InDefence færði rök gegn lækkun lánshæfiseinkunnar

Um leið og fréttist, að matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur í dag "breytt horfum fyrir lánshæfismat bandaríska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar" vegna mikilla opinberra skulda og fjárlagahalla, er eðlilegt að við leiðum aftur hugann að því lánshæfismati Moody's, sem forseti Íslands og andstæðingar Icesave III tóku lítið mark á og mörg rök benda til, að lítið hafi verið að marka, enda illa undirbyggt, hripað á 2 bls. eftir skjóta könnun mála; og jafnvel sjálf Icesave-stjórnvöld okkar eru nú farið að snúa við blaðinu í þeim efnum!

Eftirfarandi þáttur úttektar Arnar Arnarsonar í síðasta viðskiptablaði Morgunblaðsins, sl. fimmtudag, er lærdómsríkur:

MÓTRÖKUM HALDIÐ Á LOFTI 

InDefence færir rök gegn lækkun lánshæfiseinkunnar

InDefence-hópurinn sendi í vikunni greinargerð til alþjóðlegra matsfyrirtækja þar sem færð eru rök fyrir þeirri skoðun að ekki sé réttlætanlegt að lækka lánshæfismat ríkissjóðs umfram það sem nú er í kjölfar þess að Icesave-samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í greinargerðinni er meðal annars bent á að fjármögnunarhorfur ríkisins til lengri tíma litið séu vel viðráðanlegar. Bent er á að skuldbindingar ríkissjóðs utan efnahagsreiknings séu litlar í evrópsku samhengi meðal annars vegna þess að íslenska lífeyrissjóðskerfið sé sjóðssöfnunarkerfi ólíkt því sem tíðkast í mörgum öðrum löndum. Ennfremur er fullyrt að litlar líkur séu á því að ábyrgðir falli á ríkið vegna Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs á næstu árum. Þá er vísað til nýlegrar skýrslu sérfræðinga Seðlabankans sem sýnir meðal annars að undirliggjandi viðskiptajöfnuður sé um 13% af landsframleiðslu og það ásamt öðrum þáttum sýni að íslenska hagkerfið skapi gjaldeyristekjur í nægjanlegum mæli til að hægt sé að stuðla afnámi gjaldeyrishafta þegar fram í sækir. Þá kemur fram í greinargerð InDefence að þó svo að Icesave-deilan standi óleyst sé gjaldeyrisstaða Seðlabankans traust og nemi um 46% af landsframleiðslu og dugi til að standa straum af öllum erlendum gjalddögum ríkisins fram til ársins 2015. Þá er einnig bent á aðra þætti sem ættu að stuðla að skárra lánshæfismati á borð við sveigjanleika hagkerfisins sem og að endurreistu viðskiptabankarnir séu með hæsta eiginfjárhlutfall sem þekkist á Vesturlöndum og við stofnun þeirra hafi eignasöfnin verið hreinsuð upp. (Tilvitnun lýkur.)

Sbr. einnig fyrri grein hér:  Gallað Icesave-álit - gagnrýni úr ýmsum áttum

JVJ.


mbl.is Neikvæðar horfur fyrir bandaríska lánshæfiseinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Libertad

Í mínum huga er það líka jákvætt, að fjárlagahalli ríkissjóðs batnaði um tugi milljarða með höfnun á IceSave. Bara það atriði ætti að hækka lánshæfismatið.

Libertad, 18.4.2011 kl. 14:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ósköp einfalt reikningsdæmi. Það er hinsvegar meginviðfangsefni hagfræðinga, greiningardeilda og matsfyrirtækja að gera það nógu flókið svo vér dauðlegir menn og konur skiljum það ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2011 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband