EFTIR EFTA DÓMINN: HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR SKRIFAR UM ICESAVE-TUDDA

Hæstaréttarlögmaðurinn, Brynjar Níelsson, skrifaði lýsandi grein í Pressunni um ICEsave, eftir EFTA-dóminn.  Hann er einn af nokkrum hæstaréttarlögmönnum sem börðust hvað harðast gegn nauðunginni ICEsave.  
 
Ætla að taka það bessaleyfi að birta hluta úr grein hans um 2 menn, Þorvald Gylfason og Vilhjálm Þorsteinsson, menn sem nánast heimtuðu að þessi nauðung yrði lögð á litlar herðar barnanna okkar og okkur sjálf: Að ganga í lið með tuddum.   Þessir 2 menn hafa líka fengið þann vafasama heiður að skrifa nýja stjórnarskrá fyrir okkur Íslendinga, stjórnarskrá sem þjóðin bað aldrei um.
 
Hann skrifaði:
Þessir menn töldu það siðferðislega skyldu ríkisins (skattgreiðenda) að greiða Bretum og Hollendingum nærri þúsund milljarða í erlendum gjaldeyri, sem ekki er til, vegna einkabanka sem stofnaði útibú í þessum löndum.
 
Hann spurði þá eftirfarandi spurninga:
Í fyrsta lagi hvort barátta þeirra fyrir því að Íslendingar greiði Bretum og Hollendingum Icesave skuldbindingar Landsbankans muni ekki örugglega halda áfram, þrátt fyrir niðurstöðu EFTA dómstólsins um að lagaskylda til þess sé ekki fyrir hendi?

Í öðru lagi hvort að í tillögum þeirra að stjórnarskrá sé að finna ákvæði sem byggi á sömu eða svipuðum siðferðisviðmiðum og fram komu í skrifum þeirra um Icesave málið?

Í þriðja lagi hvort þeir telji að íslenska ríkið eigi jafn auðvelt með að efna þær skyldur sem lagt er á það í tillögum stjórnlagaráðs og að greiða Bretum og Hollendingum 1000 milljarða í erlendum gjaldeyri vegna Icesave?

 

Verð að játa að ég skil samt ekki alveg hvað hann er orðinn vægur gegn þeim sem vildu sættast á ICEsave3.

Elle

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stjórnlagaráð, sem stofnað var til með ólögmætum hætti (sjá margar greinar HÉR og http://jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263508/þessa kæru til Hæstaréttar Íslands), og jafnvel borið fé á menn í því skyni að freista þeirra til þátttöku (sjá HÉR) gerði einmitt tillögu um, að ríkið MÆTTI taka ábyrgð á skuldum fyrirtækja og einkaaðila! Nánar síðar, en þetta sýnir, að þessir menn, Þorvaldur Gylfason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Guðmundur Gunnarsson rafiðnaðar, Örn Bárður Jónsson, Lýður Árnason, Gísli Tryggvason, Silja Bára Ómarsdóttir og Pétur Gunnlaugsson, ásamt öllu heila kompaníinu þessara sjálfskipuðu stjórnarskrárvitringa, höfðu ekkert lært af Icesave-málinu. Svo vilja ríkisstjórnarflokkarnir gera tillögur þessa liðs að leiðarljósi sínu um nýja stjórnarskrá!!!

Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband