1.5.2011 | 14:27
Gætum við fengið forsetann ykkar lánaðan?
Svo nefnist frábært bréf til þjóðarinnar í Morgunblaðinu í gær. Höfundarnir, brezkir, eru miklir samherjar okkar í Þjóðarheiðri samtökum gegn Icesave. Þeir voru fyrirlesarar á mjög góðum fundi með okkur í Húsinu við Höfðatún sl. sumar og hafa verið í góðu sambandi við einn okkar virkasta félagsmann, Gústaf Adolf Skúlason, sem búsettur er í Svíþjóð, en hann hefur unnið með þeim í Evrópusamtökum smáfyrirtækjaeigenda. Bréfið er stutt, en segir þeim mun meira. Það er endurbirt hér í heild:
Gætum við fengið forsetann ykkar lánaðan?
Frá Anthony Miller og Donald Martin
Við viljum einnig þakka sérstaklega forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir hugrekki hans og visku í gegnum þetta ólánsmál.
Sem breskir þegnar teljum við ykkur öfundsverð. Þrátt fyrir umtalsverða andstöðu hafa síðustu ríkisstjórnir Bretlands skrifað undir hvern ESB-sáttmálann á fætur öðrum og stöðugt neitað yfirgnæfandi óskum almennings í Bretlandi um þjóðaratkvæðagreiðslu til að ákveða, hvort við eigum að vera áfram í ESB eða ekki.
Meirihluti kjósenda sér engan raunverulegan hag í aðild okkar að sambandinu, nokkuð sem hefur haft töluverða ókosti í för með sér. Áður en við gengum í ESB voru breskir bændur svo til sjálfbærir en nú erum við t.d. háð Frakklandi með megnið af mjólkurafurðum okkar.
Breskur fiskiðnaður hefur orðið fyrir alvarlegum skaða, sem og fiskistofnar okkar, síðan ESB tók yfir stjórnina í þeim málum.
Eftirlit og reglugerðir ESB hafa flestar hverjar lítinn sem engan ávinning fyrir okkur, en gera okkur lífið leitt.
Fjármagni, sem okkur vantar svo nauðsynlega, er sóað og það misnotað á sviksamlegan hátt af ESB enda hafa reikningar ESB ekki verið samþykktir af endurskoðendum í fjölmörg ár.
Gætum við ekki, allra náðarsamlegast, fengið forsetann ykkar lánaðan? Okkur sárvantar þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi til að geta losað okkur undan oki ESB.
Virðingarfyllst,
Anthony Miller,
Donald Martin,
Íslandsvinir.
ANTHONY MILLER, endurskoðandi á eftirlaunum.
DONALD MARTIN, blaða- og bókaútgefandi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Athugasemdir
Góðir þessir.
Benedikta E, 1.5.2011 kl. 15:46
Frábærir karlar :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.5.2011 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.