Er Jón Gnarr, sem kaus með Icesave-svikasamningi þvert gegn þjóðarhag, fær um að gegna æðsta embætti landsins?!

Þá vantar ekki afglapana sem treysta Gnarr fyrir forsetaembætti. Einn sagði hann standa með sannfæringunni. Hann var a.m.k. nógu kjánalega sannfærður um að hann ætti að kjósa með Icesave-svikasamningnum!!!

Reyndar minntu "rök" hans á "rök" Svavars Gestssonar, sem sagðist "ekki nenna þessu lengur" að halda áfram samningaviðræðum við Bretana (og gafst því upp og skrifaði upp á hrikalegar kröfurnar!). Hliðstætt hjá Gnarrinum sem lýsti því yfir að með því að segja JÁ við Icesave vildi hann „leggja mitt af mörkum til að binda enda á þennan ófrið og leiðindi.“ ---> http://www.dv.is/frettir/2011/4/9/jon-gnarr-segir-ja-vid-icesave/

Hver getur treyst svona veiklulegum málsvara fyrir þjóðarhag? 

Svo þóttist hann í viðtali í Vikulokunum á Rás 1 í gærmorgun myndu verða "líklega meiri Vigdís heldur en Ólafur Ragnar." En Gnarr kysi einfaldlega að vera eins og ESB-sinninn Þóra Arnórsdóttir í starfi forseta, langtum fremur en eins og Ólafur Ragnar. Jón Gnarr kaus GEGN vilja þjóðarinnar í Icesave-málinu og GEGN lagalegum rétti hennar, sjá tengilinn hér ofar á viðtal við hann, þar sem hann sagði 9.4. 2011: „Ég ætla að segja Já,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri á Facebook-síðu sinni í morgunsárið um afstöðu sína til Icesave-samningsins." (DV.is sama dag.) 

Setji nú allir landsins þorskhausar kvarnirnar í gang!

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi kjósa Jón af því hann hefur þor að fara á móti þeim gildum sem ríkjandi eru og þess vegna er hann líklegastur til þess að gera breytingar.Hann hefur þor til þess að standa með eigin sannfæringu og falla með henni. Hann hefur þor til þess að vera öðruvísi. Já ég myndi kjósa Jón.

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 16:14

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann hefur að minnsta kosti sleppt því vísvitandi að standa með kristnum gildum, já, beinlínis unnið gegn þeim með því að stuðla að því að skólabörn fái ekki gefin Nýja testamentið í fallegri og aðgengilegri útgáfu. Trúlega ertu í þeim fámenna hópi manna sem þykir þetta "eðlilegt", Helgi Bjarnason!

Ég svara þessari aths. þinni hér út frá mínum persónulegu viðhorfum, ekki fyrir hönd samtakanna, sem hafa enga stefnu í trúarefnum.

Jón Valur Jensson, 28.12.2014 kl. 19:40

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

... gefins ...

átti að standa þarna.

Jón Valur Jensson, 28.12.2014 kl. 19:42

4 identicon

Það er ég reyndar ósammála Jóni og þáverandi meirihluta í borginni.Við getum þó ekki ætlast til þess að við séum sátt við allar þær ákvarðanir sem teknar eru.Eðlilegt hefði mér þótt að meiri umræður hefðu farið fram meðal íbúa borgarinnar og í raun þjóðarinnar allrar áður en þessi ákvröðun var tekin.Hvað Gídeonfélagið varðar þá virðist félagið ekkert sérstaklega ósátt við ákvörðunina. Að minnsta kosti hafa þeir ekkert gert til þess að berjast fyrir því að fá að gefa Nýja testamentið áfram í skólunum.

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 21:12

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Helgi Bjarnason hefur ekki mikinn skilning á málunum og kannski sízt á Gídeonfélaginu, sem gengur ekki fram eins og veraldarhyggjumenn sem með klókindum lauma sér inn í ráðir og nefndir til að taka þar þátt í að ráðskast með hag borgarbúa og barna þessa lands, umboðslaust í raun og með sáralítinn bakhjarl á bak við sig. Valdsmennskan er ekki starfsháttur Gídeonmanna, heldur hógvært og hljóðlátt sjálfboðaliðastarf. Þeir verða því ekki dæmdir á mælikvarða þeirra sem sækjast eftir valdi til að misbeita því. 

Jón Valur Jensson, 28.12.2014 kl. 23:24

6 identicon

Jón.Kannski er það ástæðan fyrir því að það tókst að úthýsa þeim úr skólunum.Ef þeir ekki reyna að bera hönd fyrir höfuð sér þá er lítil von að þeir nái markmiðum sínum fram.Það sýnir sig samkvæmt þessu að það gafst ekki vel að láta í minni pokann.Ef menn eins og þú hefðuð bara sætt ykkur við að icesave hefði verið troðið ofan í þjóðina og ekki sagt orð þá værum við á verri stað ekki rétt?

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband