Siðfræðiprófessor á villubraut

Dr. Vilhjálmi Árnasyni gekk verr í Silfri Egils að greina eðli Icesave-III-þjóðaratkvæðis 9. apríl 2011 en stjórnarskrárdraga-kosninguna 20. okt sl. Í stíl margra úr háskólasamfélaginu vogar hann sér að kalla Buchheit-samninginn "sanngjarnan og góðan samning".

Halda mætti að hann hafi cóperað kollega sinn Guðmund Heiðar Frímannsson á Akureyri, þegar hann talar um þennan samning sem "miklu skynsamlegri og siðferðislega verjandi kost að ganga að og meiri reisn af hálfu þjóðarinnar" að samþykkja hann heldur en ekki!

Hvernig getur það verið "siðferðislega verjandi" að samþykkja ólögvarða ofurkröfu brezkra og hollenzkra stjórnvalda sem hegðuðu sér allt annað en siðferðislega gagnvart okkur og beittu okkur saklaus bolabíts-ofríki, innan og utan Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og skelltu á okkur hryðjuverkalögum vegna þessa máls?

Hvaða "reisn" er í því fyrir þjóðina að skríða fyrir erlendu valdi, eins og Jóhönnustjórnin gerði í þessu máli? Hvaða sanngirni hefði verið í því fólgin, að nú þegar, vegna Buchheit-samningsins eins sér, væri búið að greiða um 65 milljarða króna í vexti eina saman (í byrjun apríl sl., sjá HÉR á vefsíðu Samstöðu þjóðar)? Samkvæmt samningnum "sanngjarna" átti að greiða það allt í erlendum gjaldeyri. Hvar ætlaði dr. Vilhjálmur að taka það fé til að greiða gerviskuldina?

Hann og Silfur-Egill vísuðu í það í Silfrinu í dag, að skuldabréfi Landsbankans höfum við ekki komizt hjá, en það er alfarið óháð þessu máli og algerlega á ábyrgð fjármálaráðherrans í (sennilega) uppáhaldsstjórn Vilhjálms Árnasonar, hins gamla vinstri sinna. Buchheit-samningsupphæðirnar hefðu komið þrátt fyrir það skuldabréf, og þær eru "ekki allar þar sem þær eru séðar," því að þótt við "sjáum" 65 milljarða króna þegar áfallna og greiðsluskylda samkvæmt þeim þvingunarsamningi stórvelda við umboðslausa svika- og brauðfótastjórn á Íslandi, þá hefðu vextirnir "haldið áfram að "tikka" vægðarlaust um ókomna tíð ef þjóðin hefði ekki tekið ráðin af vanhæfri rikisstjórninni," eins og segir á fyrrnefndri vefsíðu Samstöðu þjóðar (nánar þar).

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Fullyrðingar Vilhjálms verða að teljast ósvífnar lygar, því að maðurinn hlýtur að vera betur að sér um staðreyndir Icesave-málsins. Úrskurður EFTA-domstólsins fell ekki Íslandi í vil, fyrir tilviljun eða vegna snilldar lögfræðinganna sem fluttu málið fyrir Ísland.

Lagarök en ekki samningaleið leiddu til sigurs í Icesave-deilunni

Röksemdir Íslands voru fyrir hendi frá fyrstu dögum deilunnar, en ríkisstjórnin neitaði að hlusta. Sigur Íslands byggði á lagarökum sem einstaklingar og félög hafa haldið til haga. Lagarök báru sigur á samningaleið ríkisstjórnarinnar í Icesave-deilunni.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 12.5.2013 kl. 16:16

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sérhver þjóð hefur sinn sið. Ég var útskifaður um 6 ára Íslenskt siðmenntaður. Ég gef skít í þennan fræðing, sem er greinilega illa upp alin. 

Júlíus Björnsson, 12.5.2013 kl. 16:46

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ejkkrt veit ég um uppeldi hans, en Vilhjálmur er hinn mætasti maður, vel lærður og hefur að baki langan kennsluferil og farsælan um margt, þótt vitaskuld sé hann ekki óskeikull frekar en þú eða ég, Júlíus minn. Hann er greinilega ekki á sínu sterkasta sviði, heldur á hálu svelli, þegar hann fjallar um þessi mál, og ekki hjálpaði hitt, að Egill Helgason, sem átti að vita betur, spurði hann engra krítískra spurninga, þar sem við hefði átt. Það er nú bara í takt við afar lélega frammistöðu Silfur-Egils í þessum þáttum sínum, þegar horft er til Icesave-málsins -- rétt eins og í ESB-málefnum flestum!

Jón Valur Jensson, 12.5.2013 kl. 17:11

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fullt af mínum forfeðrum voru innherjar í sjálfstæðsbaráttuni hér,  bæði vegna tengsla við Danmörku: einokunar efnhagsbandlagið og við ríki utan þess.  Rökin með og móti.  Allir áttu þeir þó sameiglegt að skilja fornmálið frá 800 eins og sitt móðurmál. Það eru ekki allir eins.   Við erum orðin sem við masterum.

Júlíus Björnsson, 12.5.2013 kl. 17:34

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Margir vilja skrifa á listann ,,draga umsókn ESB til baka,, en ég kemst ekki inn á þá/þær síður.

Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2013 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband