18.7.2018 | 18:59
"Ískalt mat" Bjarna Ben. á Icesave-samningi "laskaði Sjálfstæðisflokkinn varanlega, en þó ekki nægjanlega," segir Reykjavíkurbréf!
Þar kemur einnig fram að "ríkisstjórnin er óvænt að baksa við það á bak við tjöldin að undirbúa breytingar á stjórnarskrá til að tryggja að hægt verði að ganga í ESB með sem minnstum vandræðum. Þetta hljómar ótrúlega en er samt satt. Fyrir flokk sem hangir enn í að vera stærsti flokkur landsins birtist þetta sem einhvers konar þráhyggjuleg taka tvö á hlaupinu út undan sér í Icesave eftir ískalt mat sem laskaði flokkinn varanlega, en þó ekki nægjanlega, að því er virðist." [Leturbr.jvj.]
Svo ritar sá, sem talinn er fyrirrennari Bjarna Ben. sem formaður Sjálfstæðisflokksins.
En um það baks stjórnmálaleiðtoga á Alþingi "að undirbúa breytingar á stjórnarskrá til að tryggja að hægt verði að ganga í ESB," má lesa hér á Fullveldisvaktinni.
Þetta eru mun alvarlegri málefni heldur en þau, að örfáir einstaklingar, innan við tíu manns á Alþingi (Píratar, Helga Vala, Rósa Björk og Andrés félagi hennar í VG) voru með uppsteit á Þingvöllum í dag, auk fáeinna úr hópi almennings.
En aftur að Icesave-málinu: Hefur heyrzt skeleggari gagnrýni innan Sjálfstæðisflokksins á Icesave-framgöngu núverandi flokksformanns heldur en þessi í Reykjavíkurbréfi nýliðins laugardags? Varanlegt fylgishrun flokksins í kosningum, miðað við það sem áður var, hefur mjög sennilega mikið með það að gera, að Bjarni veðjaði á rangan hest í Icesave-málinu og fylgdi ekki þjóðarviljanum og hvorki eigin flokksmönnum né jafnvel landsfundi!
Jón Valur Jensson.
Mótmæli lituðu hátíðarfundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:13 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, stofnuð í febrúar 2010. Félagsmenn eru 82. Netfang: thjodarheidur@gmail.com
ÓPÓLITÍSK SAMTÖK
UMSAGNIR UM
ICESAVE 3
Frá fjárlaganefnd alþingis (ekki lokið)
Umsögn alþingis
Unnið af GAM Management hf [GAMMA]
10. janúar 2011
Umsögn GAMMA
Unnið af IFS Greiningu
11. janúar 2011
Umsögn IFS
Unnið af InDefence
10. janúar 2011
Umsögn InDefence
Frá Seðlabanka Íslands
10. janúar 2011
Umsögn SÍ
FORGANGSKRÖFUR
Í ÞROTABÚ
LANDSBANKA ÍSLANDS?
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
30. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað frá LEX /
Eiríki Elísi Þorlákssyni hrl.
31. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað
samninganefndar um Icesave samninga
15. júlí, 2009
Minnisblaðið
Tölvupóstur um
evrópskar tilskipanir
frá Jan Marten
Ódagsett
Tölvupósturinn
Lögfræðiálit
Prof. Mr. Dr. P.S.R.F Mathijsen,
Brussels
28. júlí 2009
Lögfræðiálitið
Tölvupóstur
frá Gary Roberts
til Indriða Þorlákssonar
22. júlí 2009
Tölvupósturinn
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
6. ágúst 2009
fjármálaeftirlitsins(FSA)
1. júní 08.
og Helgu Melkorku Óttarsdóttur hdl.
Directive 94/19 EC
Nýjustu færslur
- Fremstum allra hefði Lofti Altice Þorsteinssyni borið hæsta v...
- Guðni Th. Jóhannesson beitti sér ÞVERT GEGN hagsmunum og laga...
- ICESAVE-sinnar reyna enn að krafsa yfir eigin atlögur að hags...
- Minnisstæð ummæli Icesave-áhangenda (meðal þeirra voru Dagur ...
- Icesave í boði EES
- Það þarf glöggskyggni, skilning og nennu til að kynna sér að ...
- Úr Icesave-sögunni: Þorvaldur vildi borga ICESAVE, þó það vær...
- Icesave-samningar Svavars, Steingríms J. og Jóhönnu voru ...
- Prófessorum getur skjöplazt
- Fróðlegur Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Loga í Sjónva...
Bloggvinir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Elle_
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Guðni Karl Harðarson
- Halldór Björgvin Jóhannsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Sveinsson
- Jón Baldur Lorange
- Axel Jóhann Axelsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Sigurður Sigurðsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Benedikt Gunnar Ófeigsson
- Tryggvi Helgason
- Júlíus Björnsson
- Ívar Pálsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Guðmundur Júlíusson
- Haraldur Hansson
- Benedikta E
- Ragnhildur Kolka
- Sigurður Þórðarson
- Guðbjörn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Sigurður Jónsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Gunnlaugur I.
- Gunnar Heiðarsson
- Kolbrún Hilmars
- Páll Vilhjálmsson
- Rafn Gíslason
- Kristinn Ásgrímsson
- Sigurjón Þórðarson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Tómas
- Haraldur Baldursson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Óli Björn Kárason
- Halla Rut
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Þórhallur Heimisson
- Magnús Óskar Ingvarsson
- Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Axel Þór Kolbeinsson
- Helga Þórðardóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Óskarsson
- Gústaf Níelsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Bjarni Kristjánsson
- Baldur Hermannsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- K.H.S.
- Elís Már Kjartansson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Þórarinn Baldursson
- Valdimar H Jóhannesson
- Frosti Sigurjónsson
- Valan
- Árni Karl Ellertsson
- Birgitta Jónsdóttir
- S. Einar Sigurðsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Ríkharðsson
- Halldór Jónsson
- Ísleifur Gíslason
- Bjarni Jónsson
- Einar Björn Bjarnason
- Geir Ágústsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- G.Helga Ingadóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Óskar Arnórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Sverrir Stormsker
- Linda
- Emil Örn Kristjánsson
- Þórður Guðmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Vésteinn Valgarðsson
- Ketill Sigurjónsson
- Hreinn Sigurðsson
- Pétur Harðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Heimssýn
- Valdimar Samúelsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Guðrún Brynjólfsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Frjálshyggjufélagið
- Birgir Viðar Halldórsson
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Magnús Ágústsson
- Libertad
- Átak gegn einelti
- Kristinn D Gissurarson
- Jónas Pétur Hreinsson
- Gróa Hreinsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Vilhjálmur Stefánsson
- Jónas Örn Jónasson
- Samstaða þjóðar
- Þórður Einarsson
- Tryggvi Þórarinsson
- Jón Lárusson
- Sigurður Alfreð Herlufsen
- Högni Snær Hauksson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Snorri Magnússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Bændur og landbúnaður
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Menning og listir
- Sjómenn og sjávarútvegur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Mínir tenglar
- Frétta-knippi Mbl.is um Icesave Mikilvægt er að eiga aðgang að sem flestum Icesave-fréttum á einum stað
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Held þú þurfir aðeins að skoða söguna betur....
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 18.7.2018 kl. 19:43
Hvaða ár er núna.....?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.7.2018 kl. 19:52
Hvað er rangt við þessa sögu, Birgir?
Gunnar Heiðarsson, 18.7.2018 kl. 20:29
Hann hefur engin svör, Gunnar!
En Sigfús Jóhönnustjórnarverjandi virðist halda, að Steingrímur, Jóhanna og Össur beri ekki lengur ábyrgð á ESB-umsókninni (né með Bjarna á Icesave-málinu), af því að liðin séu ca. 7-9 ár síðan (óratími?) og kannski af því að hann sé sammála heimspekinemanum sem sagði mér að vegna þess að frumur líkamans endurnýist allar á sjö ára fresti, beri einstaklingar ekki ábyrgð á verkum sínum lengur en svo. En þetta sagði sá ágæti maður mér fyrir um 40 árum og getur þá vitaskuld sagzt frír af allri ábyrgð á þeim orðum sínum!
Jón Valur Jensson, 18.7.2018 kl. 23:12
Ekki veit ég hvert guðfræðingurinn sækir sína vizku að þessu sinni eða hvaða börn hann er að rökræða við. Það verður að vera hans mál.
Umsókn um ESB var góðra gjalda vert. Verst að það ferli var ekki klárað á lýðræðislegan hátt. Ekki viss um að slík umsókn hefði verið samþykkt en á meðan hefðu allir kostir og allir gallar við aðild komið í ljós.
Hvað varðar margt ágæta stjórn JS , þá gerði hún margt á sínum líftíma.
Hún t.d kom í veg fyrir að bætur lægst settu yrðu skornar niður og tryggingar eldri borgara yrðu teknar út af kröfu AGS á þeim tíma.
Sú sama stjórn var búin að ná upp sama kaupmætti almennings og hann var 2008, áður en að hruni var komið, að vori 2013, og það fyrir utan allan makríl.
Vissulega var margt ekki gert rétt.
En nú er gott að vitna í orð oddvita Miðflokksins hér í borg,frá því árið 2013 er viðkomandi sat á þingi; "Ég lít aldrei um öxl, ég horfi aldrei til fortíðar. Ég lifi í nútíðinni, [...] ". [Heimild: http://www.vb.is/skodun/vigdis-hauksdottir-og-fortidardraugarnir/81697/]
Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.7.2018 kl. 09:26
Ekki er það til fyrirmyndar að horfa aldrei til fortíðarinnar. Þar höfum við svo margt að gleðjast yfir og til að auka skilning okkar og yfirsýn. En VG-vinurinn Sigfús virðist vilja sögulausa þjóð.
Það er vorkunnvert, að hann reynir að verja sinn mann Steingrím J. Sigfússon, eins og hann gerði í innhringingu á Útvarpi sögu rétt fyrir hádegi í dag, og vilji helzt, að fortíðarbrek Steingríms hans verði gleymd, jafn-höllum fæti sem hann stendur, einmitt gagnvart því hlutverki og þeirri skyldu hvers þingmanns að standa með fullveldisréttindum þjóðarinnar.
Steingrímur sveik þjóðina í Icesave-málinu, virti ekki lagarétt Íslands í því máli og vildi leyfa og gerast sjálfur aðili að freklegum inngripum brezkra stjórnvalda í íslenzk málefni.
Steingrímur sveik þjóðina í Evrópusambandsmálinu, gekk þvert gegn skýrum loforðum sínum kvöldið fyrir kjördag vorið 2009! Sigfús þegir um þá staðreynd, segir bara: "Umsókn um ESB var góðra gjalda vert (sic)". Frekleg kosningasvik réttlætir hann þannig og notar svo tækifærið til að byrja hér áróður um "ágæta stjórn" Jóhönnu, ræðandi mál sem eru hér ekki til umræðu, og verður slíkum innleggjum vísað frá framvegis, haldi hann sig ekki við efnið.
Jón Valur Jensson, 19.7.2018 kl. 12:58
Ritskoðunin er hafin .....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.7.2018 kl. 13:53
Haltu þig við efnið eða láttu þig hverfa.
Jón Valur Jensson, 19.7.2018 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.