25.5.2011 | 19:13
Ísland í dag sýnir dómsdagsspámenn um Icesave í skoplegu ljósi
Þátturinn hefði allt eins getað fengið yfirskriftina Nýju fötin keisarans, svo bersýnilega stóðu "rök" JÁ-sinna eftir sem leikhús fáránleikans. En skuldin hverfur ekki á morgun! (Jóhanna í apríl). Ég vona auðvitað að þetta verði samþykkt! (sama, um síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu). Og Gylfi Magnússon hæstvirtur talaði um Kúbu norðursins og að allt færi hér í rúst, ef við greiddum ekki Icesave-kröfuna allt er þetta ásamt mörgu öðru, m.a. ábendingum um, að lagalega höfðum við réttinn með okkur og að ekkert rættist af dómsdagsspánum, dregið saman í stuttu, en kröftugu máli í prýðilegum þætti Þorbjarnar Þórðarsonar og Símonar Arnar í Íslandi í dag á Stöð 2 um kl. 18.50-19.05 í kvöld, þar sem þetta Icesave-stuðningslið afhjúpar málflytning sinn.
En Steingrímur segist vera með hreina samvizku vegna Icesave-málsins, snýr upp á sig og sendir ásakanir út í loftið á aðra og ber sig illa vegna meintra hnífsstungna í bakið!!! Þessar ásakanir sendir hann Moggaritstjórum í nútímanum, en hins vegar kennir hann stjórn Geirs Haarde haustið 2008 um það, að hann og Jóhanna hafi talið sig verða að semja um málið, þegar þau komust til valda!
En þetta eru fráleit flóttarök manns með vonda samvizku! Sjá hér í fylgitexta!*
H É R er þessi merkilega afhjúpandi þáttur!
- * Hér sjáið þið hans eigin vitnisburð þvert gegn því, sem hann heldur fram nú:
- STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, stjórnarandstæðingur, janúar, 09:
- Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjarbankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.
- Eins og undirritaður lýsti yfir við atkvæðagreiðslu um málið í þinginu 5. desember síðastliðinn lítur þingflokkur Vinstri grænna á samninginn sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning. Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar viðskuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn:
- http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628
- (Fylgitextinn tekinn héðan, af mjög fróðlegri vefsíðu:
- STEINGRÍMUR STJÓRNARANDSTÆÐINGUR, eftir Elle.)
Jón Valur Jensson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.