Vegna rangfærslna um seldar Icesave-kröfur

Ótrúlegt er hvað sumir geta verið illa að sér um eitt stærsta deilumál þessarar þjóðar, eða er bara um að ræða yfirklór þeirra sem beittu sér fyrir landráðum í Icesave-deilunni ?

 

Kröfur Bretlands og Hollands á hendur almenningi á Íslandi áttu sér engar lagalegar forsendur og það staðfesti EFTA-dómstóllinn, með hætti sem veitt var eftirtekt um allan heim.

 

Kröfur innistæðueigenda voru á Landsbankann og tryggingasjóðir í Bretlandi og Hollandi keyptu þær kröfur, eins og þeim var skylt samkvæmt lögum og reglugerðum í þessum löndum. Það að tryggingasjóðirnir selja nú þessar kröfur til óþekktra aðila og á óþekktu gengi, hefur ekkert með Icesave-kúgunina að gera.

 

Icesave-deilan snérist því ekki um þessar kröfur sem erlendir aðilar áttu og voru gerðar verðmætar með Neyðarlögunum. Sá hluti Neyðarlaganna, sem veitti þessum kröfum forgang, var settur til að létta byrðum af erlendum bönkum. Byrðum sem voru þó ekki þyngri en svo að ekki þurfti að hækka trygginga-iðgjöldin um eitt Pund eða eina Evru.

 

Til að kóróna Icesave-glæpinn, gerðu nýlenduveldin kröfu á almenning á Íslandi að vextir væru greiddir af hinum löglausu og siðlausu kröfum. Þessi vaxta-krafa væri núna orðin yfir 75 milljarðar króna og stækkar með degi hverjum.

 

http://samstadathjodar.123.is/

 

Stuðningsmenn Icesave-stjórnarinnar ættu að hafa vit á að þegja yfir ódæðisverkum hennar. Jóhanna var auðmýkt aftur og aftur í Icesave-málinu, en komst upp með að brjóta ákvæði Stjórnarskrárinnar með umsókninni um innlimun Íslands í Evrópusambandið. Margir nefna Samfylkinguna landráða-lið og ekki ætla ég að verða til að andmæla því.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.



mbl.is Hollenska Icesave-krafan seld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisverð sögufölsun og skemmtilegur skáldskapur. Er sveppatínslutíminn byrjaður?

Jos.T. (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 13:43

2 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Svona innlegg verðskuldar ekki birtingu, nafnlausi og andlitslausi "Jos.T."

Eða ætlastu til þess, að menn telji þessa fjóra stafi þína hafa eitthvert áthorítet og virðingu vegna fagmennsku á þessu sviði, eins og til að vega það upp, að innlegg þitt er rakalaust með öllu? Skætingur nafnleysingja hefur hér ekkert vægi.

Þetta verður síðasta skætinginnlegg þitt hér á vefnum, en velkomið er þér að segja til nafns og reyna að færa rök fyrir máli þínu. Við Loftur höfum slegizt við ýmsa og haft betur en meiri bógar en þú ert í þessu máli.

Jón Valur Jensson.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 28.8.2014 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband