Hanna Birna gagnrýnir Icesave-Bjarna, sem sjálfur VER stefnu sína þvert gegn síðasta landsfundi!

Hanna Birna Kristjánsdóttir gagnrýndi Bjarna, formann flokks síns, "fínlega" vegna afstöðu hans í Icesave-málinu skv. Rúv-frétt kl. 18. „Þetta er prinsipmál, sem snýst um það eitt að íslenskur almenningur á aldrei, og ég endurtek aldrei, að sitja uppi með reikninga sem fyrirtæki skilja eftir sig þegar allt fer á versta veg," sagði hún, ennfremur að ríkisstjórnin hefði ítrekað reynt að skuldbinda íslenzka skattgreiðendur vegna Icesave-reikninganna.

En Bjarni Benediktsson lætur ekki skipast, hefur enn ekki iðrazt afstöðu sinnar með samþykkt Icesave III, þvert gegn þjóðarviljanum og þrátt fyrir að samþykkt þeirra ólaga hefði lagt á saklausa þjóðina gríðarlegar vaxtagreiðslur, tugi milljarða á ári hverju, fé sem hefði EKKI talizt til forgangskrafna, þegar greitt yrði að endingu úr þrotabúinu og væri því óafturkræft!

Hart er í ári nú hjá ríkinu, með miklum samdrætti, en hann væri margfaldur á við það, sem nú er, ef við hefðum samþykkt Icesave III. Ætlar formaður Sjálfstæðisflokksins aldrei að skilja þetta? Þykist þessi maður fær um að stjórna landinu?

Lesið hér um læpuskaps-ódygðir og vælugang hans á þessum landsfundi:

  • Í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sagði Bjarni Benediktsson að hann hefði tekið það mjög nærri sér er hann fann að flokkurinn hafi ekki verið samstíga í Icesave-málinu.
  • „Mestu skiptir að vera heill og trúr sannfæringu sinni og gera allt sem best er fyrir hagsmuni íslensku þjóðarinnar [svo! – innskot jvj.],“ sagði Bjarni er hann ræddi um klofninginn innan flokksins vegna Icesave. (Af vef Ruv-is.)

Bjarni Ben. er óiðrandi syndari í þessu máli – og biðlar þó til flokksmanna sinna um stuðning, eftir að hafa þverbrotið gegn einarðri stefnu síðasta landsfundar á undan í þessu Icesave-máli!

Fleiri greinar hér á síðunni um landsfundar- og Icesave-mál ! 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Stjórnin sér háa skatta í hillingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við segjum nei við löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave, ályktaði landsfundur Sjálfstæðisflokksins árið 2010. Í upphaflegri tillögu voru kröfurnar kallaðar ósanngjarnar, en fundurinn herti á orðalaginu, til að skuldbinda flokkinn alveg. Það var ekki og verður ekki trúverðugt, þegar Bjarni Benediktsson reynir að túlka þetta svo, að jáyrði við Icesave III rúmist innan samþykktarinnar.

Bjarni verður auðvitað að fara eftir sannfæringu sinni, og það ætla ég að virða. En samvizkan hefði þá átt að segja honum að segja jafnframt af sér sem formaður, fyrst hann varð í svo stóru máli viðskila við þann landsfund, sem kaus hann. Það hefði verið drengileg afstaða og hann maður að meiri.

Nú stendur yfir nýr landsfundur. Hann gæti auðvitað sópað þessu leiðindamáli undir teppið og endurkosið Bjarna og Ólöfu Nordal. Á því er kannski engu að tapa, nema atkvæðinu mínu.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 20:14

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég var í þeirri trú að hann hefði mismælt sig. Þegar hafi tók fram að hann hafi verið leiður að flokkurinn var ekki sammála þá breyttist túlkunin.

Valdimar Samúelsson, 19.11.2011 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband