Þverbrotlegur utanríkisráðherra í Icesave-málinu

Össur Skarphéðinsson LEYNDI Alþingi mikilvægum upplýsingum 27. marz til 11. apríl, tveimur dögum áður en frestur rennur út (þ.e. í dag) til að bregðast við þátttöku framkvæmdastjórnar Esb. í lögsókn SA gegn Íslandi vegna Icesave!!! Eins og í Mishcon de Reya-málinu sat Össur á upplýsingum, sem honum bar vitaskuld að koma til Alþingis án tafar. En þetta er dæmigert um Icesave-meðvirkni ráðherrans, sem þorir heldur ekki að anda á sitt Evrópusamband og spillir þá frekar fyrir möguleika okkar sjálfra á því að andmæla þátttöku Esb. í lögsókn gegn okkur.

 

  • "Íslenskum stjórnvöldum er tilkynnt þetta með bréfi dagsettu 27. mars en við nefndarmenn fréttum af þessu í útvarpsfréttum klukkan sex í gærkvöldi, 11. apríl," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. "Þetta er ekki það samráð sem utanríkisráðherra lofaði og ber að hafa við utanríkismálanefnd samkvæmt þingsköpum."
  • Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í segist Ragnheiðar hafa gagnrýnt þessi vinnubrögð ráðherrans á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi, en hann var þar viðstaddur.  "Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að okkur hafi ekki verið tilkynnt þetta og við höfum náttúrlega enga leið til að koma að athugasemdum við þetta svar sem fer á morgun," segir Ragnheiður (Mbl.is). 

Jóhanna snýr svo öllum sannleik við í meðvirkni sinni með Esb. þegar það ræðst enn að okkur! Sjá um það grein undirritaðs í dag: Afhjúpaður blekkingavefur Jóhönnu til að réttlæta Esb-undirþægni sína þegar Íslandi er mest þörf á einurð og andstöðu

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ráðherra hélt málinu leyndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er milli eyrnana á forsætisráðherranum?

Hvers vegna er Össur ekki rekinn, eða í það minsta látinn segja af sér? Þetta viðrini hefur aldrei gert neitt annað, en skaða þetta aumingjasamfélag, sem það er orðið, eða á ég kannski að segja kommúnistaríki!!!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 11:55

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mikið er ég sammála þér JVJ! Þegar pólitík hættir að vera pólitík og breytast hrein svik við málstað Íslands eins og Össur algjörlega ófeimin fer út með, þá fallas manni hendur. Bæði Jóhanna, Steingrímur og Össur eru í pólitískum póker með Ísland í pottinum.

Er ekkert hægt að gera í þessu?

Óskar Arnórsson, 13.4.2012 kl. 12:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við verðum að losa okkur við Samfylkinguna, hún er okkur þjóðhættuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 12:29

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka innleggin.

Jón Valur Jensson, 13.4.2012 kl. 14:05

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ykkur! Við verðum að losa okkur við þetta pakk nú þegar það er því miður orðið of seint þau eru búinn að stór skaða okkur! Samt getur vont versnað gerum okkur grein fyrir því!

Sigurður Haraldsson, 13.4.2012 kl. 15:59

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vijið þið að ég fari og ,,,,,,

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2012 kl. 17:25

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Stundum gerir fólk hluti á móti eigin vilja af því að það er þvingað til þess. Allt þetta ESB kjafæði í Ríkisstjórninni er eins og hún hafi skammbyssu miðað á ennið á sér! Það eru bara raknir eiginhagsmunaseggir sem tala svona nema eitthvað annað sé á seyði sem fólk veit ekki hvað er...

Ég yrði ekki hissa á að þessi Ríkisstjórn eigi mörg leyndarmál í viðbót sem varðar þjóðarhagsmuni.

Óskar Arnórsson, 13.4.2012 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband