Fróðlegur Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Loga í Sjón­varpi Sím­ans í gærkvöldi

Ólafur Ragnar afhenti Þjóðskjalasafni 250 kassa af dagbókum... Ólaf­ur ræddi "Ices­a­ve-málið í viðtal­inu og hvernig [nánast] öll Evr­ópa ásamt Banda­ríkj­un­um sner­ist gegn okk­ur vegna máls­ins. Rifjaði hann upp hvernig hann hefði nán­ast einn varið málstað Íslands í fjöl­miðlum er­lend­is."

Hér má gera þá athugasemd, að Færeyingar veittu okkur vel þegna aðstoð með láni sínu, og einnig voru pólsk og rússnesk stjórnvöld fús til hjálpar, en ríkisstjórn Geirs Haarde heldur sein til að þiggja það.

Önnur athugasemd: Loftur Altice Þorsteinsson, verkfræðingur og varaformaður Þjóðarheiðurs, var geysiöflugur að verki við að skrifa í erlenda fjölmiðla um málstað Íslands í Icesave-málinu, auk þess að leita gagna víða í tryggingasjóðum, hjá seðlabönkum og stjórnvöldum og að hafa samráð við fróðustu viðskipta­blaðamenn, hagfræðinga o.fl. sérfræð­inga, en það var síðar en sú fyrsta björgunar­viðleitni sem forsetinn okkar var strax farinn að vinna að á árinu 2008. Loftur var vara­formaður Þjóðar­heiðurs, samtaka gegn Icesave, frá stofnun, í febrúar 2010, og mun mikið af starfi hans erlendis að þessu máli hafa átt sér stað eftir þann tíma, en auðveldara væri um það að fullyrða, ef afar vandaður Moggabloggvefur hans (altice.blog.is) væri enn til staðar, en vinstri­sinnaður forráðamaður Blog.is hjá Árvakri tók þá ótrúlegu ákvörðun að þurrka út gervallan bloggvef Lofts vegna óskylds máls og í raun algerlega að ósekju! --Loftur átti einnig fjölda greina í Morgun­blaðinu um Icesave-málið sem og hér á þessu bloggsetri og á vefnum Samstaða þjóðar.

Áfram segir Ólafur Ragnar frá:

Hann sagðist einnig hafa farið á lokaða fundi með helstu seðlabanka­stjór­um og fjár­málaráðherr­um heims á ár­legri viðskiptaráðstefnu Alþjóðaefna­hags­ráðsins í Dav­os í Sviss þegar Ices­a­ve-málið var í há­marki. Sagði hann það hafa verið mikla prófraun að sitja á móti þeim á klapp­stól­um í lokuðu her­bergi og flytja málsstað Íslands.

Eft­ir einn slík­an fund hafi Dom­in­ique Strauss-Khan, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, komið til hans og sagt að þetta væri allt rétt hjá hon­um. Það væri stórt vanda­mál í stjórn sjóðsins að Evr­ópu­rík­in væru á móti því að hjálpa Íslandi þótt starfs­fólk sjóðsins vildi það." (Mbl.is, feitletr.jvj).

Það var ágætt að þetta kom fram. En þrátt fyrir andstöðu Evrópuríkjanna (sem lesa ber hér sem andstöðu ESB-ríkjanna fyrst og fremst, Noregs þó líka), þá skipti verulegu máli, að ráðamenn Kína tóku ekki sömu afstöðu, heldur beittu sér á sjálfstæðan hátt með Íslandi, eins og forsetinn segir hér í raun frá í fyrsta sinn með ýtarlegum hætti, og er vert að sú frásögn geymist hér á vef Þjóðarheiðurs:

"Kín­verj­ar stóðu með Íslandi gegn of­sókn­um Evr­ópu­ríkja

Ólaf­ur sagði einnig frá því þegar hann skrifaði for­seta Kína bréf og óskaði kurt­eis­lega eft­ir sam­ræðu um ein­hvers kon­ar aðstoð vik­urn­ar eft­ir hrun. Bréfið var af­hent sendi­herra Kína á Bessa­stöðum á laug­ar­dags­kvöldi. Að sögn Ólafs hófu hann og Geir H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, í kjöl­farið að skrifa bæði for­sæt­is­ráðherra og for­seta Kína bréf vik­um sam­an, sem sendi­herr­ann svaraði svo munn­lega. Þetta hafi leitt til þess að gerður var gjald­eyr­is­skipta­samn­ing­ur á milli seðlabanka ís­lands og seðlabanka Kína. Sagði hann ýmis Evr­ópu­ríki hafa litið upp í kjöl­far heim­sókn­ar seðlabanka­stjóra Kína til lands­ins og hugsað með sér að það væri eins gott að fara að sinna Íslend­ing­um aft­ur.

Þá sagðist hann hafa fengið að heyra það frá seðlabanka­stjór­an­um í heim­sókn sinni til Kína árið 2016, hvernig for­seti Kína hefði gefið þau fyr­ir­mæli að full­trúi Kína í stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins skyldi ávallt styðja Ísland gegn of­sókn­um Evr­ópu­ríkja.

„Hvort sem mönn­um lík­ar það bet­ur eða eða verr í umræðunni um Kína, þá skal því haldið til haga að þegar Banda­rík­in og öll ríki Evr­ópu voru á móti okk­ur þá voru Kín­verj­ar til­bún­ir, á mjög fágaðan hátt að senda þau skila­boð til um­heims­ins að Ísland skipti máli, án þess að hafa óskað eft­ir neinu í staðinn."

Fleira bitastætt er í þessu viðtali Loga við Ólaf Ragnar og verður bætt við hér síðar. En Ólafur Ragnar hefur einnig tekið þá góðu ákvörðun að láta dagbækur sínar og minnisbækur, sem hann hélt í sinni forsetatíð, renna til Þjóðskjalasafns Íslands, og hér er hann sjálfur höfðinginn:

Ólafur Ragnar afhenti Þjóðskjalasafni 250 kassa af dagbókum til varðveislu.
Ólaf­ur Ragn­ar af­henti Þjóðskjala­safni 250 kassa af dag­bók­um til varðveislu. mbl.is/Golli
 

mbl.is Dagbækur Ólafs varpa ljósi á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband