Svona skjátlast þeim enn í ESA!

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vogar sér enn að halda því fram, að „með því að borga ekki brezkum og hollenzkum innistæðueigendum" hafi "íslenzka ríkið [brotið] í bága við löggjöf um evrópskar innistæðutryggingar.“ Þvílíkur öfugsnúningur.

Þessu er í 1. lagi þveröfugt farið um ákvæði innistæðutrygginga-lögjafarinnar.

Í 2. lagi var þegar búið að borga þessum innistæðueigendum, án þess að brezka og hollenzka ríkið skuldbintu með því íslenzka ríkið á nokkurn hátt!

Í 3. lagi geta t.d. brezk stjórnvöld fengið stóran (mestan?) hluta síns framlags til innistæðueigenda til baka úr þrotabúi Landsbankans.

Í 4. lagi fengu þau langtum auðveldara tækifæri til þess einmitt vegna íslenzku Neyðarlaganna; skilanefnd LGL (Landsbankans á Guernsey) mat það svo í greinargerð til brezka þingsins, að þar með hafi brezk stjórnvöld fengið kröfurétt til að ná 90% krafna sinna út úr þrotabúinu í stað 35% – sjá þennan texta í fyrri grein á vefsíðu undirritaðs:

  • Þar að auki hefur það orðið æ augljósara, að Neyðarlögin, sem Geir mun vera höfuðsmiður að, voru snilldarleg aðgerð til bjargar Íslandi – og voru um leið göfugmannleg aðferð til að gefa Bretum allt það mesta, sem þem varð gefið með nokkrum rétti, jafnvel langt umfram það, sem þeir hefðu fengið út úr þrotabúi Landsbankans, hefðu Neyðarlögin ekki verið sett. Það viðurkenna brezk fjármálayfirvöld nú þegar. Í skýrslu sem skilanefnd Landsbankans á Guernsey (Joint Administrators of Landsbanki Guernsey Limited) sendi brezka þinginu og birt er HÉR!* (dagsetning þó óljós), kemur fram á blaðsíðum 27- 36, að vegna Neyðarlaganna fái brezk stjórnvöld, sem þóttust hafa tekið við kröfurétti Icesave-innistæðueigenda, 90% af þeim Icesave-kröfum sínum frá þrotabúi gamla Landsbankans, en að án Neyðarlaganna hefðu þau ekki fengið nema 35%!

Í 4. lagi skemmdu sömu brezku stjórnvöld fyrir getu íslenzkra stjórnvalda til að fást við þessi mál með sínum hryðjuverkalögum, sem steyptu m.a. tveimur brezkum bönkum, dótturfélögum Landsbankans og Kaupþings (Heritable og Singer & Friedlander), og ollu ómældum usla hér á landi í fyrirtækjum skráðum í Kauphöllinni og út um allt fjármálakerfið og á atvinnumarkaði. 

En það er kannski ágætt, að Per Sanderud og ESA verði sér til skammar með fráleitum kröfum; það auðveldar sennilega eftirleikinn fyrir okkur, en þó að þessu skilyrði uppfylltu: að Steingrímur og Jóhanna setji ekki einhverja vanhæfa eða rangt "prógrammeraða" málafærslumenn í að sjá um vörnina! 

Svo vísa ég ennfremur til góðs pistils hins þjóðholla manns Gunnlaugs Ingvarssonar um þessa sömu frétt, hér: ESA - Órökstuddar kúgunarkröfur þessa hlutdræga valdaapparts Evrópusambandsins ! Þeir geta ekki kúgað okkur til að greiða og hafa enga lögsögu í málinu.

Undirritaður ræddi þessi o.fl. mál í Útvarpi Sögu í hádeginu í dag (endurtekið kl. 18.00). 

* http://www.parliament.uk/documents/upload/written-evidence.pdf 

Jón Valur Jensson. (Endurbirt frá vef höfundar.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Afsakið, en þarf ekki talsverðan hroka til að stofna samtök utan um sjálfan sig og kalla þau "Þjóðarheiður"?

Pjetur Hafstein Lárusson, 10.6.2011 kl. 16:56

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Upptekinn. Almennir félagar geta svarað þér!

Jón Valur Jensson, 10.6.2011 kl. 17:37

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Samtökin þjóðarheiður voru stofnuð gegn Icesave. Þótt Jón Valur sé fyrsti og eini formaður samtakanna,snúast þau ekki um hann og hafa aldrei gert. Við vorum 80 seinast þegar ég vissi,þar á meðal eru menn í öðrum landshlutum. Mín reynsla af samtökum eða félögum er sú,að formenn og varaformenn,gera nánast allt. Í okkar tilfelli hafa þrjú,þeirra sem við kusum í stjórn staðið í eldlínunni. Mér er óhætt að segja að þau hafi átt sinn stóra þátt í að upplýsa þjóðina um rétt sinn í þessu Icesave máli. Þau þýddu greinar úr erlendum blöðum,svöruðu þeim og gerðu grein fyrir á vef okkar ,Þjóðarheiðurs.  Þannig hefur Loftur staðfest bréf frá FSA. um að Landsbankinn hafi greitt iðgjöld í U.K. Pjétur Hafsteinn,verð að valda  þér vonbigðum,Jón Valur skírði ekki samtökin,en hann er afkasta mestur,eldheitur áhugamaður um sjálfstæði Íslands.

Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2011 kl. 21:53

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Afsakaðu ,Hafstein,

Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2011 kl. 21:56

5 Smámynd: Elle_

Ekki vildu allir félagar nota nafnið ÞJÓÐARHEIÐUR.  Og persónulega get ég sagt að ég vildi nafn eins og ANDSTAÐA GEGN ICESAVE eða ANDÓF GEGN ICESAVE og ekkert nafn með ´þjóð´ inni í.  Hinsvegar valdi einn maður nafnið ÞJÓÐARHEIÐUR og kosið var um það á stofnfundi.  Hugsunin var að það væri heiður þjóðarinnar að standa fast gegn kúgunarsamningi bresku, hollensku og íslensku ríkisstjórnarinnar, ICEAVE-STJÓRNARINNR, gegn okkur.  Kúgunarsamningurinn væri fullkomin niðurlæging og gegn heiðri okkar og æru að fallast á kúgun.  Kúgun ESA, EU, gamalla heimsvelda og hrollvekjustjórnar Jóhönnu og Steingríms. 

Elle_, 10.6.2011 kl. 22:31

6 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri, jafnan !

Pjetur !

Um leið; og ég vil þakka þér fyrir síðustu samfundi okkar, vil ég mótmæla harðlega svigurmælum þínum, sem þú leggur til Jóns Vals Jenssonar.

Jón Valur er; aðeins einn fjölmargra land- og þjóðvina, sem að samtökum okkar standa, og hefir af mikilli einurð, sem ósérhlífni og af kostgæfni, unnið að útbreiðslu hugsjóna Þjóðarheiðurs.

Við; sem að Þjóðarheiðri stöndum, komum úr ýmsum áttum samfélagsins, og viðurkenna vil ég strax, að ég; persónulega, vildi halda á lofti harðlínustefnu óvæginni, gegn Alþjóðahyggju þeirri, sem er að koma Íslandi á annað hjarið, sem þér ætti að vera mæta vel kunnugt, Pjetur skáldmæringur.

Að uppistöðu; eru félagar mínir, í þessum veleðla samtökum - sem ærlegun, full friðsamt fólk að upplagi, frá minni hlið séð, en; halda vil ég tryggð við þau, þar sem skrumleysi og fölskvalaus Föðurlandsást fer fyrir, í þeirra ranni, allra.

Vitaskuld; íhuga ég mína framvindu alla, í ljósi þess dáðleysis, sem landar okkar; allot of margir, hafa orðið sekir um - á sama tíma; og Berbneskar og Arabískar þjóðir, hinnar víðáttumiklu Norður- Afríku, sem og Vestur- Asíu, eru að færa Blóðfórnir miklar, til fulltingis frelsinu, undan oki liðþjálla fylgjara Evrópskra nýlendu herra (lesist; ESB!!!), þessi misserin - og áhrifavaldi Bandarísku Heimsvaldasinnanna, jafnframt.

Rifja þú upp Pjetur; baráttu Mohammeds Mossadegh, austur í Persíu (Íran), á 5. og 6. áratug 20. aldarinnar, gegn Bretum og Bandaríkjamönnum - og þar með, mun þér gleggra verða, fyrir hvaða eigindir Þjóðarheiður stendur, raunverulega, fræðaþulur vísi.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason           

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 01:26

7 identicon

áratugum; átti að standa þar. Afsakið; meinbaugi og ritvillur, minnar texta gerðar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 01:28

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað sem Mossadegh líður, Pjetur minn villti og Óskar minn Helgi, þá er hitt þó ljóst, að til er félag um 80 manna, sem nefnist Þjóðarheiður -- og hefur aldrei snúizt um mig heldur þjóðarhag og -heiður okkar Íslendinga í Icesave-málinu. Ef þú, Pjetur, skoðar vel þetta vefsetur og rekur þar allar greinar aftur á bak í tímann (10 í einu á hverri safnsíðu) um ca. 15 mánaða skeið, þá hlýturðu að sjá, að hér var efnt til málsvarnar fyrir rétt og sakleysi Íslands í þessu máli, rök okkar kynnt, rökrætt við gesti og um fréttir fjallað og birtar niðurstöður rannsókna (helzt Lofts varaformanns), rannsókna sem leiddu margt mjög merkilegt í ljós og til gagns fyrir land og þjóð. Ef það er ekki nógu gott fyrir þig, gamli kunningi og síðar trúbróðir minn, þá veit ég ekki hvað er komið yfir þig, en ég óska þér góðs á þínum vegum.

Jón Valur Jensson, 11.6.2011 kl. 01:48

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þar að auki er félagið skráð hjá yfirvöldunum og hefur sína kennitölu.

PS. Ég brá mér bæjarleið í dag og gat ekki sinnt neinu bloggi.

Jón Valur Jensson, 11.6.2011 kl. 01:50

10 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Af 140 bloggvinum Þjóðarheiðurs telst mér til, eftir vandlega yfirferð, að 31 sé félagsmaður í Þjóðarheiðri. Ekki færri en 5 félagsmenn munu vera búsettir erlendis (Íslendingar þó), þar af a.m.k. tveir í Svíþjóð og einn í Danmörku, og allmargir utan höfuðborgarsvæðisins, m.a. einn alvirkasti Icesave-andstæðingurinn, einn mest lesni Moggabloggarinn. Aðeins einn hefur gengið úr félaginu (GW), en tveir félagsmenn eru látnir: Páll R. Steinarsson, sem var mjög virkur félagsmaður (sóttist eftir og fekk að mæta á stjórnarfundi, þar sem við nutum ráða hans og reynslu) og Sigrún Ástrós Reynisdóttir. Blessuð sé minning þeirra.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 11.6.2011 kl. 14:46

11 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

(Skrifað af mér, JVJ form.)

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 11.6.2011 kl. 14:46

12 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Jón Valur !

Ég nefndi Mossadegh; hinn Persneska, til glöggrar upprifjunar, fyrir Pjetur Hafstein, hinn gagnrýna andstæðing okkar, sem dæmi um mann, sem þorði að standa gegn Vestrænni ásælni, í heimalandi sínu.

Ég vil einnig; þakka þér fyrir að minnast genginna félaga okkar, þeirra mætu: Páls R. Steinarssonar, og Sigrúnar Ástrósar Reynisdóttur, og vil ég taka undir blessunarorð þín, þeim til handa.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 20:50

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Óskar Helgi. Sigrúnu hafði ég þekkt lengur en Pál. Hún var þekkt af skrifum sínum fyrir fátækt fólk (mest í Velvakanda Mbl.), af innleggjum í Útvarp Sögu og sem talsmaður Samtaka gegn fátækt. Hún var mikil áhugamanneskja og hringdi stundum í mig vegna þessara mála og var jafnframt farið að ofbjóða hve hart væri stefnt hérlendis gegn kristnu siðferði. - Vottum Hallgrími sambýlismanni hennar, sem einnig er félagi okkar í Þjóðarheiðri og mætti með henni á a.m.k. einn fundinn (í Húsinu), samúð okkar vegna fráfalls hennar.

Páll Steinarsson, Árnesingur, var afar mætur maður og gott að ræða við hann jafnan. Hann var mjög virkur í samtökunum fyrsta hálft ár þess eða svo, unz veikindin náðu aftur tökum á honum, en það var gefandi að sjá hans baráttukraft fyrir þjóðina, þrátt fyrir að hann hefði gengið í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð.

Guði falin séu þau bæði og ástvinir þeirra.

Jón Valur Jensson, 12.6.2011 kl. 20:02

14 Smámynd: Elle_

Vildu félagar vera nefndir opinberlega og væri ekki eðlilegt að sleppa að titla menn þar sem þeir runnu á enda fyrir um 1/2 ári síðan?

Elle_, 13.6.2011 kl. 00:07

15 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Pétur Hafsteinn á töluvert til síns máls. Hann er skarpur á sitthvað sem betur mætti fara. Þessi bægslagangur gegn EBE er ósköp vanburðugur, fá skýr rök gegn aðild en lítið gert úr kostunum. Ein af mikilvægustu gildu ástæðunum fyrir inngöngu eru efnahagslegar ástæður. Þá má geta þess að vatnaskil yrðu í spillingunni á Íslandi en með EBE er markvisst unnið gegn spilltum valdhöfum. Eru kannski fyrrum spilltir valdhafar á Íslandi ekki vel við þessa umræðu?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.6.2011 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband