan rétt okkar í þessu efni.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Krafan er góð áminning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband