"Útilokað að láta eins og ekkert sé og halda áfram viðræðum um aðild að ríkjasambandi sem styður óréttmætan málarekstur gagnvart Íslandi"

"Evrópusambandið ætlar að styðja kröfur ESA gagnvart Íslandi og útilokað að láta eins og ekkert sé og halda áfram viðræðum um aðild að ríkjasambandi sem styður óréttmætan málarekstur gagnvart Íslandi. Einnig er þess krafist að sendiherra ESB á Íslandi verði boðaður á fundinn og að fundurinn verði gestafundur," segir í fréttatilkynningu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, og Gunnari Braga Sveinssyni, formanni þingflokks hans.

Undir þetta skal tekið hér af heilum hug. Það gengur ekki, að stjórnvöld á Íslandi misbjóði þjóð sinni með því að "láta eins og ekkert sé" í þessu máli, og verður mörgum hugsað til annarra mála um leið, þótt þau verði ekki gerð hér að umræðuefni.

Stjórnarflokkarnir hafa lengst af, með öfáum undantekningum þingmanna, hagað sé á afar meðvirkan hátt með yfirgangsöflum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Megum við nú vænta eðlilegra endaloka þeirrar meðvirkni, eða eigum við enn eftir að sjá þá rísa upp á afturfæturna á ný, Icesave-predikara þessara tveggja flokka?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja fund í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það á að slíta þessum viðræðum strax. Þetta er ekkert annað en ögrun gagnvart landinu.

Theódór Norðkvist, 12.4.2012 kl. 00:02

2 Smámynd: Benedikta E

Draga aðildarumsókn Jóhönnu-óstjórnarinnar að ESB til baka - STRAX - !!! Nú þarf fólk að mæta á Austurvöll og sýna Jóhönnu og Steingrími alvöruna!!!

Benedikta E, 12.4.2012 kl. 00:16

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, bæði svo, samherjar!

Jón Valur Jensson, 12.4.2012 kl. 00:17

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála og ekki seinna en strax

Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2012 kl. 00:45

5 identicon

ég vill stríð á AUSTURVELLI og það strax áður en þau drepa okkur

draga umsóknina til baka strax og gefa evrópusambandinu langt nef

við viljum ekki ganga í "ESB" við segjum NEI og aftur NEI við ESB

enda hversvegna í ósköpunum ættum við að ganga í samband sem vill okkur ekkert annað en illt

ég segi!!! að þeir sem vilji ganga í ESB eru "LANDRÁÐAMENN"

og ekkert annað

snorri jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 01:28

6 Smámynd: Sandy

 ESB hefur ekki náð undirtökunum hér eins og Össur hefur kannski lofað þeim. Mér verður æ oftar hugsað til Grikklands og þeirrar aðfarar sem þeir hafa mátt sæta, svona frá mínu sjónarhorni án þess að ég þekki málavöxtu annað en það sem hefur komið fram í fréttum.

Sandy, 12.4.2012 kl. 01:54

7 identicon

Ef þetta fyllir ekki mælinn hjá þjóðinni, þá veit ég ekki hvað 

Takk Jón. Hjartanlega sammála.

ark (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 02:10

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er skrýtin staða og ef maður hefur það í huga að það voru Bretar sem skelltu á okkur hryðjuverkalögunum vegna þessa Icesave reikninga þá ætti það ekki að koma til greina að þeir hafi eitthvað með þetta mál að gera...

En það sem sannast berlega í þessari stöðu eru þær lygar sem Utanríkisráðherra okkar Íslendinga hann Össur Skarphéðinsson er búinn að bera á borð fyrir okkur Íslendinga varðandi samgang þann sem meirihluti Þjóðarinnar hefur haldið fram að sé á milli Icesave og ESB og hefur hann Össur þá hvað á eftir öðru fullyrt að það sé engin samgangur þarna á milli og vegna þessa lyga en og aftur þá verður að láta hann taka ábyrgð og segja af sér vegna þess að lygar er ekki það sem við eigum að sætta okkur við bara vegna þess að einhver heitir þetta er í þessari stöðu og þess vegna sé það allt í lagi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2012 kl. 10:26

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Valur. Þetta er partur að gera okkur skuldbundin og ósjálfbjarga. Því meir sem þeir geta komið á okkur fjármálaskuldum því meir erum við háð peningastofnunum.

Ég benti á þessa slóð í bloggi í morgun sem vert er að skoða þótt tímafrek sé.

Hlustið á þetta en þið sem vitið ekki hver þessi Foster Gamble. For those who have never heard of Proctor & Gamble, it is a Fortune 500 American multinational corporation. It is one of the world's biggest, most toxic corporate polluters on the face of the earth with an annual turnover of over $68 billion. Is Foster Gamble any relation to Proctor and Gamble? You betcha!

Þetta kemur úr hörðustu átt.
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=lEV5AFFcZ-s

Valdimar Samúelsson, 12.4.2012 kl. 11:26

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á Austurvöll!! Áttum að vera búin að hrekja þau fyrr,ég er herská,komið með mér því ég er hættuleg!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2012 kl. 17:24

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka heitan hug ykkar fyrir málstað Íslands.

Jón Valur Jensson, 12.4.2012 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband