"Vinnubrögðin eru ólýsanleg" - og um ráðherraábyrgð í Icesave-máli

"Niðurstaðan var stórkostlegt klúður." Við enduðum á þeim orðum Sveins Valfells í samantekt hér á undan. Hann var að ræða um Icesave-vinnu Svavars! En frábær grein hans hélt þannig áfram:

  • "Í seinna skiptið var skipaður erlendur lögfræðingur með haldbæra reynslu, Lee Buchheit. En sá hafði erfitt verk að vinna. Málið var komið í vondan farveg vegna samninganna sem flokksbróðir Steingríms hafði áður gert og Steingrímur lagt fyrir þing og fengið lögfesta.
  • Ef ráðherra skipar vanhæfan mann ótengdan sér að semja í þýðingarmiklu máli, það eru stórkostleg afglöp. Að útvega flokksfélaga bitling hjá ríkinu er þjófnaður af almannafé. En Steingrímur J. Sigfússon skipaði mann sem var bæði vanhæfur til starfans og einnig samherji til margra ára í pólitík til að leiða eitt þýðingarmesta milliríkjamál í sögu lýðveldisins, hundruð milljarða voru í húfi. Vinnubrögðin eru ólýsanleg.
  • Í lögum um ráðherraábyrgð segir skýrt að krefja megi ábyrgðar ráðherra sem „af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi [hafi] stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.“ Það gerði Steingrímur J. Sigfússon þegar hann lagði ríkissjóð að veði vegna Icesave.
  • Ennfremur segir í 91. grein íslenskra hegningarlaga: „[Fangelsi allt að 16 árum] skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.“ Ekki verður annað séð en að Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon hafi báðir brotið þessa grein, Svavar með frammistöðu sinni í samningum við Breta og Hollendinga og Steingrímur með því að leggja klúður Svavars fyrir þingið.
  • Greinilegt er af því sem opinberlega er vitað um þetta eina mál, Icesave, að Steingrímur J. Sigfússon verðskuldar að vera ákærður fyrir Landsdóm. Hverju skyldi þá gegna um aðrar embættisfærslur hans?"

Sveinn Valfells  Það er enn meira í grein Sveins í Morgunblaðinu 14. þ.m., Icesave og traust Alþingis! Engin furða, að hún hafi verið endurbirt á vef Samstöðu þjóðar, en við höfum farið rólegar í það hér, og þó er hún með því albezta sem birzt hefur um Icesave-málið og verðskuldar því að vera öllum aðgengileg. --JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband