12.12.2011 | 06:46
Afhjúpuð ríkisstjórn – óbærilegir vextir af engu!
"Hvaðan ætlaði fjármálaráðherrann að taka 110 milljarða í erlendum gjaldeyri til að gefa Bretum og Hollendingum í vexti af gerviskuld?" (og það einungis fram til 1. okt. sl. meira mundi bætast við!). Þannig spurði undirritaður í grein sinni í Morgunblaðinu í fyrradag: Ríkisstjórnin stendur uppi afhjúpuð í Icesave-málinu. Hún hefst þannig:
Í nýútkominni bók Sigurðar Más Jónssonar um Icesave-málið er það í raun staðfest, sem margsagt hafði verið í pistlum á vef Þjóðarheiðurs í haust, að þrátt fyrir að eignasafn Landsbankans gamla nægi til að borga allar Icesave-höfuðstólskröfurnar (upp að í mesta lagi 20.887 á hverja), þá hefðum við Íslendingar samt þurft, skv. Icesave I, að greiða Bretum og Hollendingum gríðarlegar, óafturkræfar vaxta-fjárhæðir, sem hefðu leikið samfélag okkar grátt kollsteypt ríkissjóði eða valdið hér ómældum hörmungum.
Samkvæmt útreikningum Sigurðar Más næmi gjaldfallin upphæð óafturkræfra Icesave-vaxta vegna Svavarssamnings, til 1. okt. sl., 110 milljörðum króna!
Hvar ætlaði fjármálaráðherrann og viðhlæjendur hans að taka þessa peninga? Þetta er margfalt á við allt það sem þó hefur verið skorið niður í ríkiskerfinu frá bankakreppunni.
Hvar væri þjóðin nú stödd, ef Steingrímur og Jóhanna hefðu komizt upp með að leggja Icesave-byrðina á bökin á okkur? Hvernig væri hér umhorfs, ef forseti Íslands hefði ekki komið okkur til bjargar? Hvað ef grasrótin og sjálfvakin samtök hefðu ekki beitt sér í málinu með skrifum og undirskriftasöfnunum, gegn sameinuðu afli stjórnmálastéttar, atvinnurekenda, verkalýðsrekenda og sameinaðra álitsgjafa í ríkisstjórnarþægum fjölmiðlum?
Hver voru þessi sjálfvöktu samtök? Jú, InDefence-hópurinn, Þjóðarheiður samtök gegn Icesave (thjodarheidur.blog.is), AdvIce-hópurinn og Samstaða þjóðar gegn Icesave (Kjósum.is). Bók Sigurðar Más er ýtarleg úttekt á Icesave-málinu. Þó hefur hann að mestu gengið framhjá hlut þessara samtaka, og vekur það nokkra furðu. En þetta var útúrdúr.
17. nóv. sl. upplýsti skilanefnd Landsbankans, að endurheimtur bankans væru orðnar um 1340 milljarðar, um 25 milljarða umfram forgangskröfur, en þar eru bæði Icesave-kröfur og heildsölulán.
Höfum hugfast, að ofgreiddir vextir vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga myndu ekki teljast til forgangskrafna og væru að öllu eða langmestu leyti óafturkræfir, ef þeir hefðu verið reiddir fram úr illa stöddum ríkissjóði Íslands, sem bar raunar engin skylda til slíkra greiðslna!
Svo átti að greiða þetta allt í erlendum gjaldeyri, sem er torfenginn í svo miklum mæli, og hefði það haft áhrif til lækkunar á gengi krónunnar og aukið á verðbólgu.
Þetta var tæplega hálf greinin. Undirritaður mun fjalla nokkuð um þetta mál í vikulegum þætti sínum á Útvarpi Sögu á morgun, þriðjudaginn 13. des., kl. 12.4013.00. Þátturinn er endurtekinn á föstudag kl. 18.
En ljóst er, að lúmskir samningamenn Breta og Hollendinga léku þarna á Svavarsliðið eins og ekkert væri tryggðu sér það í samningnum, að fyrst skyldum við borga vextina, því að þeir yrðu þó alltaf óafturkræfir! já, jafnvel þótt höfuðsstólsskuld Tryggingarsjóðsins reyndist engin, þegar búið væri að skoða eignasafnið!
Og við þessu gleyptu þau öll og börðust fyrir að láta okkur borga þetta, þau Svavar og Indriði, heimspekingurinn Huginn (verið eitthvað sveimhuga þá eins og fleiri), Jóhanna sem aldrei las samninginn, Össur Esb-þjónn, sem hefur trúlega bara verið að hlýða kallinu ekki skyldunnar, heldur Esb. Steingrímur Joð og Ketill skrækur, ásamt öðru fylgdarliði, prúðbúnu, en illa að sér í refskák gamalla nýlenduvelda.
Forsetinn bjargaði málinu og þjóðin sjálf, á því er enginn vafi.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.