Eiríkur Bergmann Einarsson fær verðugar athugasemdir við ýmsar fullyrðingar sínar í ritdómi eftir Baldur Arnarson

  • "Blind alþjóðahyggja og trú á yfirburði útlendinga gagnvart eigin þjóð geta verið merki um skort á pólitískri siðfágun, rétt eins og lýðskrum af meiði þjóðernishyggju.
  • Eiríkur Bergmann kýs að láta þessa hlið mála ósnerta þótt einnig megi tína til öfgar í þessa veru sem og þá staðreynd að í Icesave-deilunni var gripið til alþjóðaraka sem reyndust haldlaus þegar á hólminn var komið. Hvaða afstöðu sem menn tóku í deilunni er varla vafamál að ef gáfumannafélagið við Hallveigarstíg hefði fengið sínu framgengt í aðdraganda fyrri Icesave-kosningarinnar hefðu afleiðingarnar getað orðið þvílíkar að hroll vekur.
  • Voru þeir ósiðfágaðir sem gripu til þjóðernisraka í þeirri deilu? Eiga allir þeir sem töldu íslenskri þjóð ógnað skilið að verða settir undir hatt þjóðrembu og lýðskrums? Getur verið að túlkun höfundar á þjóðernisvitund eigi lítið skylt við þá samkennd sem kom fram í blysför andstæðinga Svavars-samningsins? Var sú greining röng að erlend ríki beittu Ísland þrýstingi? Svo er það allur hræðsluáróðurinn. Bar hann pólitískri siðfágun vitni?

Þetta eru tímabær orð Baldurs Arnarsonar, blaðamanns Mbl. í ritdómi hans, Sögur af skríl, vegna nýútkominnar bókar Eiríks, Sjálfstæð þjóð: Trylltur skríll og landráðalýður. (Sbr. einnig hér.)

JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

EBE er vikulega (stundum oftar) í eyrum landsmanna á báðum helstu útvarpsstöðvunum og því hafði ég nokkuð góða hugmynd um innihald bókarinnar fyrir. Ég ætla því að láta þessa grein Baldurs duga frekar en eyða tíma mínum í að lesa bók Eiríks.  

Ragnhildur Kolka, 22.5.2011 kl. 20:14

2 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Þakka þér, Ragnhildur, innleggið. --JVJ.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 25.5.2011 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband