Blaðafulltrúi óvinsællar ríkisstjórnar, ekki þjóðarinnar

Jóhann Hauksson blaðamaður starfaði ekki í þágu þjóðarinnar, þegar hann gerðist eindreginn málsvari Icesave-klafans á Íslendinga.* Sem betur fer var minnst hlustað á menn eins og hann í þjóðaratkvæðagreiðslunum. Frægt er það atvik úr Bessastaðastofu þegar forsetinn stakk upp í þennan framhleypna blaðamann með eftirminnilegum hætti. 

Fyrir tveimur árum var auglýst embætti blaðafulltrúa forsætisráðuneytisins. Tugir manna sóttu um, en síðan var HÆTT VIÐ að stofna til starfans. Hefur Jóhanna Sig. kannski átt erfitt með að ganga þar fram hjá mun hæfari mönnum en Jóhanni. Nú er því gripið til þess ráðs að auglýsa starf "blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar" og gera það ÁN AUGLÝSINGAR, að því er virðist þvert gegn lögum!

Baldur Hermannsson telur á Facebók sinni (skv. Fréttatímanum í dag, s. 24) að nú geti Jóhann "fengist við það sem honum lætur best: áróður í formi upplýsinga." 

Skyldum við eiga eftir að hlusta á enn meiri Icesave-áróður úr munni Jóhanns Haukssonar og nú á fullum launum frá okkur sjálfum?!

* Icesave-I hefði þegar kostað okkur yfir 120 milljarða króna í ÓENDURKRÆFA VEXTI (og allt í erlendum gjaldeyri) – vaxtakröfur í þrotabú eru ekki meðal forgangskrafna – féð væri tapað. Sjá greinar hér á vefnum. En 120 milljarða klafinn hefði reynzt okkur gríðarleg efnahagsáraun, leitt til fjöldabrottrekstrar ríkisstarfsmanna, óvægins niðurskurðar á skólakerfi, heilbrigðisþjónustu og framkvæmdum ríkisins og til skattaáþjánar alþýðu.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Nýr upplýsingafulltrúi stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband