27.12.2011 | 07:10
Icesave-málið rifjað upp í Venezúela
- "Rakið er hvernig gengi krónunnar hrundi við fjármálahrunið og hvernig Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vildu leggja þá þungu byrði á íslenska alþýðu að greiða sem svarar hundrað evrum á mánuði á hvert mannsbarn í fimmtán ár vegna Icesave-kröfunnar. [100 = 16.000 kr.]
- Sú krafa hafi hrundið af stað íslensku byltingunni (spænska: la revolución islandesa) með götumótmælum í Reykjavík. Segir þar einnig að krafan sverji sig í ætt við sambærilegar kröfur á hendur almenningi á Írlandi, Grikklandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal.Er því svo lýst hvernig íslenskur almenningur hafi beitt Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, miklum þrýstingi um að synja Icesave-lögunum staðfestingar."
Þetta er ágæt upprifjun á Icesave-málinu í hnotskurn og þetta með:
- Sagðir hafa beitt ESB og AGS gegn Íslandi
- Segir þar ennfremur að Bretar og Hollendingar hafi beitt áhrifum sínum í gegnum fjármálastofnanir, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið til að hóta Íslendingum því að Íslandi yrði breytt í Kúbu norðursins ef þeir létu ekki undan kröfunum ...
Um þetta mál var sem sé fjallað í ríkisútvarpinu í Venezúela. Niðurstaða þess hafi orðið "sú að Íslendingar hafi sýnt fram á að ekki beri að fela valdið í hendur stofnana sem taka ekki tillit til hagsmuna almennings, heldur beri að láta almannaviljann ráða för."
Verðum við ekki sjálf að skrifa upp á, að þetta er rétt?
Og hafa stjórnvöld annarra ríkja komizt lengra í fáránlega vitlausu klúðri en okkar eigin? Hér verður vitaskuld að undanskilja forseta Íslands. Heill sé honum.
Jón Valur Jensson.
Íslenska byltingin í Venesúela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:21 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, stofnuð í febrúar 2010. Félagsmenn eru 82. Netfang: thjodarheidur@gmail.com
ÓPÓLITÍSK SAMTÖK
UMSAGNIR UM
ICESAVE 3
Frá fjárlaganefnd alþingis (ekki lokið)
Umsögn alþingis
Unnið af GAM Management hf [GAMMA]
10. janúar 2011
Umsögn GAMMA
Unnið af IFS Greiningu
11. janúar 2011
Umsögn IFS
Unnið af InDefence
10. janúar 2011
Umsögn InDefence
Frá Seðlabanka Íslands
10. janúar 2011
Umsögn SÍ
FORGANGSKRÖFUR
Í ÞROTABÚ
LANDSBANKA ÍSLANDS?
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
30. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað frá LEX /
Eiríki Elísi Þorlákssyni hrl.
31. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað
samninganefndar um Icesave samninga
15. júlí, 2009
Minnisblaðið
Tölvupóstur um
evrópskar tilskipanir
frá Jan Marten
Ódagsett
Tölvupósturinn
Lögfræðiálit
Prof. Mr. Dr. P.S.R.F Mathijsen,
Brussels
28. júlí 2009
Lögfræðiálitið
Tölvupóstur
frá Gary Roberts
til Indriða Þorlákssonar
22. júlí 2009
Tölvupósturinn
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
6. ágúst 2009
fjármálaeftirlitsins(FSA)
1. júní 08.
og Helgu Melkorku Óttarsdóttur hdl.
Directive 94/19 EC
Nýjustu færslur
- Fremstum allra hefði Lofti Altice Þorsteinssyni borið hæsta v...
- Guðni Th. Jóhannesson beitti sér ÞVERT GEGN hagsmunum og laga...
- ICESAVE-sinnar reyna enn að krafsa yfir eigin atlögur að hags...
- Minnisstæð ummæli Icesave-áhangenda (meðal þeirra voru Dagur ...
- Icesave í boði EES
- Það þarf glöggskyggni, skilning og nennu til að kynna sér að ...
- Úr Icesave-sögunni: Þorvaldur vildi borga ICESAVE, þó það vær...
- Icesave-samningar Svavars, Steingríms J. og Jóhönnu voru ...
- Prófessorum getur skjöplazt
- Fróðlegur Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Loga í Sjónva...
Bloggvinir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Elle_
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Guðni Karl Harðarson
- Halldór Björgvin Jóhannsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Sveinsson
- Jón Baldur Lorange
- Axel Jóhann Axelsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Sigurður Sigurðsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Benedikt Gunnar Ófeigsson
- Tryggvi Helgason
- Júlíus Björnsson
- Ívar Pálsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Guðmundur Júlíusson
- Haraldur Hansson
- Benedikta E
- Ragnhildur Kolka
- Sigurður Þórðarson
- Guðbjörn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Sigurður Jónsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Gunnlaugur I.
- Gunnar Heiðarsson
- Kolbrún Hilmars
- Páll Vilhjálmsson
- Rafn Gíslason
- Kristinn Ásgrímsson
- Sigurjón Þórðarson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Tómas
- Haraldur Baldursson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Óli Björn Kárason
- Halla Rut
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Þórhallur Heimisson
- Magnús Óskar Ingvarsson
- Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Axel Þór Kolbeinsson
- Helga Þórðardóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Óskarsson
- Gústaf Níelsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Bjarni Kristjánsson
- Baldur Hermannsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- K.H.S.
- Elís Már Kjartansson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Þórarinn Baldursson
- Valdimar H Jóhannesson
- Frosti Sigurjónsson
- Valan
- Árni Karl Ellertsson
- Birgitta Jónsdóttir
- S. Einar Sigurðsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Ríkharðsson
- Halldór Jónsson
- Ísleifur Gíslason
- Bjarni Jónsson
- Einar Björn Bjarnason
- Geir Ágústsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- G.Helga Ingadóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Óskar Arnórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Sverrir Stormsker
- Linda
- Emil Örn Kristjánsson
- Þórður Guðmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Vésteinn Valgarðsson
- Ketill Sigurjónsson
- Hreinn Sigurðsson
- Pétur Harðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Heimssýn
- Valdimar Samúelsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Guðrún Brynjólfsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Frjálshyggjufélagið
- Birgir Viðar Halldórsson
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Magnús Ágústsson
- Libertad
- Átak gegn einelti
- Kristinn D Gissurarson
- Jónas Pétur Hreinsson
- Gróa Hreinsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Vilhjálmur Stefánsson
- Jónas Örn Jónasson
- Samstaða þjóðar
- Þórður Einarsson
- Tryggvi Þórarinsson
- Jón Lárusson
- Sigurður Alfreð Herlufsen
- Högni Snær Hauksson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Snorri Magnússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Bændur og landbúnaður
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Menning og listir
- Sjómenn og sjávarútvegur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Mínir tenglar
- Frétta-knippi Mbl.is um Icesave Mikilvægt er að eiga aðgang að sem flestum Icesave-fréttum á einum stað
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Gleðileg Jól! vinir! Gott að fréttist sem víðast af þvingunum alþjóðastofnana. Takk fyrir vinnu ykkar fyrir málstaðinn.
Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2011 kl. 21:44
Sammála. Megi þessi rödd bergmála sem víðast um heimsbyggðina.
Magnús Óskar Ingvarsson, 29.12.2011 kl. 16:21
Þú ert hreinasta snilld í pólitík JVJ eins og þú ert óþolandi í trúmálum. Ég les greinarnar þínar með bestu lyst og Ísland á sér sterkan stuðning í skrifum þínum um ESB og baráttu fólks sem vill réttlæti.
Alla vega myndi ég ekki hika við að kjósa þig í Alþingiskosningum JVJ! Af hverju gefurðu ekki kost á þér annars?
Óskar Arnórsson, 29.12.2011 kl. 20:51
Ég tek undir allt með Óskari Arnórssyni nema það sem varðar trúmálin, það get ég als ekki tekið undir en það sem stendur uppúr er hvatningin til framboðs til alþingis.
Þórólfur Ingvarsson, 30.12.2011 kl. 14:28
Aldrei gæti ég stutt neinn í stjórnmálum sem berst gegn frelsi heillar þjóðar. Það er svar mitt við commentum Óskars og Þórólfs.
Elle_, 31.12.2011 kl. 00:42
Vertu góður Elle. Málið snýst ekki um að vera sammála um allt. JVJ hefur einmitt barist með kjafti og klóm fyrir frelsi Íslendinga og einmitt það sem er mikils virði. Hvað honum finnst um mál sem eru einkamál eða trúmál kemur engum við nema honum sjálfum.
Þetta land er að hrynja vegna aumingjaskapar og volæðis, og það þarf töffara og fólk með viti á þing. Ég álít að JVJ sé einn svona maður. Hann stendur alla vega fyrir sannfæringu sinni og bakkar ekki, og það er meira enn hægt er að segja um þetta gúmmílið sem stjórnar landinu núna...
Óskar Arnórsson, 31.12.2011 kl. 01:11
Ekki halda að ég meini ísl. þjóðina, Óskar. Og ég stend við svarið að ofan.
Elle_, 31.12.2011 kl. 01:21
Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri - og aðrir gestir !
Nafni minn (Arnórsson); og Þórólfur !
Ykkur; að segja, hefir Elle fornvinkona mín, nokkuð, til síns máls.
En; alveg burtséð, frá ýmsum mannkostum Jóns Vals, er mér sjálfum; persónulega ekki verr við hann en það, að sízt vildi ég sjá hann á Alþing setjast, umfram annað það fólk, sem ekki hefir mengast, af þeirri illræðis stofnun.
Reyndar; getið þið ágætu félagar báðir, sem og Elle einnig, rifjað upp hatrammar greinar mínar, á minni síðu, gegn þessarri aula stofnun, sem gufan Kristján VIII. Danakonungur endurreisti, árið 1845, Íslendingum til tjóns eins, eins og sannast hefir, síðan. Og; með áþekku fyrirkomulagi, í Danmörku sjálfri, muni ég rétt.
Kristján var jú; við það að gera í brækur sínar, sökum þeirrar þjóðfrelsis öldu, sem skall á Danmörku, sem fleirri gamalgrónum nýlenduríkjum Evrópu, eins og þið munið eflaust, nafni og Þórólfur.
Og; varð að friða lýðinn, svo hann héldi haus, blessaður Sauðurinn.
Hitt er annað; hvort Elle og fleirri góðvinir mínir, þurfi ekki að endurskoða afstöðu sína; almennt, til þjóðfrelsis Íslendinga, sé litið til daglegra hryðju verka ísl. stjórnmálamanna, á hendur eigin samlöndum - og landsmenn ganga ENN, undir keyri kúgaranna, án þess að hleypa af, einu einasta byssuskoti, til þessa.
Ígrundið vel; þessi orð mín, gott fólk, áður en þið takið til við, að hnýta í hvort annað, að tilgangslausu.
Lýðræðið svokallaða; er ekkert upphaf - né endir alls, ef bjóðast vitrir og sterkir menn, sem með einræði eða tvíræði - fámennisstjórnun; kunna með völd að fara, eins og við þekkjum, gegnum Heimssöguna, einnig.
Þó; ekki séu á hverju strái, svo sem.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 02:49
Gott að lesa kommentið þitt nafni. Það þarf fámennis friðarstjórn. Sem eiga að vera sérfræðingar og góðir í að láta fólkið í andinu í friði. Stjórna því sem nauðsynlegt er að stjórna og hætta allskonar inri skipulagsþvælu sem er að éta fólk upp til agna vegna þess að fólk sem vinnur hnu opinbera sýstemi, þorir ekki að vera ábyrgt lengur.
Þetta stjórnskipulag sem er í notkun á Íslandi, virkar ekki nema fyrir suma. Og það virðist með vilja gert að láta þessa þörf að troða áfólki og leika eitthvað alþingisleikrit sem engu skilar nema stundum text að láta líta út fyrir að þeir stjórni.
Ég er alla vega farin að skilja betur hvernig ruddaskapur yfirvalda, svik, prettir, rán og lögregluofbeldi í hinum ýmsu löndum gerir fólk vitstola af reiði og það fer að slá frá sér. Hér situr Jóhanna sem æðsta vald landsins mitt í katastrofástandi og lætur sem ekkert sé að. Og einmitt þessu hegðun sem er klassísk fyrir illmenni eða hinum meðvitundalausu stjórnendum landa um víða veröld.
Ef maður spyr yfirvöld um hvort sé hægt að fá kartöflur í matin i kvöld, þá meinar maður það sem maður segir og flestir venjulegir skilja þetta. Enn sé ráðherra spurður kemur kafloðin innihaldslaus ræða að við seum í leiðinni í alþjóðlegt kartöflusamband og svarið um kartöflurnar í kvöldmatin fæst alls ekki....
Þetta hugarástand bírókrata t.d. virðist vera líkt víða um heim, það er eins og þeir séu margir hverjir á sama dópinu, meðulunum, eða fólkið sem á að vinna við þjónustu séu orðnir forfallnir sýstemfíklar, án þess að skilja það sjálfir. Og við erum eins og aðstandendur sem eru að reyna að skilja hvað er að ske, en getum það ekki hjálparlaust...
Sundum held ég að lögin okkar séu bara kópía af trúarbrögðunum gömlu. Bara sama sýstem í öðrum pakkningum. System sem stækkaði og varð að skrýmsli og hugarfarslegi eitri, sem hét kirkjan í gamla daga og svo var það lagt niður, all vega sem pólitískt stýri og Alþingi tók við stórninni. Hver andskotin skeði á Íslandi eiginlega þá?
Geta menn virkilega ekki þjónustað fólkið sem ráðherra og þingmenn á Íslandi, án þess að breytast í kónga, prinsa, presta og biskupa? Lenda menn automatiskt í hugmyndafræðilegu tómarúmi á því einu að hafa föst laun...valdstofnanir eru ekki endilega sjúkar og það eru ekkert sérstaklega flóknar hugmyndirnar á bakvið t.d. bankastofnanir og rekstur þeirra. Og af hverju eru bankar ekki þjónusta í eigu ríkissins? Ríkið endar hvort eð alltaf með þá í fanginu.
Bankarekstur eins og hann er í dag er mesti miskilningur sem til er og er stærsta orsökin fyrir þetta allt. Notið bankana sem þjónustumiðstöð og ekki til að græða á þeim. Það þarf líka gjörbreytingu á viðhorfi til peninga og hvað sé eðli þeirra...
Óskar Arnórsson, 1.1.2012 kl. 11:22
Elle átti þarna (kl. 0:42 hinn 31/12) við afstöðu mína til Palestínumanna. Undarlegt þó að koma með umræðu um það mál hér, og sjálfur vil ég ráða eigin meiningu um það eins og annað. (Leiðtogar Palestínumanna völdu ekki að stofna eigin þjóðríki 1948, kannski ekki orðnir vanir því þá að líta á sig sem þjóð, þannig að tilboði SÞ var hafnað. Þetta á sinn hlut líka í því, hvernig farið hefur, en hvergi hef ég amazt við frelsi Palestínumanna nema þá helzt til vondra verka eins og hryðjuverkaárása, og felur það ekki í sér neina alhæfingu af minni hálfu um þessa þjóð sem smám saman hefur verið að myndast þarna.)
Jón Valur Jensson, 2.1.2012 kl. 01:27
Ég er búin að lesa þennan frábæra pistil þinn yfir aftur og aftur JVJ, og það eru einmitt svona hlutir sem fá mann að vera pínu stoltur yfir að vera íslendingur og ekki eitthvað annað. Alla vega kemur tilfinninginn.
Og það er ekki minnst því að þakka að samatektin er góð. Það þarf svona samantektir svo að maður skilji samhengið í hlutunum.
Og ég held að allir sem stóðu með forseta og hvöttu hann dáða ættu bara að vera stoltir yfir því. Þeir geta slegist innbyrðis og rifist, enn þeir stóðu saman í ekki bara stærsta máli Íslands, heldu komu líklegast af stað breytingu á sjálfu fjármálakerfinu.
Breyting á fjármálakerfinu er bara hægt að koma af stað með jákvæðri hugarfarsbreytu. Ég er sjálfur sannfærður um að Ísland eigi stóran þátt í að koma þessu af stað.
Það verður að fara að breyta annari hugsun í landinu. Og það er hvað sé eiginlega þingmaður eða ráðherra. Það þarf að meta verðleika ráðherra og þingmanns eftir hæfileikanum að þjóna enn ekki getunni til að stjórna og drottna. Það þarf að gera Alþingi að þjónustufyrirbæri...
Óskar Arnórsson, 2.1.2012 kl. 04:09
Ég þakka þér vingjarnleg orð hér í minn garð, Óskar, en umfram allt baráttuviljann: þína órofa samstöðu með okkar góða málstað í Icesave-málinu.
Jón Valur Jensson, 2.1.2012 kl. 06:30
Og það veitir víst ekkert af þeirri samstöðu: sjálfur minkurinn kannski kominn í hænsnakofann. (Þið getið eytt deginum í að finna út, hvað ég á hér við.)
Jón Valur Jensson, 2.1.2012 kl. 06:32
... það er alla vega jákvæður minkur sem er komin á réttan stað og hann á ekkert að færa sig neitt..
Óskar Arnórsson, 2.1.2012 kl. 15:53
Nei, það var ekki ´undarlegt´ að segja það að ofan þó þú hafir ekki viljað það. Verið var að tala um að styðja mann inn í stjórnmál og ég hóf ekki þá umræðu. Heldur svaraði ég að vegna málsins gæti ég það ekki og það er grafasta alvara frá mínum bæjardyrum. Það hefur ekki verið einkamál, heldur opinberað í fjölda pistla. Það er mitt mál á hvaða forsendum ég færi að styðja menn í stjórnmálum.
Elle_, 2.1.2012 kl. 16:50
Og hvað leiðtogar Palestínumanna vildu 1948 kemur ekki mikið nú-inu við og hvort þeir fái frelsi og sjálfstætt ríki eða ekki. Nú fórst þú sjálfur að ræða málið nánar. Það ´er undarlegt´ að fara að kafa ofan í það í þessu samhengi langt aftur í miðja síðustu öld.
Elle_, 2.1.2012 kl. 17:37
Elle. Eg sneiði hjá því að ræða þessa tegund af pólitík við JVJ. Og það hefur gengið að standa saman í málum án þess að ætlast sé til að maður sé sammála öllu sem er sagt.
Ísraelar sem kalla sig kristna sem ég kaupi ekki eina sekúntu, virðast ekki vita svona einfalda hluti eins og að ef þú meðhöndlar fólk eins og glæpamenn, þá verða þeir það margir á endanum. Og það á ekkert endilega við um palestínu, heldur hvar sem er í heiminum...
Óskar Arnórsson, 2.1.2012 kl. 18:44
Óskar, við erum og höfum verið sammála í Palestínumálinu. Og ég kýs engan eða styð í pólitík meðan hann ver grimmd Ísrael gegn Palestínu eða grimmd gegn neinu eða neinum, dýri eða manni. Palestína á heimtingu á mannréttindum. Heimtingu á að vera frjálst og sjálfstætt ríki ekki síður en við. Maður sem skilur það ekki á ekki að vera í stjórnmálum.
Elle_, 2.1.2012 kl. 19:01
Við eru alveg sammála um Palestínumálid Elle, og ég og JVJ erum sammála um forsetamalið. Hver á að vera í stjórnmálum og hver ekki, á að fara eftir hegðun þeirra gagnvart fólki. Erlendis getum við séð hvern fjöldamorðingan á eftir öðrum í valdastóli landa, enn þeim fækka eitthvað þeim alverstu.
Þetta er flóknara enn svo og heimurinn er verri enn okkur grunar, miklu verri og stór hluti hans fer versnandi....ég er að gera þessu skil á bloggi svo ég nenni ekki að endurtaka. Það verður reyndar síðasta bloggið mitt í bili, enn ég held áfram að kommentera og taka þátt....
Óskar Arnórsson, 3.1.2012 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.