Óviðeigandi og varasöm íhlutun fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenzk hagsmunamál

Vorum við ekki orðin laus við þennan Rozwadowski frá Íslandi, sendifulltrúa AGS?!

Þykir honum það í alvöru viðeigandi að vera með yfirlýsingar um verstu (frekar en beztu) hugsanlegu niðurstöðu EFTA-dómstólsins um Icesave-málið, meðan dómararnir eru að bræða sig saman um endanlegan úrskurð?

Er hann að reyna að hafa áhrif í þá átt, fyrir vini sína Breta og Hollendinga, að láta dómstólinn álykta sem svo, að það sé ekki sök sér að skella á 4. hundrað milljarða á Íslendinga, af því að það sé "ekki nema um 20% af landsframleiðslu" og af því að hr. Rozwadowski gefur recept, ef ekki bevís upp á það, að íslenzkt samfélag myndi þola það?

Hvort sem orð hans gætu haft hér áhrif, er augljóst, að hann var ekki að tala þarna fyrir íslenzkum hagsmunum og að slettirekuháttur er þetta og ekkert annað og manninum sæmst að taka pokann sinn í kvöld frekar en fyrramálið.

En eins og áður hefur komið fram hér og eins í afar góðum greinum Sigurðar Más Jónssonar viðskiptablaðamanns, sem og InDefence-manna, er málstaður íslenzka ríkisins og skattgreiðenda í Icesave-málinu bæði góður og lögvarinn, og vonandi geta engin utanaðkomandi afskipti haft áhrif á það -- né á okkar huglausu stjórnvöld.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ísland mun standa af sér slæma niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband