18.11.2011 | 20:03
Formaðurinn stoltur af rangri hlið Icesave-deilunnar. VELKOMIN Í FORMANNSSTÓLINN, HANNA BIRNA!
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrði ekki, að það hefði verið rangt af forystu Sjálfstæðisflokksins að mynda Icesave-bandalag með ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gegn íslensku þjóðinni eftir að þjóðin hafði hafnað tilraun ríkisstjórnarinnar að gera skattgreiðendur ábyrga fyrir þrotabúi Landsbankans.
Þessi afstaða forystu Sjálfstæðisflokksins var algjör svik við stjórnarandstöðuna og dró þjóðina í annað sinn í þjóðaratkvæði um málið. Á örskömmum tíma myndaðist samstaða þjóðar, sem safnaði yfir 40 þúsund undirskriftum, sem afhent voru forseta Íslands með áskorun um, að þjóðin fengi sjálf að taka ákvörðun um málið og var Icesave eins og við var að búast kolfellt í annað sinn.
Skýring Bjarna Benediktssonar þá var, að hann hefði með "ísköldu mati" komist að þeirri niðurstöðu, að rétt hefði verið að styðja "norrænu velferðarstjórnina" í þessu máli. Í reynd gerði sjálfstæðisforystan betur, hún vann með ríkisstjórninni í að móta nýja tillöguna fyrir ríkisstjórnir Breta og Hollendinga.
Bjarni Benediktsson |
Það er með öllu óskiljanlegt, að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú í setningarræðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins tala um þessa hegðun með orðunum: "Það voru hagsmunir heildarinnar, þjóðarinnar allrar, sem drifu mig áfram í Icesave-málinu. Ég segi fullum fetum: ég er stoltur af þeim mikla árangri sem viðspyrna okkar á Alþingi skilaði." Bjarni Benediktsson segir hér beinum orðum, að hann viti betur en þjóðin og að meirihluti þjóðarinnar, sem felldi Icesave fari með rangt mál. Hinn "mikli árangur sem viðspyrnan" á Alþingi hefði skilað, ef þjóðin hefði ekki stöðvað málið í annað sinn, hefði leitt til gjaldþrots Íslands og landsmenn hefðu glatað efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Forystan fylgdi ekki Icesave-samþykkt Sjálfstæðisflokksins frá landsfundi árið áður eins og ungir Sjálfstæðismenn bentu á í frægri auglýsingu í Morgunblaðinu: Gjör rétt - þol ei órétt! Ég býð Hönnu Birnu velkomna sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn þarf ekki á núverandi formanni að halda, sem er í svo miklum ótakt við þjóðina og eigin meðborgara. Gústaf Skúlason. Þessi grein, sem birtist á sænsku vefsetri höfundarins, er endurbirt hér með leyfi hans. |
Tillögur tóku breytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.