Álit marktæks manns um Icesave-málið - og: Buchheit væri búinn að kosta okkur 75 milljarða í beinhörðum gjaldeyri!

"Icesave og stjórnarskráin stóðu í vegi fyrir ESB-inngöngu. Í þrígang samdi Steingrímur um Icesave við þá, sem skipuðu okkur á bekk hryðjuverkamanna. Fyrsti samningurinn var svo góður, að hann krafðist þess að þingmenn samþykktu hann óséðan. Jóhanna birtist og tuktaði til þingmenn, sem hún kallaði villiketti. Ef þau frömdu ekki landráð þá veit ég ekki hvað landráð eru."

Sigurður Oddsson verkfræðingur í grein í Mbl. 16. þm. Sjá nánar HÉR!

Þann 1. apríl 2014, við 1. ársfjórðungsgreiðslu skv. Icesave III-samningnum, væri vaxtakrafan komin í um kr. 75 milljarða í beinhörðum gjaldeyri sem ríkissjóður væri búinn að sjá af í þetta svarthol ef þjóðin hefði ekki hafnað þessum ólögvarða samningi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011.

Ekki er búið að greiða úr þrotabúi gamla Landsbankans nema sem svarar til um 54% af fjárhæðum forgangskrafna þannig að ef heldur sem horfir hefðu vextir haldið áfram að "tikka" vægðarlaust um ókomna tíð ef þjóðin hefði ekki tekið ráðin af hinni gæfulausu og vanhæfu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Fyrir þessa upphæð mætti lækka skuldir nær 19 þúsund skuldum vafinna heimila í landinu um 4 milljónir hvert. Það þvertók hin lánlausa fráfarandi ríkisstjórn fyrir að kæmi til greina. Þvert á móti barðist hún um á hæl og hnakka fyrir því að koma byrðunum af hinum ólögvarða Icesave III-samningi á herðar almennings í hnjáliðamýkt sinni gagnvart erlendum kröfuhöfum og ESB.

Á þessum þriggja ára afmælisdegi þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur þjóðin minnst þess með stolti að hafa hrist af sér þennan ólánssamning. Í alþingiskosningunum í fyrra lét þjóðin ekki þar við sitja heldur greip tækifærið og losaði sig við megin-skaðvaldinn, þ.e.a.s. sjálfa ríkisstjórnina.

Daníel Sigurðsson véltæknifræðingur, á vefsíðu sem nefnist 'Krónuteljari við svartholið Icesave' (samstadathjodar.123.is/page/32915) þar sem tölurnar hafa verið reiknaðar út skv. ákvæðum Buchheit-samningsins miðað við 9. apríl 2014 (fyrir 12 dögum).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband